Vísir - 05.03.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 05.03.1962, Blaðsíða 2
1 V I S 1 R Mánudagur 5. marz 19.62 mmm W//Æ Ekki óalgeng sjón í hinum oft harkalega leik Víkings og Fram, er Víkingur gerði svo óvænt jafntcfli við Reykjavikurmeistarana 22:22. Það er Erlingur Kristjánsson sem skýtur af línu, en Steinar Halldórsson hefur „fylgt með“. Vftakastið ga1 út um leikinn — en jafntefEi varð er dómarinn dæmdi jiað ógilt Víkingur náði jafntefli í gær við Reykjavíkurmeistara Fram í handknattleik. Víkingarnir áttu þetta fyllilega skilið eftir að hafa sýnt hinum mörgu á- horfendum mun betri hand- knattleik en Framararnir, sem voru yfirleitt of grófir, og hefðu átt að fá mun harðari dóma hjá Frímanni Gunnlaugssyni, sem þó dæmdi þennan vandasama leik mjög vel. Á laugardaginn skoraði Bettý Ingvarsdóttir úr Víking 1500. naark yfirstandandi Hand- knattleiksmóts íslands. Var það skorað í leik Víkings og Vals í meistaraflokki kvenna. Bettý skoraði þetta sögulega mark af allöngu færi og var það eina mark hennar í ósigursleik Víkiniís Það var Víkingur, sem náði yfirhöndinni í byrjun, og Fram- arar ná ekki að jafna fyrr en 6—6, og ná ekki yfirhöndinni fyrr en Ingólfur Óskarsson birt- ist á gólfinu, en hann hafði ekki sézt meðal skiptimanna utan vallar, og var ekki laust við að hlakkaði í sumum Víkingsaðdá- endum, er þessi mikli skotmað- ur sást ekki. Ingólfur breytti taflinu nú talsvert Fram í hag, skorar nú 3 næstu mörk, 11—8 og Guðjón og Ágúst bæta við, 13—8. Var nú komið hálfgert vonleysi í leik Víkings, og ekki voru tvö stangarskot þeirra beint til að örfa þá upp. í hálf- leik var staðan þó orðin 13—11 fyrir Fram, eftir að Víkingar höfðu komið nokkurri ró á leik sinn, leikið fyrir utan vörnina og skorað eldsnöggt. í síðari hálfleik skoraði Rós- mundur, 13—12 og upp frá þeirri stundu var leikurinn all- ur mjög harður og spennandi svo að sjaldan í vetur hafa á- horfendur fengið annað eins tækifæri til að æsa sig, og má segja að enginn 1 húsinu hafi legið á liði sínu í hrópunum. Víkingarnir fengu meiri hlut- ann af þessum hrópum með sér. Fram leiddi leikinn eftir sem áður, en aldrei kom vonleysið frá í fyrri hálfleiknum fram í leik Víkings í þeim síðari, oft jöfnuðu Víkingar, en alltaf tókst Fram að halda forystunni, yfir- leitt eitt mark en stundum tvö. Fram hafði yfir, þar til er fimm mínútur voru til leiksloka, hafði skorað 22 gegn 20 mörkum Vík- ings. Rósmundur skorar 22—21 mjög laglega og þrátt fyrir merki þess að Fram ætlaði að tefja með seinum -leik, tókst Steinarri Halldórssyni að jafna er 3 mínútur voru eftir. Það sem eftir var leiksins var álíka 'að líta yfir völlinn eins og horfa. á ólgusjó. Víkingar töpuðu knettinum út af og Fram hefur leiftursókn, þetta er síðasta mínútan og jafnvel seinni hclmingur henn- ar. Það er brotið á línuspilara Fram og réttlátlega dæmt víta- kast. Ingólfur Óskarsson fram- kvæmir þetta mikilvæga víta- kast, skorar örugglega, Fram- arar fagna ofsalega, en dómar- inn hefur bent á vítapunktinn og fram á völlinn, markið ólög- legt, Ingólfur steig