Vísir - 14.03.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 14.03.1962, Blaðsíða 2
2 VISIR Þriðjudagurinn 13. marz 1962, 2^2 ^ wmm. W///////A Hér Real er Sivori Madrid f að París skora gegn á dögunum eftir sendingu frá hinum enska inni). Bak við Sivori má greina John Charles (til vlnstri á mynd-1 Ferenc Puskas. Sivorí, kiwttspyrnUrprins' Juventus, og gullknötturinn Frá örbirgð til fjár á aðeins þrem árum Argentínumaðurinn Enrique Sivori var nýlega kjörinn bezti knattspyrnumaður Evrópu og fékk afhentan „gullknöttinn", sem þykja að sjálfsögðu mjög eftirsóknarverð verðlaun. Sivori er leikmaður ítalska liðsins Juventus og lék nýlega í París gegn Real Madrid í Evrópubikarnum. Eftir leik- inn, sem og f leiknum sjálfum, sýndi Sivori hið geysilega skap sitt, algjörlega villt og ótamið. Á leiðinni til búningsherbergj- anna réðst hann á Puskas, sem í leiknum hafði haft það hlut- verk að gæta Sivori og gerði það reyndar oft að því er virt- ist nokkuð harkalega. Parola, hinn gamli landsliðsmaður og þjálfari Juventus fékk þó skil- ið kappana. Puskas braut í eitt skipti á Sivori í leiknum og rétti honum höndina, en Sivori sló á móti henni. Áhorfendur höfðu þó samúð með Sivori, sem hvað eftir annað var hart leikinn af varnarleikmönnum Real. Alls óhræddur. Þannig sýnir Sivori sig alltaf, alls óhræddur við andstæðing- Afmælismót Í.R. — Körfu- knattleikur: f.R. gegn úrvali af Keflavíkurflugvelli. Handknattleikur: Í.R. gegn F.H. og auk þess fimleika- sýning drengja úr f.R. inn, hversu stór og sterkur ham>’ 'er, en sjálfur er Sivori mjög lítill vexti. Annað atriði sem sýnir óttaleysi hans er að hann leikur alltaf með sokkana hangandi niður á hæia, líkt og Þórólfur Beck gerði a. m. k, er hann lék með KR. Belgíski útvarpsþulurinn, er lýsti leiknum, sagði að Sivori væri eini stórknattspyrnumaðurinn ; heiminum, er léki án legghlffa Di Stefano gaf eftirfarandi lýsingu á Sivori eftir leikinn í París: Hann er leikmaður, sem er nákvæmur. Hann líkist Stanley Matthews, hvað það snertir að hann getur gert nær hvað sem er við boitann. Þrátt fyrir hið ofsahraða „tempó“, sem at- vinnumenn leika hleypur hann með knöttinn á tánum „í gegn- um“ 3-4 menn eins og það sé það auðveldasta í veröldinni. En hann hefur tvo gaila, sem ræna hann hclmingnum af snilligáfunni. Stundum sýnir hann of mikinn einleik og gleymir öðrum leikmönnum, einnig eyðileggur skap hans mjög fyrir honum, því hann á til að leggja leikmenn í cinelti og láta boltann þá liggja milli hluta, en hefnigirnina ráða. Nútíma Öskubuskuævintýri. Á þrem árum hefur Sivori hafizt upp frá örbirgð til auð- æfa. Móðii; hans, sem var ekkja, rak litla nýlenduvöru- verzlun í Buenos Aires og hafði lítinn tfma til að hugsa um börnin. Félagið River Plate kom auga á Sivori sem gott efni, og áður en varði var hann orðinn meistari f því, sem á erlendum málum er kallað „jarðgöngin", þ. e. að senda boltann milli fóta mótherjans og ná síðan knettinum hinum megin við manninn. Alltaf tókst hinum litla og eldsnögga Sivori ' að' láta andstæðinginn stilla sér þannig upp að hann gæti notað þetta bragð. Þetta bragð notar hann ennþá og það jafnvel hvað eftir annað við sama mann f sama leik. „Jarð- göngin" þykja mjög auðmýkj- andi bragð fyrir þann, sem þau eru notuð á, og Italir eru ekki mikið fyrir að verða að at- hlægi. Þess vegna hefur nafn Sivoris Svo oft verið tengt alls- kyns slagsmálum og ólátum. Hið geysimikla fé er Sivori hefur borið úr býtum fyrir knattspyrnu sína hefur hann lagt í kaup á búgörðum í Arg- entínu handa systkinum sínum. Hann hefur þegar keypt þrjá en tvo vantar og þá hefur hann gefið fjórum bræðrum og einni systur sinn búgarðinn hvoru. Móðir Sivoris er nú flutt til Italíu þar sem hún nýtur auð- æfa sonarins. Þetta hlýjar Itöl- unum ekki hvað sízt um hjartaræturnar og gerir „knatt- spyrnuprinsinn" vinsælan. Til Chile. Sivori verður stærsta nafn- ið f ítalska landsliðinu, sem fer til Chile til heimsmeistara- keppninnar, en Sivori er nú orðinn ítalskur ríkisborgari. Eftir leikinn í París tók hann lestina til ítalfu. Hann er á- kaflega flughræddur og þorir ekki fyrir sitt litla líf að stíga upp í slík farartæki. Það er honum líka áhyggjuefni hvern- ig hann á að halda sér „í formi“ á hinni löngu siglingu til Chile. En þetta er skilyrði, sem ítaiirnir verða að ganga að og þeir telja sig heldur ekki geta án þessa „enfant terrible" knattspyrnunnar verið. Frunt stendur sig hezt prósentvís Margir hafa gaman af að reikna leika í Handknattieiksmóti íslands allt í prósentum og brotabrotum, og hér kemur listi yfir liðin er og leiki þeirra i prósentum. 1. Fram ... 13 3 6 29 st. af 41 70,7% 2. F. H ... 10 1 5 21 st. af 32 65,6% 3. Víkingur ... 10 2 6 22 st. af 36 61,1% 4. Ármann ... 9 1 6 19 st. af 32 59,4% 5. Valur ... 9 2 6 20 st. af 34 58,8% 6. Haukar ... 6 0 5 12 st. af 22 54,5% 7. í. B. K ... 5 1 5 11 st. af 22 50,0% 8. K. R ... 8 2 11 18 st. af 42 42,9% 9. I. R 4 1 10 9 st. af 30 30,0% 10. Þróttur 3 2 9 8 st. af 28 28,6% 11. Breiðablik ... 2 2 7 6 st. af 22 27,3% 12. I. A ... 1 0 3 2 st. af 8 25,0% 13. Njarðvík ... 0 0 1 0 st. 2 0,0% MdggMMK SÝNIR ÁHUGANN í VERKI Ef menn eru að velta því fyrir sér hver íþróttamaðurinn á myndinni muni vera, þá skal það upplýst að það er Sig- urður Sigurðsson, íþróttaþulur, sem sést hér á fyrstu metr- um Skíðalandsgöngunnar 1962, en hann gekk með fyrstu mönnum á laugardaginn var og hafði ekki mikið fyrir eins og sjá má af léttum og glæsilegum göngustílnum og ekki sízt vindlinum sem hann reykti sér til dægrastyttingar. Um helgina var góð þátttaka í Landsgöngunni við skíðaskálana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.