Vísir - 14.03.1962, Blaðsíða 8
8
VISIR
Þriðjudagurinn 13. marz 1962.
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjórar: Sverrir Þórðarson, Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur: Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla: Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði.
1 lausasölu 3 kr. eint. - Sfmi 11660 (5 lfnur).
Prentsmiðja Vfsis. - Steindórsprent h.f. - Edda h.f.
Erfiðleikar togaranna
Síðustu árin hefir togaraútgerð lands-
manna átt við mikla erfiðleika að etja, svo
að vart verður líkt við annað en örðugleika
á verstu kreppuárunum á f jórða tug aldar-
innar. Kemur þetta bezt fram í því, að mörg
ágæt skip hafa legið bundin mánuðum og
jafnvel árum saman, en útgerðarfyrirtæki
hæjarfélaga hafa hvert af öðru orðið að gef-
ast upp þrátt fyrir margvíslegar tilraunir
til að halda togurunum úti.
Þótt heyrzt hafi raddir um, að við eigum
að hætta útgerð togara, þar eð hún borgi
sig ekki, munu fleiri þeirrar skoðunar, að
við eigum ekki að fordæma þessi atvinnu-
tæki, þótt eitthvað blási á móti í bili. At-
vinnuvegir fslendinga eru einhæfir — en er
ástæða til að gera þá enn einhæfari með því
að uppræta einn þátt þeirra, sem talinn var
hinn mikilvægasti áður og færir þjóðinni
enn tugi eða hundruð milljóna króna til ráð-
stöfunar árlega? Slíkt er fráleitt og ekki
vottur annars en hættulegrar þröngsýni,
enda liggur í augum uppi, að það eru að-
gerðir okkar sjálfra, sem eiga mikla sök á
því, að togurunum er fyrirmunað að fá eins
mikinn afla og áður.
Togarafrumvarp ríkisstjórnarinnar er í
aðalatriðum á þá leið, að breyting verður
gerð á hlutatryggingasjóði bátaútvegsins,
svo að honum verði í senn veitt aukin vernd
fyrir misnotkun og hann geti jafnframt
komið togurunum að gagni. Jafnframt mun
ríkissjóður leggja fram stórfé, 37,5 milljónir
króna, til stofnunar togaradeildar við sjóð-
inn, svo að honum verði kleift að sinna meira
hlutverki framvegis en undanfarið. Bætur
fyrir 1960—61 munu nema um 60 millj. kr.
skv. frumvarpinu.
Það er táknrænt fyrir nauðsyn þess, að
togaraútgerðinni sé hjálpað, að st jórnarand-
staðan treystir sér ekki til að mæla því gegn,
að þörf sé á hjálp við togarana. Andstæð-
ingar ríkisstjórnarinnar segjast bara ekki
vilja „fórna“ bátaútveginum fyrir togar-
ana. Slíkt, er vitanlega ekki verið að gera,
enda mundi stuðningsflokkum ríkisstjórn-
arinnar sízt koma það til hugar. Störf
stjórnarinnar hafa frá öndverðu miðazt við
hag allra stétta og atvinnuvega og svo mun
og verða í framtíðinni. Aðstoðin við togar-
ana er góð sönnun þess.
Ky nþátta va ndamál
Alsír og Afríku
Vegna þess, hve samband-
ið hefur verið náið milli
Frakklands og Alsír og vegna
þess að stríðið í Alsír hefur
orðið miklu harðvítugra en
aðrar þjóðfrelsisbaráttur í
Afríkulöndum hefur mönnum
oft láðst að athuga það, að
Alsír-stríðið er aðeins einn
þáttur í miklu víðtækari þró-
un.
Þar sem sjálfstæði Alsír er
nú á næsta leiti þá er kom-
inn tími til að virða vanda-
málið fyrir sér í Ijósi hinnar
sögulegu þróunar, þ. e. með
tilliti til afnáms nýlendu-
stefnunnar og í sambandi við
þá stöðu, sem Alsír hefur í
Afríku.
★ Kynþáttavandamál.
Bak við hinar heitu ástríð-
ur og blóðsúthellingar síð-
ustu sjö ára í Alsír liggur erf-
iðasta viðfangsefnið í sam-
bandi við upplausn nýlendu-
veldanna, það er kynþátta-
vandamál, sem myndast við
það að evrópskir landnemar
hafa flutzt til landsins í stór-
um stíl.
Hvernig á að tryggja það,
að níu milljón Serkir geti lif-
að í friðsamlegri sambúð við
eina milljón EyrðþuftSSííná'/
sem hafa fram að þessu haft
öll völd og sérréttindi í ‘líf-
inu? Og saman við þetta
kemur vandamálið, - hvern-
ig geta Serkirnir lifað í land-
inu án þessara evrópsku inn-
flytjenda.
