Tölvumál - 01.09.1986, Page 4

Tölvumál - 01.09.1986, Page 4
VIÐ TÖKUM AFTUR UPP ÞRÁÐINN Með þessu tölublaði hefst nýtt starfsár hjá Skýrslutækni- félaginu. TÖLVUMÁL taka nú upp þráðinn þar sem honum var sleppt á síðastliðnu vori. Það er til marks um kraftmikla starfsemi félagsins að frá útkomu siðasta tölublaðs hefur Skýrslutæknifélagið haldið velheppnaða kynningu á tölvunámi og staðið fyrir stórgóðri norrænni ráðstefnu fyrir stjórnendur fyrirtækja. Á kynningu félagsins á tölvunámi komu 600 manns. Eftir þær góðu undirtektir, sem kynningin fékk er mikill hugur i stjórn S± að gera hana að árlegum atburði. Ráðstefnan ISDATA var haldin i lok ágúst. Framkvæmd hennar var i hæsta gæðaflokki og lofar góðu um framhaldið. Áform eru um að ráðstefnan verði framvegis haldin á þriggja ára fresti. Starfsáætlun Skýrslutæknifélagsins er nú með talsvert öðru sniði en áður. Upplýsingatæknin teygir arma sina inn á sifellt fleiri svið þjóðfélagsins. Þeir þjóðfélagshópar, sem nota tölvur og upplýsingavinnslu í starfi sínu eða hafa áhuga á einhverjum þætti hennar verða sifellt ólikari. Til þess að ná til hinna óliku hópa og gefa sem flestum kost á starfi við sitt hæfi verður nú reynt að fara nýjar leiðir. Stjórnin mun eftir megni beita sér fyrir stofnun deilda eða hópa með sameiginlega hagsmuni eða sömu áhugamál. Þessi stefna táknar tilraun til að dreifa starfinu og ná jafnframt til fleiri einstaklinga með efni sem þeir hafa áhuga á. Starfið i vetur verður einkum byggt á ráðstefnum um nokkur ólik efni. Þær verða haldnar i samvinnu við ýmsa aðila utan félagsins. Sem dæmi um efni sem ætlunin er að fjalla um í vetur má nefna tölvunet, framleiðslu hugbúnaðar, einkatölvur, tölvukennslu i skólum og fleira. Þrátt fyrir þessar nýjungar verða félagsfundir haldnir áfram á svipaðan hátt og verið hefur. Fyrsti 4

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.