Vísir - 14.03.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 14.03.1962, Blaðsíða 16
VISIR Miðvikudagurinn 14. marz 1952 58 TOGAR- AR B NÓTT LANDHELGISGÆZLAN skýrði blaðinu svo frá, að í nótt hefðu 58 togarar verið að veiðum á svæðinu milli Meðallandsbugtar og Látra- bjargs. Voru þeir allir að veiðum utan 12 mílna mark- anna, utan sára fárra togar- ar, sem voru í hólfunum milli 6—12 mílna línanna. Hér var um að ræða íslenzka og er- lenda togara og voru flestir saman 16 togarar út af Garð- skaga. Hitamæia og magnyl MIKLAR annir eru í öllum apó- tekum borgarinnar vegna inflú- enzunnar Það sem einkum hefur sett svip sinn á faraldurinn í sam- bandi við kaup á lyfjum og þess háttar, er að magnylfram- ieiðsla apótekanna hefur vaxið alveg gífurlega. Eins hefur sal- an í hitamælum rokið upp úr öllu valdi. GLOBKE-MYNDIN VAR ILLA SÓTT Sýningum kommúnista á róg- myndinni um dr. Globke er nú lokið í Reykjavík vegna slæmra undirtekta. - Verður nú farið með myndina út á land. Urðu kommar að gefast upp á sýn- ingum hér vegna þess hve illa þær voru sóttar. Myndin var sýnd í Austurbæjarbíói. Voru sýningargestir á flestum sýn- ingum ekki fleiri en svo að þeir hefðu tæplega fyllt fimm bekki. Margir voru komnir þarna af einskærri forvitni vegna umtals sem myndin hafði vakið. ' „Varla búln að ná mér enn, "segir Vala „Ég er varla búin að ná mér enn eftir viðtökurnar á frumsýningunni á laugardags kvöld,“ sagði Vala Kristjáns- son í stuttu viðtali við frétta- mann Vísis í morgun. - En nú eru búnar tvær sýningar í viðbót. Voru fagn- aðarlætin eins mikil á þeim? - Ekki alveg jafnhrikaleg. En samt feikigóð. Mig ór- aði aldrei fyrir öðru eins og þessu. — Þér virtust svo örugg á sviðinu. Funduð þér virkilega ekki til neins sviðsótta? — Nei. Það get ég varla sagt. Satt að segja líður mér bara vel, þegar ég er komin fram í sviðsljósið. Svo tók maður auðvitað fyrirfram á öllu sínu til að fyrirbyggja, að taugaóstyrkur yrði fjötur um fót. Og undirbúningurinn hjá Larsen leikstjóra var svo rækilegur, að manni fleygði fram. Ég hef lært svo mikið þessa fáu mánuði, að það er á við heils árs leiknám. - Hvenær byrjuðu æfing- arnar? - Samlestur hófst fyrir jól. Svo í janúar var farið að prófa okkur Snæbjörgu Snæ- bjarnar, Sigurveigu Hjalte- sted og mig, en æfingar byrj- uðu auðvitað ekki fyrir al- vöru fyrr en Larsen kom. Ég hef verið í söngtímum hjá Vincenso Demetz í vetur og ætla að halda áfram hjá hon- um. — En ætlið þér ekki að leggja leiklistina fyrir yður? Hafið þér fengið einhver önn- ur tilboð um hlutverk? — Ég hef ekki tekið neina ákvörðun enn. Mér þykir frekar trúlegt, að mig langi til að kynnast leiklistinni nánar. Þá mundi ég ganga á leikskóla í Danmörku. Til- boð? Nei. Það er nógur tím- inn. Annars veit ég, að tals- vert er um möguleika í sam- bandi við söngleikina, sem njóta gífurlegra vinsælda víða um lönd og mörg góð leikhús setja nú á svið hvert leikár. Við sjáum hvað setur. Flenzan heggur stór skörð hjá sjémönnum Vala Kristjánsson. Wwwwywwwyyvvyw ÁHRIFANNA frá inflúenzufaraldr- inum gætir nú í vaxandi mæli f at- vinnulífinu, og kemur þar nú all- hart niður á bæði sjómönnum og fólkinu sem í hraðfrystihúsunum vinnur. Það hittist t.d. illa á, að á Akranesi varð síðastl. sólar- hringurinn bezti afladagurinn á vetrarvertíðinni. Komið er ágætt veður á miðum Akranesbáta og voru 22 bátar á sjó í gær og reyndist samanlagður afli þeirra 26 tonn. - Hæstur var Höfrungur sem fékk 22 tonn af ýsu í nótt. Hæstir línubáta voru Skipaskagi og Sigurfari með rúm 17 og 18 tonn hvor. Nú eru 12 Akranesbátar á línu, ep 9 rpeð net. Inflúenzunnar verður nú mjög vart meðal starfsfólks hraðfrysti- húsanna þar í bænum og eru svo mikil brögð að þessu að ekki verð- ur hægt að vinna fiskinn með svip- að því eins miklum afköstum og ella. Ekki eru mikil brögð að fienzu meðal sjómanna. Hér í Reykjavík gætir flenzunn- ar á sviði atvinnulífsins og sem dæmi um það má geta þess, að