Vísir - 14.03.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 14.03.1962, Blaðsíða 10
w VISIR Þriðjudagurinn 13. marz 1962. Viðtal dagsins — Gautur og Sæbjörg í höfninni í gær - óvopnuð. AFVOPNUÐ VARDSKIP - GÆTU ORÐIÐ SKÓLASKiP LANDHELGISGÆZLAN hefur látið taka niður byssurnar á hinum gömlu varðskipum gæzlunnar Gaut og Sæbjörgu. Þeim hefur nú verið fengið ann að starf í þágu skipaflotans en að gæta 12 mílna Iínunnar, enda ógemingur nema þá um hásumarið, og eru þessi gömlu varðskip nú aðstoðarskip við bátaflotann og til þess þurfa þau engar byssur. Loks er svo þess að geta að byssur þeirra voru orðnar svo gamlar og úr- eltai að í þær er hætt að fram- leiða kúlur. En þegar verið var að skrifa þessar linur, mundi blaðamað- urinn allt í einu eftir símtali sem hann átti við gamlan sæ- garp hér i bænum í vetur. - Hann sagðist vilja hreyfa þeirri hugmynd, að opinberir aðilar sem hlut eiga að máli við starf- rækslu sjóvinnunámskeiðanna, færu á fjörur við Landhelgis- gæzluna og Slysavarnafélagið, um það að fá Sæbjörgu gömlu til afnota sem skólabát fyrir ung sjómannsefni. Hann sagði að víst myndi þörf á fleiri slíkum bátum, en hann gat þá ekkert Gauts, en nú þegar hann er ekki heldur 'hlutgengur til gæzlustarfa út við 12 mílna Iinuna, virðist hann vissulega koma til mála. Á þessa hugmynd sægarpsins er minnzt, til þess að hún fari rétta boðleið eiga að máli. iohn Glenn — Framh. af 7. síðu. ur sprengdu geimhylkið frá eldflauginni og hylkið hóf ferð sína eftir sporbrautinni. Sjónpípan ýttist út og hylkið fór sjálfkrafa að hreyfast í þá stöðu sem það skyldi hafa á brautinni kringum jörðina með mjóa endann fram á við. Nú gat ég horft út um gluggann niður til jarðar. Og útsýnið var stórkostlegt. 4 ÉG. gat séð mörg hundruð mílur í allar áttir og sólin skein á hvíta skýjalagða, en á milli þeirra sást í fagurblá haf- svæði. Ég sá einnig Florida- skagann Og suðausturströnd Bandaríkjanna. Ég sá hvar síð- asta eidflaugarþrepið sveif í loftinu um 100 metrum fyrir aftan mig. Ég varð nú að einbeita mér að athugunum á tækjum hylk- isins. Nú fann ég að líkams- þunginn var enginn. Þá heyrði s ég rödd A1 Shepards: - Þú ert lagður af stað í að minnsta kosti sjö umferðir kringum jörðina, sagði hann. Ég var mjög glaður. Ég hefði víst getað farið 17 hringi eða 70 hringi ef ég hefði haft nóg eldsneyti og súrefni með mér. Ég losaði um brjóstbeltið og fór að vinna. Það var margt, sem ég þurfti að gera. Ætlunin var að ég notaði mest af fyrstu hringferðinni til að venja mig við umhverfið og þyngdarieys- ið og að ég aðstoðaði eftirlits- stöðvarnar og radarstöðvarnar allt í kringum hnöttinn í að ná sem beztu sambandi við mig.. 4 leiðinni yfir Atlantshafið. var ég að reyna stjórn- tækin, bæði þau handstýrðu og ! sjálfstýrðu og þau voru í góðu j lagi. \ Ég kom auga á Kanaríeyjar! um 15 mínútum eftir að ég fór i á loft og nokkrum mínútum síðar sá ég vesturströnd Af- ríku. Ég sá mikinn sandstorm og ryk yfir eyðimörkinni. Fyrsta sólarlagið kom yfir Indlandshafi. Það var dásam- Að utan — Framh af 8. síðu. 1 fjötrum svipt burt og búast lega fagur samruni lita, appel- sinugult, gult og purpurarautt báðum megin við sólina. Sólin sjálf var svo björt að ég gat ekki