Vísir - 14.03.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 14.03.1962, Blaðsíða 15
BHCVIKudagur 14. marz 1962 VÍSIR 15 9 Moröíngí á næsta leit — . Sakamálasaga — í hellinum — hvers vegna var stungið upp á honum til stefnumótsins ? Jæja, hún gat vitanlega ekki farið í heimsókn í her- bergi hans þar sem maður- inn hennar var alltaf nálæg- ur, — og ótal aðrir höfðu augun hjá sér. Það var eins og Bayard hefði lesið hugsanir mínar. Hann hristi höfuðið og brosti lítið eitt. — Við skulum nú ekki vera of fljótir á okkur og álykta strax að Odette hafi skrifað þennan lappa. Eins og þér sjáið er hvert orð skrifað með upphafsstöfum. Það gera menn til þess að þeirra eigin rithönd komi ekki upp um þá. Og hvers vegna — ef hún hefði skrifað þetta — hefði hún sett O á miðann? Og látið hann vera í vasa hans? Nei, það er sannast að segja miklu líklegra, að ein- hver annar hafi skrifað þetta — ef til vill til þess að leiða grun að Odette, — eða til þess að'koma lögreglunni á villigötur — og þó sennilega í þeim eina tilgangi að fá Þjóðverjann til þess að koma. Eftir nokkra þögn hélt Bay ard áfram: — Kúlan hefur farið alveg í gegnum hinn myrta og lent í sjónum — kannske lent á klettaveggnum og kastast af honum í sjóinn. Maður græð- ir sennilega ekkert á að finna hana, en við skulum samt leita að| henni. Bayard lögreglufulltrúi ætlaði greinilega ekki að láta neitt ógert til þess að leysa morðgátuna. Þegar í gistihúsið kom og Bayard spurði um Odette var honum sagt, að hún væri niðri í þorpinu, — hefði farið í búðir til innkaupa. — Á þessum tíma dags? sagði Bayard og lyfti brún- um. — Allar franskar konur, sem bera virðingu fyrir sér, gera innkaup sín að morgn- inum. En þetta var vitanlega ekki venjulegur dagur á Sa- blien-ey og það varð Bayard að viðurkenna. Auðséð var að stofuþern- an var að springa af óþolin- mæði — hún bjó greinilega yfir einhverju, sem varð að fá útrás. — Það er sagt, herra, að útfararstjórinn vilji ekki taka við líkinu, —■ kannske frúin hafi farið á fund hans til þess að tala við hann og fá hann til þess. Ef þetta var rétt, átti Od- ette allt lof skilið fyrir að ganga í berhögg við almenni- ingsálitið. Ég fann til samúð- ar með henni, því að vafa- laust var þetta gert af góð- um hug gagnvart þeim manni sem hún eitt sinn hafði talið skyldu sína að svíkja. Auguste Roquin, maður hennar, stóð við afgreiðslu- borðið og virtist vera önn- um kafinn við að grúska í einhver skjöl, þegar Bayard kom og bað um lykilinn að herbergi Hetzens. Roquin leit á lyklatöfluna. — Nú, hann er þarna ekki, sagði hann stuttlega. — En nú skal ég opna fyrir yður, sagði hann og náði í varalyk- il. Hann gekk á undan okkur og opnaði fyrir olckur. Það var ekki mikið á því að græða, að skoða herberg- ið og það, sem í því var. Het- zen hafði ekki verið þarna nógu lengi til þess, að her- bergið bæri þess nein merki að ráði. Hann hafði tekið upp úr tösku sinni og raðað fötunum í skúffur af venju- legri, þýzkri nákvæmni. Ilann hafði ekki sofið í rúminu, en þó greinilega lagt sig ofan á það, án þess að taka af því teppið. Á litla borðinu lá kvik myndahandritið, og ég fór að hugsa um, hvort hann hefði rýnt í það. — Dularfullt, Sagði Bay- ard, — þetta með lykilinn að herberginu. Hann finnst hvorki hér né niðri og hann var ekki á líkinu. Hvar er hann? Tók morðinginn af honum lykilinn eftir að hann drap hann ? Og ef hann gerði það — hvers vegna? Íí> - ■ ■ »,i ^ v, Þegar við vorum komnir út úr herberginu skipaði Bay ard svo fyrir, að enginn mætti fara þangað inn. Eft- ir