Vísir - 05.03.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 05.03.1962, Blaðsíða 15
Mánudagur 5. marz 1962. V I S 1 R I GORDOIM GASKILL: 1 1 Morðingi á næsta leiti — Sakamálasaga - I — Það er höfundur kvikmyndasögu, sem segir frá. Hann segir svo frá: „Ég hafði byggt allt á atburði í seinustu styrjöld. Mér gat ekki dottið í hug, að morð- ingi væri á næsta leiti, sem vildi gera harmsöguleik- inn að bláköldum veruleika". ' Þeir, sem koma við sögu: Tony Marsden, sem segir frá ............kvikmyndasöguhöfundur Rennie Rolfe ................................ kvikmyndastjóri John Evans ............................. bandarískur ofursti Konrad Hetzen ......................... fyrrv. þýakur ofursti Odette Roquin ................................ gistihússtýra Auguste Roquin .............................. maður Odette Ninon Narhonne ........................ frönsk „smástjarna" David Douglas ........................... bandarískur leikari Sally Goldbaum ...................%. .. . austurrískt tónskáld Johnny Shaw . .......................... kvikmyndatökustjóri Pierre ........................... vinnumaður á gistihúsinu Bayard ............................ franskur lögreglumaður I. ÞAÐ var komið fram í ágúst. Sól var hátt á lofti, en það var samt ekki heitt í veðri, þótt þetta væri suður við Mið jarðarhaf, þar sem svalvind- ur sá, sem menn þar kalla mistral, fór yfir, og hann var alveg óvanalega svalur. — Loks fannst mér blátt áfram ónotalegt að hafast við leng- ur þama á ströndinni, tók handklæðið mitt, og labbaði heim í gistihúsið, sem var hið eina þarna á Sablien-ey, en þetta er smáey úti fyrir suð- urströnd Frakklands. Pierre, gamli fiskimaður- inn, sem fór í sendiferðir og vann ýmislegt eftir því sem þurfa þótti á gistihúsinu með an ferðamannastraumurinn var, hafði sagt mér, að mist- ral Iségði ekki fyrr en eftir nokkra daga, þetta þrjá, sex eða níu daga. Og ég var að vona, að í þetta skipti yrðu stormdagarnir ekki nema þrír, því að þá yrði þetta hinn seinasti þeirra. Sannleikur- inn var sá, að stormurinn var að gera okkur vitlaus, því að við gátum ekkert aðhafzt meðan þessi læti voru í veðr- inu, og þar af leiðandi var af- leiðingin fjárhagslegt tjón, sem við máttum illa við. Pi- erre gamli hafði annars trú- að mér fyrir, að mistral hefði hin einkennilegustu áhrif á sumt fólk. Það var nú til dæm is konan í Marseille, sem greip exi þegar mistral fór yfir og öxin varð morðvopn í höndum hennar, — en hún var sýknuð. — Tja, sagði Pi- erre, — hún var ekki með sjálfri sér. Það var mistral- vindur, sem hafði þessi áhrif á hana. — Ég heiti annars Tony Marsden, og er frá Holly- wood, og tilheyri þeirri stétt manna, sem semur kvik- myndasögur. Og nú vorum við í Frakklandi að kvik- mynda sögu, sem gerðist þar í styrjöldinni. Myndin átti að heita „Gerum árás á eyna“, — en við gátum sem sagt ekki byrjað á neinu fyrr en hann lægði. Sagan var byggð á atburði sem hafði raunverulega átt sér stað. Ég hafði sjálfur grafið hana upp úr skjölum í hermálaráðuneytinu og það átti að kvikmynda allt eins nákvæmlega og unnt var sam kvæmt því sem raunverulega hafði gerzt. Ég varð að vísu að leggja persónunum orð í munn, en ég held nú, að ef þeir hefðu mátt heyra, hefðu