horft á hana nema gegnum svarta litsíu. En það var undarlegt, að þegar sólin var hátt á himninum var ljós hennar bláhvítt líkt og í stóru flóðljósunum á Kanaveral- höfða. Ég gat séð stjörnur jafnvel að degi til, því að þó sólin skini var himinninn svartur. - Tunglið, sem var nærri fullt, glotti til mín í hvert skipti sem ég fór yfir Kyrrahafið. Framh. af 4. síðu. eru einhver vandvirkustu og kröfuhörðustu leikhús og óper- ur þar í landi og á meginland- inu. Allt vildu þeir fyrir mig gera, svo dvölin yrði mér að mestu gagni. Þar var gott að vera. Ég dáist að því, hve náið samband og góð samvinna var þar milli allra deilda leikhúss- ins, hver vildi rétta öðrum hjálparhönd. Ég fékk að taka þátt í leiktjaldagerðinni fyrir það útienda leikrit, sem einna mesta athygli vakti í Hamborg í fyrra, „Beckett", eftir franska leikskáldið Jean Anouilh, og hérna á ég mynd af mér við vinnuborðið í Schauspielhaus. Þetta hús var byggt um alda- mót, þar er alltaf húsfyllir, út- selt löngu fyrirfram á flestar sýningar. „Mephistopheles“ leikhússtjóri. — Þú hefur auðvitað séð margar góðar leiksýningar með- an þú varst þarna, hverjar eru þér minnisstæðastar? — Ekki get ég nú munað hvað það voru margar. Það var úr nógu að velja. T. d. í Schau- spielhaus er leikrit sett á svið því sem næst á 3ja vikna fresti þá 10 mánuði ársins, sem leik- húsið starfar. Af nýjum leik- ritum ber mest á erlendum, en þó eru alltaf öðru hverju kynnt leikrit eftir unga höfunda. En mest þótti mér til koma sýn- ingarinnar á „Faust“ undir leikstjórn Gustaf Griindgen, sem er einmitt leikhússtjóri Deutsches. Schauspielhaus í Hamborg. Sjálfur lék hann Mephistopheles og er líklega frægasti núlifandi leikari í því hlutverki. Þetta er tilkomu- mesta leiksýning, sem ég hef séð, einkum fyrri hlutinn. Enda hefur leikflokkurinn farið frægðarför til annarra landa með Faust, var nýkominn frá sýningum í Moskvu og var að fara til New York, þegar þeir luku síðustu sýningum í Ham- borg. Þá hafði og verið gerð kvikmynd af leikritinu á svið- inu í Schauspielhaus, og hún þykir snilldarverk og fer sig- urför um meginlandið. Alltaf er fullt hús í leikhúsunum í Hamborg og óperunni, venju- legast útselt löngu fyrirfram á öll betri leikrit. Og leikhúsin og óperan eru styrkt ríflega af hinu opinbera. Ég kann ekki að nefna tölur í því sambandi, en það eru hrikaupphæðir, sem koma frá rfki og bæ í bemwn framlögum. Næst til Miinchen. — Ertu svo enn að fara út aftur til Þýzkalands til frek- ara náms? — Já, ég hef aftur fengið boð frá vestur-þýzka innanrík- isisráðuneytinu til nokkurra mánaða dvalar, fer út í lok mán aðarins og þá til Mtínchen, þar sem ieikhúslíf stendur með miklum blóma og þykist viss um að eiga þar góða og lær- dómsríka dvöl. Leiktjöld til dreifingar. — Ferðu þessar ferðir ein- ungis í þágu Leikfélags Akra- ness? — Það er ekki beint á þess vegum, en ég vonast til að geta gert betur fyrir það eftir en áð- ur. En það, sem fyrir mér vak- ir er að kynnast því bezta er- lendis í þessari grein, sem henta mætti fyrir leikstarfsemi hér, einkum úti á landinu, læra beztu aðferðir og nýjungar til að gera tjöld, sem auðvelt væri að koma fyrir á ýmsum stöð- um, flytja á milli staða, þar sem ýmis