Tölvumál - 01.09.1986, Page 5
félagsfundurinn verður haldinn siðar i þessum mánuði, eins
og fram kemur á félagsmálasíðunum hér í blaðinu.
Þar sem enn hefur ekki verið gengið endanlega frá
starfsáætlun vetrarins og eftir er að ræða við ýmsa af
þeim aðilum, sem leitað verður samstarfs við er ekki
tímabært að fjalla frekar um starf vetrarins að þessu
sinni. Það verður gert í októberblaðinu.
TÖLVUMÁL hafa að sjálfsögðu mikilvægu hlutverki að gegna í
þessu starfi. Eins og í fyrra mun blaðið koma út
reglulega 10. - 15. hvers mánaðar fram í maí á næsta ári.
Þetta blað er reyndar aðeins síðar á ferðinni þvi starfið
hófst ekki fyrr en 1. september.
Enn sem fyrr stendur blaðið öllum félögum tölvumanna opið.
Við birtum fundarboð og tilkynningar þeirra, ef þær eru
sendar til TÖLVUMÁLA. Tilkynningar þurfa að berast okkur
i siðasta lagi fyrsta mánudag i þeim mánuði sem þær eiga
að birtast.
Ritnefnd TÖLVUMÁLA sendir lesendum bestu kveðjur og óskar
eftir góðri samvinnu i vetur.
Ritnefnd TÖLVUMÁLA
Stefán Ingólfsson
5