Vísir - 05.03.1962, Blaðsíða 8
V 1 S 1 R
Mánudagur 5. marz 1962
ð
ÚTGEFANDI: BLAÐAÚTGÁt AN VÍSIR
Ritstjórar: Hersteinn Póisson, Gunnar G. Schram,
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjór-
ar: Sverrir Þórðarson, Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 178. Auglýsingar
og afgreiðsla: Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er
krónur 45,00 á mánuði. — í lausasölu krónur
3,00 eintakið Sími 1 1660 (5 línur). — Félags-
prentsmiðjan h.f. Steindórsprent h.f. Edda h.f.
' * - ...... -
Nýjar kjamorkutilraunir ?
Kennedy forseti Bandaríkjanna boðaði fyrir helg-
ina, að Bandaríkjamenn hefðu í undirbúningi að fram-
kvæma kjarnorkutilraunir í lofti innan tíðar, ef ekki
næst haldgott samkomulag um bann við slíkum til-
raunasprengingum á fundum þeim, sem hefjast í Genf
um þessi mál eftir tæpan hálfan mánuð. Þessar tilraunir
eru sagðar nauðsynlegar vegna tilrauna Rússa á síð-
asta hausti, því að með þeim öflu.ðu þeir sér þekkingar,
sem getur orðið frjálsum þjóðum hættuleg, ef þær
halda að sér höndum í þessum efnum.
Þetta er mjög eðlilegt skref af hálfu Bandaríkja-
manna. Sovézk stjórnarvöld fóru aftan að öllum heimi
er þau hófu tilraunir norður í höfum á síðasta ári
meðan setið var á fundum um bann við sprengingum
og allir héldu, að Rússar væru þar heils hugar. Eðli
kommúnista kom þar mæta vel í ljós — þeir tala
fagurt, en sitja jafnan á svikráðum við alla, jafnt þá,
sem þeir kalla vini sína sem aðra, því að hætturnar af
kjarnorkusprengingum bitnar einnig á íbúum þeirra
landa, sem þeir telja sig vilja vernda fyrir öllum hættu-
legum afleiðingum slíkra tilrauna, þegar vesturveldin
eiga í hlut.
Um væntanlegar tilraunir Bandaríkjanna gildir hið
fornkveðna, að sá veldur miklu, sem upphafinu veldur.
Herrarnir í Kreml hófu tilraunir eftir langt hlé — og
nú er keðjuverkunin að koma fram. En hún gefur
kommúnistum einmitt einstakt tækifæri til að færa
sönnur á, hvort þeir vilja í raun og veru hætta kjarn-
orkutilraunum og stíga þar með fyrsta skrefið til af-
vopnunar. Þeir hafa þetta tækifæri á ráðstefnunni í
Genf, sem hefst eftir stuttan tíma, því að ef þeir gera
samning með öruggum tryggingum, hvað eftirlit áhrær-
ir, munu Bandaríkjamenn vafalaust telja sjálfsagt að
hætta við þær tilraunir, sem nú er talað um að hefja.
Kommúnistar hafa oft fallið á afvopnunarprófinu,
en þeir hafa enn eitt tækifæri til að sýna, hvort blíð-
mæli þeirra er alvara eða aðeins blekking til að svæfa
hrekklausar þjóðir, svo að þær uggi ekki að sér og
sovézki björninn geti lagt á þær hramminn.
Koma ekki mótmæli?
Væntanlega lætur friðarsinnadeild kommúnista nú
ekki á sér standa að fordæma þær kjarnorkutilraunir,
sem Bandaríkjamenn segjast hafa í hyggju að fram-
kvæma. Ösennilegt er annað en húsbændurnir austur
í Garðaríki kippi í spottann, svo að sprellikarlarnir taka
viðbragð. Minni tilefni hafa verið notuð.
En heldur ættu friðarsinnarnir að fara vægt í sak-
irnar. Almenningur í landinu er ekki búinn að gleyma
afstöðu þeirra, þegar húsbændur þeirra sprengdu sem
ákafast yfir Novaja Zemlja og Síberíu í haust.
Til vinstri sést, hvernig teiknarinn gerir ráð fyrir, að Oroville-stíflan verði útlits full- 1‘
gerð, en til hægri er sýnt, hvernig ætlunin er að leiða vatnið suður um fylkið. I*
Oft er um það talað, að
Rússar hafi í hyggju að snúa
sumum stórfljótum Síberíu
við, svo þau streymi ekki
lengur norður í Ishaf heldur
falii suður til Aralvatns.
Minna hefir verið um það
talað, að í Bandaríkjunum
hófust fyrir nokkru fram-
kvæmdir við að skapa nýtt
800 km. fljót í Kaliforníu, og
mun það streyma norðan frá
þeim héruðum, þar sem úr-
koma er meiri en þörf e|';fýr:V
ir, og suður til hiinná’ sólríku
dala, þar sem úrkoma er svo
lítil, að jarðrækt er lítt fram-
kvæmanleg án gveitu.
