Vísir - 14.03.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 14.03.1962, Blaðsíða 4
4 VISIR Þriðjudagurinn 13. marz 1962, Framh. á 10. síðu. Það er margt jfii! J LEIKTJÖLD FYRIR GERYALLT LANDIÐ Svo sem áður hefur verið frá sagt hér í blaðinu í frétt og um- sögn af sjónleiknum Islands- klukkunni, sem Leikfélag Akra- ness sýnir þessa dagana, eru leiktjöldin eftir Lárus Árnason, og notaði fréttamaður Vfsis tækifæri að hitta Lárus að máli þar efra rétt áður en frumsýn- ingin fór fram. Lárus Árnason er enginn ný- liði við leiksýningar á Akranesi, hefur málað fyrir sveitunga sfna tjöld og gert annan sviðs- útbúnað árum saman og reynzt þeim ráðagóður og mikil hjálp- arhella ber öllum saman um hér efra. Eitt sinn fékkst Lárus við útgerð ásamt Jóni bróður sín- um (nú alþingismanni), en ekki stóð það lengi, hann sneri sér aftur að iðn sinni, sem er húsa- málun. í fyrra-sumar og haust dvaldist hann nokkra mánuði við eitt frægasta leikhús og ó- peru Þýzkalands og kynnti sér allt varðandi áhugamál sitt, leik tjaldamálun og leiksviðsgerð, SVEFNRÚLLUR Nýtt frá Ameríku ROLLA CURLER Nylon-skum hárrúilur skapa yður engin óþægindi f svefni. 30 milljón stykki seldust á bandarískum mark- aði á fyrstu 6 mánuðunum. Reynið þessar þægilegu hárrúllur og þér munuð sannfærast. Fást í öllum snyrti- vöruverzlunum og apótekum. HeildverzSun PÉTURS PÉTURSSONAR Hafnarstræti 4. Símar 1 12 19 og 1 90 62. og nú er hann enn á förum út til að sjá og læra meira. Innfæddir og aðfluttir leikarar. — Mig langar að spyrja þig, Lárus, sem ert Akurnesingur í húð og hár, hefur leikstarfsemi hér á Ska'ganum verið stunduð lengi af kappi? — Það er æðilangt síðan far- ið var að setja leikrit hér á svið, löngu fyrr en ég man eftir. Það var mjög fjörug leikstarf- semi hér í gamla daga. Svo dofnaði yfir henni. En fyrir svo sem 15 árum var leikfélagið endurreist, og síðan hefur allt- af verið flutt eitt leikrit eða fleiri á vetri, bæði ,,innfæddir“ áhugamenn og margir aðflutt- ir, sem hér hafa starfað þrátt fyrir erfiðar aðstæður, og þar hafa húsnæðisvandræðin verið erfiðasti þröskuldur. Síðan Bandalag ísl. leikfélaga var stofnað og réð framkv.stj., sem verið hefur Sveinbjörn Jónsson í mörg ár, hefur það annazt mikla fyrirgreiðslu og gert starf ið auðveldara. Verk þess er fyrst og fremst í þágu leikstarf- semi utan Reykjavíkur, bæði sérstakra leikfélaga og ung- mennafélaga og annarra, sem flytja leikrit úti á landsbyggð- inni. - Fáið þigTeikéfjÖrá til áð setja leikritin á svið? — Hvorttveggja er, að leik- stjórar hafa valizt úr okkar hópi, t. d. Sólrún Ingadóttir og Þórleifur Bjarnason o. fl., en þó nokkrir hafa komið hingað fyr- ir atbeina Bandakigsins. Lárus Pálsson æfði og stjórnaði Gullna hliðinu hér. Hildur Kal- man stjórnaði Nýársnóttinni. Þá hafa komið og sett leikrit á svið Gunnar Róbertsson Han- sen, Sveinbjörn Jónsson og Jón- as Jónasson. Og síðast en ekki sízt er að nefna Ragnhildi Stein grímsdóttur, sem hingað hefur komið oftast og stjórnar nú stærstu og viðamestu sýningu, sem hér hefur verið færð upp, Isl Atriði úr kvikmynd, sem tekin var af sýningu Faust á leik- sviðinu í Deutsches Schauspielhaus í Hamborg. Og þama er sjálfur Mephistopheles, sem Gustaf Grundgen leikur, eins og frá segir í greininni. leikfélagið úti um Iand, sem á henni mikið upp að unna fyrir leikstjórn, og fleiri eiga eftir að njóta krafta hennar, þvf að hún er enn ung að árum og fæst helzt við að ferðast milli leik- félaga, hefur lært við beztu skóla í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, nærgætinn og sam- vinnuþýður stjórnandi. að ég færi til Hamborgar, þar dvaldist ég svo hálft ár í fyrra, 4 mánuði við Deutshces Schau- spielhaus og 2 mánuði við'Ham- borgar-óperuna. Tjöld úr plasti. — Hafðirðu í hyggju að heim sækja Þýzkaland eða sér í lagi Hamborg til að kynnast nýj- Deutsches Schauspielhaus. — Þú ert búinn að mála margt tjaldið fyrir leiksýnir.gu hér. Svo þegar þú ert búinn að slíta barnsskónum, leggur þú land undir fót til að læra. — Ég er nú svo sem ekkert gamalmenni, eins og þú sérð, þykist bara vera á bezta aldri, eiginlega nýbyrjaður lífið eftir því sem einhver léttlyndur heimsþekingur og prófessor komst að orði og gaf bók sinni nafn því líkt. En, sem sagt, þegar ég fékk áhuga fyrir að fara utan og kynna mér ýmis- legt f sambandi við leiktjöld og leiksvið, fékk ég boð um það frá innanríkisráðuneyti Vestur- Þýzkalands ,að heimsækja og dveljast við leikhús og óperur ungum á þessu sviði? — Mig langaði einmitt til þess. O'g ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Ég hef komizt að raun um, að Þjóðverjar standa í fremstu röð þjóða í leiksviðs- útbúnaði og Ijósatækni og eru ósmeykir að nota efni til þess- arra hluta. Einkum nota þeir mikið plastefni til að forma hugsanlega muni f stað þess að áður var helzt notað tré, lfka nota þeir talsvert járn og fleiri efni. I óperunni í Hamborg hafa þeir menntaðan mynd- höggvara, sem ekki gerir ann- að en móta fyrir leiksviðið. Ég tel mig hafa lært mikið þessa sex mánuði, sem ég fékk að valsa um og taka þátt í starf- inu eins og mig lysti. Þetta Lárus Ámason við leiktjaldagerð í Deutsches Schauspielhaus í Hamborg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.