Vísir - 05.03.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 05.03.1962, Blaðsíða 16
VISIR Mánudagur 5. marz 1962. ☆ BBii Flugvallarnefnd sú sem skipuð var til að gera tillögur um framtiðarflugvöll liefur nú skilað áliti. Hún leggur til að framkvæmdar verði á þessu ári verkfræðilegar at- huganir og kostnaðaráætlun gerð um lagningu nýs flug- vallar yzt á Álftanesi. Jafnframt leggur nefndin til að gerð verði áætlun um kostnað við endurbyggingu Reyk j aví kurf lugvallar. Er nefndin þeirrar skoðun- ar, að velja eigi Álftanesið til byggingu nýs flugvallar, svo fremi sem kostnaðaráætlun leiði ekki í Ijós að bygging hans verði miklu dýrari þar en annarsstaðar. Nefndin tekur fram að þó athuganir leiði í ljós að byggja beri nýjan flugvöll Kommúnistar biðu mikinn ósigur í gær við stjórnar- kjör í Sveinafélagi pípu- lagningamanna, og hefur það félag þó verið öruggt vígi þeirra um mörg undan- farin ár- Á aðalfundi félags- ins í gær, urðu þeir þó svo greinilega undir; að for- mannsefni lýðræðissinna, Bjarni Guðbrandsson, fékk 27 atkvæði, en frambjóðandi kommúnista aðeins tólf. Sýnir þetta, sem ýmis önnur úrslit kosninga í verkalýðs- félögum að undanförnu, að straumurinn liggur frá kommúnistum og spell- virkjastefnu þeirra. Rannsaka ska! kostnað við Álftanes-flugvöll verði að nota núverandi flug- völl enn um sinn. Verði þá að sjálfsögðu að halda honum við og endurbæta eftir því sem nauðsyn krefur og sjá til þess að ekki verði þrengt að honum með nálægum mann- virkjum á næstu árum. Á uppdrættinum, sem hér birtist sést afstaða núverandi Reykjavíkurflugvallar og hugsanlegs nýs flugvallar yzt á Álftanesi. Þá er.skoðun nefndafinnar að illfært sé að flytjd mið- stöð íslenzkra flugmála til Keflavíkurflugvallar, en hins vegar sé núverandi Reykja- víkurflugvöllur þannig stað- settur að hann inuni verða ó- fullnægjandi í framtíðinni, enda þótt báðar flugbrautir hans verði lengdar um 400 metra út í Skerjafjörðinn. Telur nefndin að flugvöll- ur sem þjóna eigi áætlunar- flugi til og frá Reykjavíkur- svæðinu eigi ekki að vera Iengra frá miðri höfuðborg- inni en 20 km. Ljósmyndari blaðsins tók {ífessa mynd í hinni nýju björtu veðurstofu í flugtum- inum á Reykjavíkurflugvelli. — Á myndinni er morgun- vaktin, Páll Bergþórsson veðurfræðingur, til hægri og aðstoðarmenn hans Halla Guðmundsdóttir og Gísli Sigurbjörnsson, við eitt af vinnuborðunum, sem veður- kortin eru gerð. aammmmmimmmmmmmmmwmmmmmmmmmmifflmmmmimmmmmmmammfflmmmmmaMSMfflafflffifflmmaMfflmBmfflmmm Fimwta vél Loftleiða afhent Fimmta Cloudmaster-flug- vél Loftleiða hefur verið skírð Snorri Þorfinnsson, eft- ir syni Þorfinns karlsefnis, en hann var fyrsti hvíti mað- urinn sem fæddist á megin- landi Norður-Ameríku eins og íslendingasögur skýra frá. Flugvélin sem Loftleiðir hafa keypt af Pan American- flugfélaginu verður afhent félaginu í næstu viku. Hún á að koma að góðu gagni, aðallega þannig, að hún á að vera varaflugvél Loftleiða og koma þannig í veg fyrir þær tafir sem oft hafa orðið á ferðum félagsins. Viðurkenndi ekki staðsetningu Þórs f MORGUN lét úr höfn vest- ur á ísa., í hvassviðri og liríð- arhraglanda brezki togarinn St. Elstan frá Hull. Skipstjórinn 28 ára gamall maður, hafði þá verið dæindur í 230,000 króna sekt fyrir fiskveiðibrot, afli skipsins og veiðarfæri gerð upp- tæk til landhclgissjóðs, en hvorttveggja var metið á 255,000 krónur. St. Elstan var sem kunnugt er af fréttum tekinn að veiðum innan fiskveiðilögsögunnar norður í Húnaflóa fyrir helgina. Var mál skipstjórans rekið fyrir sakadómi ísafjarðar. Fór héðan frá Reykjavík Gísli fsleifsson hrl. til að verja sakborninginn, Dennis Pougher. Skipstjórinn hélt því fram fyrir sakadómi, að hann hefði aldrei farið inn fyrir línuna. Hann kvaðst hafa verið á mörk- unum er varðskipiðkom oghefði hann verið alveg öruggur um að skipherra þess ætlaði aðeins að vekja athygli á því að hann væi alveg á mörkunum. Kvaðst hann þvi ekki getá fallist á stað- setningu varðskipsmanna um að hann hefði vprið fyrir innan línuna. Veður hefði verið hag- stætt og hann haft radarinn í gangi og einnig haft landsýn. Varðskipsmenn töldu sig hafa staðsett togarann örugglega fyr- ir innan línu og hefði togarinn farið lengst inn fyrir hana 1,8 mílu. Sem fyrr segir var Dennis skipstjóri Pougher sekur fund- i inn um ólöglegar veiðar. Afli togarans, 32 tonn og veiðarfæri, voru upptæk gerð til Landhelg- dssjóðs, en hann áfrýjaði dómi þessum til Hæstaréttar. Umboðs maður togarans á ísafirði, Guð- mundur Karlsson, hafði í morg- un sett umbeðna tryggingu vegna máls þessa. og lét togar- inn síðan úr höfn. Kona sú, Ástrós Þqrðar- dóttir, Öldugötu 59( sem lenti í bílslysinu á Kapla- skjólsveginum. miðvikudags- kvöldið 28. febrúar s. I. lézt af völdum meiðsla sinna á 1 augardagsmorguninn. Ástrós heitin var íædd 1904, 26. apríl. Brezk flugvél með 108 manns hrapaði til jarðar í gærkvöjdi nálægt Duala-flugstöðinni í Kamerun, Vestur-Afríku, og er óttast að allir, sem í hcnni voru hafi farist. Þetta var farþegaflugvél af gerðinni DC7C, eign Kaledon- ina flugfélagsins, sem hafði leigt hana Trans-African ,flug- félaginu, og var flugvélin, er slysið varð á leið frá Mozam- bique í Austur-Afríku til Luxemborgar, með viðdvöl m. a. í Duala. Meðal farþega voru 40 Bretar eða Rhodesiumenn, nokkrir Suður-Afríkumenn og fleiri. í útvarpsfrétt frá Suður- Afríku seinast í gærkvöldi var sagt, að stormur hafi verið, er flugslysið varð, og hafi flug- vélin hrapað rétt eftir að hún hóf sig til flugs frá Dualaflug- velli. Kom hún niður í mýr- lendi og var sagt í þessari sömu frétt, að engin tiltök væru að revna björgun fyrr en í birt- ingu, veðurs og landslagsskil- yrða vegna. í síðari fréttum var sagt, og haft eftir talsmanni Kaledonia- flugfélagsins, að ekki væri von- laust, að einhverjir kynnu að finnast á lífi, en það væri þó ólíklegt. Á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.