á línuna, og Fram því ekki hlotið bæði hin dýrmætu stig, scm gera þá Fram heldur vonminna í bar- Frh. á 7. „Hann er harður og erfiður leikmaður" — sagðí BBC um Þórólf Um helgina keppti St. Mir- ren við hið ágæta lið Mother- well á útivelli. Leikur lið- anna var mjög góður að sögn BBC- Scottish Home Ser- vice, og margt mjög fallega gert. St. Mirren tapaði enn deildarleik, nú með 1:2, en sigurinn gat fallið hvorum aðilanum sem var í skaut. Motherwell var heppnara að þessu sinni. Þórólfur fekk mikið lof hjá íþróttaþul BBC, sem sagði hann „fljótan og erfið- an hvaða varnarleikmanni sem væri. Sagði þulurinn, að eftir svo góða knattspyrnu, sem St Mirren sýndi að þessu sinni, væri eins gott fyrir Úrslit yngri fbkkanna f Valshúsinu urðu úrslit í Handknattleiksmóti fslands á laugardagskvöld: 2. fl. kv. B Vík—Árm. 8-4 2. fl. kv. B KR—Fram 3-3 3. fl. k. B Víkingur—ÍR 11-7 — B Fram—ÍBK 12-7 — B KR—Ármann 8-7 — B FH—Haukar 11-4 2. fl. k. B FH—KR 18-3 — B Fram—Valur 9-6 Vegna rúmleysis bíður um- sögn um meistaraflokksleik kvenna til morguns, en úrslit þar urðu þessi: M.fl. kv. Valur—Víkingur 14-5 M.fl. kv. FH—Ármann 916 1. fl. k. Fram—Þróttur 18-13 2. fl. k. Valur—ÍR 19-13 Staðan í 1. deiíd L U I T St. Mörk FH ....... 33006 109- 60 Fram .... 3 2 1 0 5 83- 62 Víkingur ..3 1 1 1 3 60- 58 ÍR ....... 2 10 12 41-60 KR ....... 4 1 0 3 2 85- 92 Valur .... 3 0 0 3 0 58-104 Markahæstu einstaklingar: Ragnar Jónsson, FH.......... 32 Ingólfur Óskarsson, Fram, 29 Reynir Ólafsson, KR, .... 28 Birgir Björnsson, FH.......24 Karl Jóhannsson, KR........22 Kristján Stefánsson, FH, .. 18 Örn Ingólfsson, Val ........ 17 Bergur Guðnason, Val.......17 Dunfirmilne að gera sér ekki of miklar vonir, er þeir leika við St. Mirren í bikar- keppninni um næstu helgi. Önnur úrslit urðu þau, að Dundee tapaði enn úr stigum og Rangers græddu tvö, og - eru nú 3 stigum á undan Dundee með 42 stig en ein- um Ieik fleira. Rangers unnu Third Lanark, en Celtic vann Dundee með 3:1. í ensku deildinni urðu þau úrslit merkust og óvæntust, að það enska liðið, sem að undanförnu hefir unnið sér hvað mest álit fyrir góða frammistöðu í Evrópubik- arnum, Tottenham, Iá með 2:6 í Manchester fyrir Man- cester City. Áimann — IS 74:40 Ármann vann stúdenta í körfuknattleik á föstudags- kvöldið með 74—40 og var sá sigur vonum meiri, einkum er haft er í huga að í lið Ármanns vantaði tvo af beztu mönnum liðsins, þá Birgi Birgis og Lárus Lárusson. Sigurinn varð þó mjög stór og jafnframt verðskuldaður. Guðmundur Ólafsson, Davíð Helgason og Ingvar Sigur- björnsson skoruðu flest stig Ármanns, en stigahæstir stúd- entar voru Jón Eysteinsson og Hafsteinn. f 1. flokki unnu ÍR-ingar Ármann með 51—46. Var bar- átta liðanna mjög jöfn og það reið baggamuninn að ÍR-ingar höfðu innan sinna vébanda vel þjálfaðan leikmann, Ragnar Jónsson, hinn kunna hand- knattleiksmenn úr FH, og hann bjargaði stigunum tveim frá því að falla Ármanni í skaut. í hálfleik var staðan 23 '—22 fyrir Ármann. Askrifta- sími VÍSIS er 1-16-60

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.