þeir kinkað kolli eins og til samþykkis, að þetta hefðu þeir sagt. En þetta fólk var sem sé fæst á lífi. Kvikmynda stjórinn Rennie Rolfe hafði blátt áfram krafizt þess, að livikmyndin yrði sem raun- .verulegust. Við vorum svo oft búin að heyra stagast á þessu, að okkur var farið að verða óglatt, ef einhver minntist á raunveruleika. Raunveruleiki var samt það, sem hann hafði grætt á — og fært honum tvenn Oscar- verðlaun. Engin furða þótt honum væri orðið kært. Þegar ég nálgaðist gisti- húsið kom Rennie á móti mér og veifaði símskeyti. — Lestu þetta héma, Tony sagði hann sigri hrósandi, — mikill og óvæntur sigur, sem mun gleðja alla strákana. Ég tók símskeytið og las: Tek tilboðinu. Kem á fimmtu- dag. Konrad Hetzen. VARMA PLAST EINANGRTJN Sendum heim. í>. Þorgrímsson & Co. BORGARTTTNI 7 \ SlMl 22235 efnalaugin BJÖRG Sólvollogötu 74. Simi 13237 Bormohlið 6. Simi 23337 — Hver er Konrad Het- zen? spurði ég og lyfti brún- um, — og hvað er það eig- inlega, sem kemur óvænt? — Hver er Konrad Het- zen? Þýzki ofurstinn auðvit- að, svaraði Rennie og barði sér á brjóst. — Þýzki ofurst- inn, sem var við stjórn á Sa- blier-ey. Hann er bráðlifandi og kemur. Hvað segirðu um þetta ? Ég gat ekkert sagt í svip, — svo óvænt var þetta. Gangurinn í öllu var svona: Nóttina fyrir innrás- ina í Suður-Frakkland hinn 15. ágúst 1944 lenti 16 manna Barnasagan Kalli kafteinn Þaö var næst- um átakanlegt að sjá örvænt- ingu prófessors ins yfir þvi, hversu Kalla og Tomma hafði vel tek- izt að koma í veg fyrir ráða- gerðir hans. „Hvað getur hafa komið fyrir plöntumar mínar litlu?" kjökraði hann, „nú snú ast þær hver gegn annarri og éta hver aðra upp til agna. Það voru þó mennirnir, sem þær áttu að éta, en nú haga þær sér svo mannlega, að ég er hræddur um að plöntuheim urinn minn syðileggist áður en hann hefur verið skapað- ur“. „Hm, já, við skulum vona það“, tautaði Kalli, um leið og hann klappaði huggandi á öxl FLJOTANDI EYJAN visindamannsins og leitaði að orðum til að róa hann. Á með- an héldu plönturnar áfram eyðileggingu sinni og réðust á allar aðrar jurtir með of- boðslegri græðgi. Kalli heyrði einhvern kalla á sig og snéri sér við ... „Tíuþúsundhákarl- ar“, hrópaði hann, „þarna kemur meistarinn ... þá er hann loksins orðinn leiður á að bíða eftir okkur. i | I f l\ I PANORAMA- VENDIGLUGGINN lækkar viðhaldskostnað og eykur þægindi. Trásmiðja Gissurar Símonarsonar við Miklatorg. Sími 14380. LÖGFRÆÐINGAR EINAR SIGURÐSSON, hdl. Málflutningur — Fastelgnasala Ingóttsstrætl 4. — Siml 16767. v^Mafþór úmmsm ZjesfurujctUl /7lvnio. óóni 759/0 INNHEIMTA LÖöFRÆ.QISTÖHF MAGNtJS THORLACIUS Aðalstræti 9. — Síml 1-1875. Málaflutningsskrifstofa Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður Bergstaðastræti 14. Simi 24200. • Japanskt skipasmfðafélag hef- ur samið um að smíða átta kaupskip handa Indverjum, og verða þau öll 20.000 lestir að stærð. • Þann 22. marz mun áfrýjun Adolfs Eichmann verða tekin fyrir í hæstarétti Israels. Mun rétturinn fjalla um málið f 4— 5 daga. • Kennedy hefur beðið um helm- ild til að verja 2000 milljónum dollara til opinberra fram- kvæmda, ef afturkippur skyldi gera vart við sig i atvinnulífi iandsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.