íslendingum bvkir vænst um svertingjadansmeyjar Þeir vilja fá svertingjastúlkur til að syngja á íslandi. Þeim ltkar svo vel við svertingja. Þetta er ein af þeim upplýsing- um sem brezka blaðið Observer tirtir á sunnudaginn um ásókn ís- Iendinga í enska skemmtikrafta. Blaðið segir frá þvi að Yasmin sem gleypir eld sé farin til Islands til að skemmta þar í Klúbbnum. Enniremur sýnir Observer aug- lýsingu er birtist fyrir nokkru í ensku tímariti, þar sem Klúbbur- inn auglýsir eftir skemmtikröftum. Klúbburinn og Haukur. Þessi auglýsing varð þess vald- andi að margir enskir dægurlaga- söngvarar, fimleikamenn og dans- arar fóru að hugsa sitt ráð, hvern- - WÁNTSD FOP. ICEtAND CABAKET KLUBBURINN RESTAURANT, REYKJAVIK Viíuai Fem«le Acts and Exotk Dancors <500D SALARY, HARIsS AND FULl 0OARD gNOAGEMENTS FOR ONK MONTH OR MOR6 Appíy wittt photot *mi , • J.. OAARV HcQONALD, S ILSAACOM8E fLATS. MAAIHÁLSEA AG»„ LÖNDON, S.E.I. Hpf OÞM ig það væri að leita sér að at- vinnu uppi á íslandi. Og menn veltu þvl fyrir sér hvernig staður Klúbburinn væri. Þeir fengu þær upplýsingar, að Klúbburinn væri fyrsta flokks staður. Og bráðlega mundu þeir eftir Hauki Morthens, sem dvaldist um tíma úti í London. Haukur er íslendingur. Gott kaup. íslendingarnir vilja gjarnan fá nektardansmeyjar. Og helzt af öllu vilja þeir svertingja. Byrjendur geta fengið 50 sterlingspund á viku og flugferðirnar fram og til baka. Það gengur sú saga, að ungar stúlkur geti gengið inn í skrifstof- una hjá Icelandair í Piccadilly og sagt: - Ég er listakona á leið til íslands og þá fær hún farmiða undir eins. Guðmundur Guðmundsson verk- stjóri í hraðfrystihúsi Isbjarnarins sagði í morgun, að þó verið sé að ráða á hverjum degi fólk til starfa þá fjöigar því ekki neitt, svo ört veikist það nú hina síðustu daga. Fréttaritari Vísis í Hafnarfirði sagði að afli þar hefði verið mis- jafn. Hæsti netabáturinn Fákur var með 19 tonn, en hæsti línu- báturinn um 4 tonn. Frétzt hefur að svo mikil inflúenza hafi gripið um sig á einum Hafnarfjarðartog- aranna, sem er á veiðum, að um helmingur áhafnarinnar væri uppi standandi. I Hafnarfirði hefur inflúenzan herjað svo á sjómenn, að erfiðlega hefur gengið að halda bátum úti, því ekki eru menn tilkippilegiri í skiprúm. Niikill sinueidur i Engidul í gær Hafnarfirði. - Undanfarið hafa sinubrunar í Hafnarfirði og ná' i grenni verið tíðir mjög. í gær- Cdag var hringt til slökkviliðsins; (hér og var í símanum lítill drengur. Hann kvaðst ásamt fleiri strákum hafa kveikt sinu- eld í Engidal og væri eldurinn mjög bráður. Strákamir væru; stokknir burtu, en sjálfur1 kvaðst drengurinn hafa fórnað úlpunni sinni við tilraun sínal til að hefta útbrciðslu eldsins. Sigurður Gíslason slökkviliðs-; stjóri fór með bíl á vettvang og var sinueldurinn fljótlega kæfður. Sigurður slökkviliðsstj. bað, að foreldrar barna í bænum brýndu það fyrir börnum sín- um að sinueldar geti auðveld- !lega orðið óviðráðanlegir fyrir börn og valdið stórtjóni. ; MAÐUR nokkur sem var á ferð- inni um Suðumesjaveg i morgun, kom að máli við blaðið nokkru fyrir hádegið, út af því sem hann kallaði furðulega nteðferð á mik- ilvægu hráefni til fiskframleiðsl- unnar. Hann kvaðst hafa átt leið suður um Stapa um klukkan 8.45 í morg- un. Þá var logn á veginum, og lá dimmt rykský yfir veginum og var stundum ekki nema nokkurra metra skyggni fram fyrir bílinn. Þar á Stapanum komu út úr ryk- kófinu þrír vöruflutningabílar all- ir með saltfarm á leið suður f Grindavík. Ekkert var yfir saltinu, sem vafalítið á að fara til söltun- ar á fiski þar syðra, sagði heim- ildarmaður blaðsins. En slík með- ferð á matvöru sem þessi á saltinu hiýtur að brjóta í bága við allar reglur urn saltfiskframleiðslu og um það þarf enginn að efast að þegar göturykið f saltinu þornar, muni það segja til sín á ýmsan hátt. Salt þetta er losað úr skipi sem nú liggur í Keflavíkurhöfn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.