félög eða hópar setja sama leikritið á svið, svo að verða mætti til að spara hverju einstöku mikið fé og fyrirhöfn. Það stendur áreiðaniega mörgu leikfélaginu úti um Iand fyrir þrifum með starfið, hve dýrt er að búa til tjöld og sviðsút- búnað, þar sem byggðarlög eru ekki það fjölmenn, að aðsóknin geti borgað allan kostnaðinn. Einkum þegar um viðameiri sjónleiki er að ræða, er það víða ofraun, nema með þvl að gerð séu tjöld, sem geti flutzt milli staða, heidur en að hvert félag só að hokrast og basla við að kosta til þeirra hvert út af fyrir sig. Þetta er geysi- lega þýðingarmikið fyrir leik- starfsemina úti um byggðir á íslandi, og því vonast ég til að einhver árangur verði af þessari viðleitni minni. ► Bretar segja, að Day korpor- áll, sem a-þýzkir verðir særðu hættulegu skotsári sl. laugardag, hafi sætt ómannúðlegri meðferð i sjúkrahúsinu eftir uppskurðinn, þannig hafi hann verið yfirheyrð- ur tvcimur klukkustundum síðar. Leysist úr saltskortinum Sennilega leysist salthallærið næstu daga. í gær kom saltskip til Keflavíkur með 700 tonn og má við miklum þjóðfélags- nú í vikunni kemur skip með 2000 legum breytingum. En ef sár- tonn. Upp úr því er reiknað með in eftir stríðið og hermdar- að saltskipin geti komið reglulega verk OAS-samtakanna ná að á 10-14 daga fresti, eins og áður, gróa, þá ber að minnast þess,; sagði Geir Borg frkv.stjóri Kol & að bak við þetta liggur hundrað ára sambúð ev- rópskra manna og Serkja. í Alsír er ekki aðeins aðstaða til að skapa öflugt ríki í Af- ríku og Arabaheiminum, held ur einnig til þess að smíða brú milli Evrópu og Svörtu álfunnar, sem marga stjórn- málamenn og hagfræðinga dreymir um. Salt, er Vísir ræddi við hann fyrir helgina Búið er að taka sýnishorn af sajtinu í verstöðvum um öll Suð- urnes og eigendum þeirra tjáð. að þeir megi fleygja öllu salti, sem grunur leikur á að sé skemmt. Fyrir helgi var rannsakaður salt- farmur í dönsku skipi, sem ligg- ur í Reykjavíkurhöfn. Grunur lék á að það gæti verið skemmt vegna þess að skipið flutti eirgrýti, ó- i unninn kopar, fyrir tveim ferðum. T'rír efnafræðinga. vinna við rannsókn á þessum farmi. sen efnaverkfræðingur út til Spánar og rannsakaði málið. Jafn- framt voru send sýnishorn af hinu skemmda salti til rannsóknarstofa í birgðageymslum Kol & Salt í | bæði í Ameríku og Evrópu. En Reykjavík liggja 2000 tonn af þær komust að airöngum niður- salti. Þar af eru 900 tonn, sem | stöðum. En svo tókst Geir Arne- komu fyrir stuttu og látin voru ofan á eldri farm. Grunur leikur á, að síðari farmurinn hafi verið skemmdur og er þá eins líklegt að sá eldri hafi smitatzt út frá hon- um. Kol & Salt er sennilega eina saltverzlun 1 Evrópu, sem hefur tryggt sig hjá skipafélagi gegn koparskemmdum, en fyrirtækið fékk koparskemmdan saltfarm fyrir níu árum. Þá fór Geir Arne- sen að komast að 'iví, hvernig i öliu iá. Hefur Kol & Salt siðan talið sér nauðsynlegt að vera tryggt gegn skemmdum af þess- um 'öldum. Fyrirtækið gerir skipaleigusamn- 7,a tii langs tíma og veit því ekkert fremur en skipafélagið, sem það skiptir við, hvaða skip verða I flutningunum. Skipafélag- ið hefur enn tryggt sig gegn þessu tjóni líka.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.