á töluðum við við Johnny Shaw. Bayard hnyklaði brún- ir er hann komst að því, að öllu sem við þurftum á að halda við kvikmyndatökuna, þar með talin vopn og skot- færi, hafði verið hrúgað inn í venjulegt gistihúsherbergi, sem allir virtust hafa að- göngu að. — Hér virðist hver sem er geta gengið út og inn eftir- * > HAFIMARBIO æntir arfur. Kvikmyndin „Óvæntur arfur“, sem sýnd er um þess- ar mundir í Hafnarbíói, er í flokki hinna ensku gaman- mynda, sem í seinni tíð hafa náð miklum vinsældum víða um lönd, vegna þess hve notalega skemmtilegar þær eru, lítið öfgakenndar, en mikið um skemmtileg tilvik og hnittni en um þessar mynd ir er það dg að segja, að nokk ur og helzt góð enskukunn- átta eykur stórlega ánægjuna af að sjá þær, en öllum munu þær þó til skemmtunar. Kvik myndin er gerð eftir skáld- sögunni „Solid, said the Earl“, eftir John Paddy Car- stairs, og fjallar hún um flug mann í bandaríska hernum, sem fær óvæntan arf, auð herrasetur og lávarðstign. — LOGFRÆÐINGAR SUSTAF ÓLAFSSON hæstaréttarlögmaður Austurstræti VJ. — Sími 18354 Sigurgeir Siguijónsson hæstaréttarlögmaður MálfJutningsskrifstofa 4usturstr 10A. Simi 11043 Barnasagan Kalli kafteinn KALLI OG HAFSIAN Kalli starði mállaus af undrun á eftir litla manninum sem hvarf fyr- ir hornið. “Hann er hringavitlaus", hugsaði Kalli. „Fyrst ætlar hann að fá mig til að gera eitthvað fyrir sig og svo sting- ur hann af“ Þegar Kalli komst fyrir hornið, sá hann litla manninn sitja þrjár skipslengd ir í burtu. „Halló", hrópaði hann, „nemið staðar. Þér þurfið ekki að vera svona hræddur." Litli maðurinn hafði ekki fyrr heyrt þessi orð, en hann tók til fótanna á ný. „Ég læt þessa atvinnu ekki hlaupa þannig frá mér“, hugsaði Kalli. „Það væri heimskulegt". Hann hljóp sem mest hann mátti á eftir litla manninum og minnkaði jafnt og þétt f jar lægðina á milli þeirra. Loks ætlaði hann að grípa í flótta- manninn, en þá. slapp hann fyrir hornið á bátahúsi, sem þar stóð og var horfinn. „Þrumur og eldingar", hrópaði Kalli. „Hver fjárinn varð af honum? Þetta er meira en ég get skilið", stundi Kalli lafmóð ur. Og það var svo sannarlega merkilegt, því að það voru hvorki dyr né gluggar á báta- húsinu. Aðalhlutverk eru leikin af Peter Thompson, Noelle Middleton. Gera þau og aðrir hlutverkum sínum góð skil. — Meðal leikara er Harold Lloyd yngri. — Sá eldri var meðal frægustu skopleikara á tíma þöglu kvikmyndanna. — Kvikmyndin er í Eastman- litum. CPI I ID 5aUR Hefi kaupendur að 40— 60 og 150 tonna bátum. SELJUM I DAG: Ford Zodiac 1958, selzt fyrir vel tryggt fast- eignabréf. Comet 1960—1962 óskast til kaups. DeSoto ’53. Skipti óskast á nýlegum 4—5 manna bíl. Corvaer 1960 selzt fyrir kr. 230 þús. Chevrolet hard-top 1959, selzt með veltryggðu fasteignabréfi. Ford Anglia 1957. Falleg- ur bíll. Hef kaupendur að Volks- vvagen-bílum frá 1954— 1958. Ford Zephyr 1955. Falleg- ur bíll. Vill skipta á Ford Taunus eða Opel Record, Opel Caravan, árg. 1959—62. Mismun- ur greiðist í peningum. Chevrolet 1953. Vill gjarn- an skipta á Dodge eða Plymouth 1957—58. Mercedes Benz 220 1955. Samkomulag. Vauxhall 1947—’55. Dodge 1950, 2ja dyra. Góður bíll. Mercedes Benz, díesel 1961 Km. 4 þús. Með eða án krana. Landbúnaðarjeppi ’47, selzt fyrir kr. 45 þús. Morris 1951, fallegur bíll. Vill skipta á Volkswag- en sendibíl. Chevrolet Station 1958. — Vill skipta á 4—5 m. bíl, helzt Volkswagen. Bílamir eru til sýnis á staðnum. BIFREIÐASALAN BORGARTtJNI 1. Símar 18085—19615. Heimasími 36548.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.