Mesta stífla í heimi.
Vinna við mannvirki þetta
hófst með því, að fylkisstjóri
Kaliforniu, Edmund G.
Brown, setti upp stálhjálm,
eins og námamenn og fleiri
vestan hafs ganga jafnan með
við vinnu sína, og þrýsti síð-
an á hnapp, sem kom af stað
stórkostlegri sprengingu, er
losaði um tugi smálesta af
mold og grjóti, sem þeyttist
ofan í gljúfur Feather-árinn-
ar í Síerrafjöllum. Þar með
var hafin vinna við stærstu
stíflu, sem. Bandaríkjamenn
hafa ráðizt í að reisa og um
leið var hafizt handa um •
framkvæmd mestu vatnsmiðl
unaráætlunar, sem heimur-
inn kann frá að greina.
Stífla, sem hér er um að
ræða, á að heita Oroville-
stífla, og verður hún sannar-
lega stór og mikil: Hæðin
verður 245 metrar og lengd-
in 2,2 kílómetrar. Fluttir
verða 80 milljónir tenings-
metra moldar og grjóts, en
uppistaðan mun mynda
stöðuvatn, sem verður með
270 km. langri „strand-
lengju“. Áætlaður kostnaður
við verkið, sem á að verða
lokið 1968 er rúmlega 424
milljónir dollara.
Úr sköflum fyrir norðan.
Oroville-stíflan verður
mikið mannvirki út af fyrir
sig, en hún er aðeins lítill
þáttur í miklu stórfenglegri
heildarframkvæmd, og þó
mikilvæg undirstaða: Vatns-
miðlunaráætlun Kaliforniu,
sem á að kosta hvorki meira
né minna en 1,7 milljarð
dollara. Áætlun þessi er um
víðáttumikið og flókið net
uppistaðna, fljóta, skurða,
vatnsstokka, og allskonar
vatnsleiðslna, sem flytja eiga
vatn úr hinum bólgnu vatns-
föllum norðan til í fylkinu
— sem 'fá sífellt nægilegt
vatn vegna vetrarrigninga og
bráðnandi fjallaskafla —
suður eftir Sacramento- og
San Joaquin-dölum, yfir
Tehachapi-fjöll og til sól-
brunninna dala Suður-Kali-
forníu.
Brown fylkisstjóri hélt
stutta ræðu. þegar verkið var
hafið: ,Við munum búa tii
800 km. langt fljót. Við ætl-
um að gera það til þess að
leiðrétta tilviljanir á sviði
byggðar, landslags og rækt-
unarskilyrða."
Misskiptlng úrkomu.
Hér er átt við það, að ein-
ungis þriðjungur þeirra 16,5
milljón manna, sem Kali-
forníu byggja, búa á því
svæði. þar sem næstum öll
úrkoma fylkisins kemur til
jarðar f norðurhéru'ðunum
frammi við sjó og uppi til
fjalla), en hinir tveir þriðju
hlutarnir búa í Mið- og Suð-
ur-Kaliforníu, hlýju landi og
þægilegu en næstum vatns-
lausu með öllu. En árið 1972,
þegar framkvæmd þessa
mikla mannvirkis alls á að
verða lokið, munu bólgnar
fjallaárnar norðan til í fylk-
inu ekki lengur streyma
gegnum Gullna hliðið út í
Kyrrahaf, engum til gagns,
heldur munu þær verðaieidd
ar suður um allt fylkið, þár
sem þörf er fyrir vatnið,
meðal annars til landbúnað-
ar og iðnaðar.
Taumhald á trylltri á.
En auk þess sem Oroville-
stíflunni er ætlað að sjá um
vatnsmiðlun, mun hún einn-
ig framleiða orku og girða
fyrir flóðahættu. Þegar vatn-
ið streymir gegnum hgna.
mun það um leið mynda
ork i til að dæla vatninu til
Suður-Kaliforníu — en mill-
jónir kílóvatta munu verða
eftir til annarra þarfa — og
stíflan mikla mun hafa taum-
hald á trylltri Featheránni,
sem oft hefir valdið miklu
tjóni í vorleysingum.
Þótt hér verði mikið unnið,
verður ekki unnið of fljótt
að lausn vatnsvandamáls
Kaliforníu Þróunin er svo
ör í fylkinu, fólkinu fjölgar
svo ört og iðnaður og land-
búnaður fylgist með, að þörf-
in fyrir aukið vatn fer sí-
fellt í vöxt. Þriggja ára
þurrkar hafa haft í för með
sér, að yfirborð jarðvatns er
orðið hættulega lágt
Er því ekki að furða, þót.t
Kaliforníubúar geri sér mikl-
ar vonir með þessum fram-
kvæmdum og kalli þær
„djarflegustu áætlun, sem
gerð hefir verið á friðartím-
um, og þá, sem gefur mesl
framtíðarfyrirheit".
i s • ■ ■ l