★ Sama vandamál víða.
Hér í Bretlandi verðum við
þess nú æ meir varir, að
þetta vandamál er ekki ein-
ungis takmarkað við Alsír.
Þess vegna gætir víða í Af-
riku og sérstaklega niður eft-
ir allri hrygglenjgju svörtu
álfunnar í Kenýa, í báðum
Ródesíunum og loks í Suður-
Afríku. Þeim mun eldra sem
hið evrópska landnám er, þvi
erfiðara verður að leysa
vandamálið.
í Suður-Afríku er landnám
Evrópumannanna elzt og þar
neita landnemarnir að fram-
kvæma neina breytingu. Suð-
ur-Afríka varð sjálfstætt ríki
mörgum árum áður en það
fór að blása með breyttri
vindátt yfir álfuna og þeir
byggðu þetta ríki sitt á hvít-
um yfirráðum.
Þeir hafa snúizt gegn þjóð-
ernisstefnu svertingja með
harðri gagnþjóðernisstefnu
hvítra manna, Afríkaaner
þjóðernisstefnu, sem á ræt-
ur sínar langt niðri* í erfða-
3. grein Sylvoin
iængeot, frétta-
ritora VÍSIS í
London, um Alsír
venjum hollenzku landnem-
anna eða Búanna eins og þeir
voru kallaðir. En samkvæmt
þeim eru svartir Afríkubúar
fordæmdir og þeim útskúfað
sem annars flokks borgurum.
★ Hluti af Frakklandi.
í Alsír er næstelzta ev-
Jópska landnámið. Og í
4undrað ár hefur landinu ver-
ið stjórnað eins og hluta af
Frakídandi. Engin sambæri-
leg nýlendustjórn hefur ver-
ið í neinu öðru Afríkulandi.
Að vísu voru mörg göt á
hinum gömlu frönsku hug-
myndum um fullkomin borg-
araréttindi, en þær hafa þó
sett mark sitt á þjóðemis-
stefnu Serkja.
Útlendingar, sem komizt
hafa í kynni við helztu leið-
togana í útlagastjóm Serkja
hafa orðið undrandi yfir því,
hve franskir þeir eru að öll-
um viðhorfum og hugsunar-
hætti.
Þegar þeir ræða hvað muni
gerast eftir að sjálfstæði er
náð, þá heyrir maður hug-
myndir, sem foringjum ann-
arra Afríkuþjóða kæmi aldrei
til hugar að velta vöngum
yfir.
Þeir hafa til að bera stjórn-
málaþroska og gera sér full-
komlega ljóst, að þeir þurfa
að glíma við mikil og erfið
vandamál bæði í innanríkis-
og utanríkismálum.
★ Vilja samstarf Frakka.
Þeir viðurkenna til dæmis,
að ef þeim eigi að takast að
bæta lífskjör hins serkneska
almúga þá verða þeir að fá
alla í lið með sér. Til þess
verða þeir að tryggja náið
samstarf við Frakka og eins
marga evrópska íbúa lands-
ins og hægt er að fá til að
vera um kyrrt í landinu.
Eitt er víst, að Alsír-til-
raunin mun hafa víðtæk á-
hrif í öllum öðrum löndum,
sem eiga við kynþáttavanda-
mál að stríða.
Ef vopnahléinu fylgir að-
eins öngþveiti og öfgamönn-
unum í báðum tjaldbúðum
tekst að hindra gott samstarf
Frakka og Serkja á millibils-
tímum, þá er það víst, að
hvítu landnemarnir í Ródesíu
munu harðna um allan helm-
ing í mótspymu sinni við
vald brezku stjómarinnar.
Ef hótanir OAS-samtak-
anna hins vegar hjaðna nið-
ur og gott samstarf tekst
milli Frakka og Serkja, þá
mun það hafa heillavænleg
áhrif til lausnar kynþátta-
vandamálunum í Kenýa og
Ródesíunum tveimur.
★ Öflugt Afríkuríki.
Hitt er og þýðingarmikið
ef tilraunin tekst vel og sjálf-
stætt Alsír rís upp án meiri-
háttar óhappa, að þá mun ný
og björt stjarna rísa á hinni
afrísku himinfestingu.
í dag er Alsír efnahagslega
vanþróað og stjórnmálalega
í upplausn. En á afrískan
mælikvarða er Alsír fjöl-
mennt og auðugt land.
Auðvitað verður gömlum
Framh. á 10. síðu.
Mikið hatur hefur kviknað milli kynþáttanna í Alsír, hinna innfæddu Serkja og evrópsku
landnemanna. Þessi mynd var tekin í Arabahverfi Algeirsborgar fyrir nokkm, þegar serk-
neskir íbúar fóru í mótmælagöngu.