Tölvumál - 01.09.1986, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.09.1986, Blaðsíða 14
starfsfólki á skrifstofum stöðugt farið fjölgandi. Væri aukningin nokkru meiri en næmi fjölgun vinnandi fólks i landinu. Greinarhöfundur dró þá rökföstu ályktun af þessari þróun að skrifstofufólk þyrfti ekki i bráðina að óttast um atvinnuöryggi sitt vegna tölvuvæðingarinnar. Niðurstöður Roachs renna nú stoðum undir það. Þrátt fyrir að tölvuvæðingin hafi komið illa við ákveðnar starfsstéttir hefur hún til mótvægis skapað ny verkefni meðal annarra starfsgreina. Þessi þróun hefur án efa verið hliðstæð hér i Evrópu og vestanhafs, þó að ekki liggi fyrir um það tölur. Hér á landi dylst mönnum varla að þær miklu fjárhæðir, sem fjárfest hefur verið i tölvum og tölvukerfum hafa ekki skilað arði i samræmi við tilkostnað. Ástæður fyrir lélegum árangri Menn greinir nokkuð á um ástæður þess hversu litill árangur hefur náðst með tölvuvæðingunni. Þó eru flestir stjórnendur á einu máli um að tölvunotkun sé óhjákvæmileg hjá þeim fyrirtækjtim, sem stefni að góðum rekstrarárangri. Ein af þeim ástæðum, sem menn telja að vinni gegn framleiðniaukningu, er að óarðbær vinna á skrifstofum hefur aukist. Með óarðbærri vinnu er meðal annars átt við ymis konar skyrslugerð, sem opinberir aðilar hafa lagt á herðar fyrirtækja. Þá má nefna vinnu, sem beinlinis er tilkomin sökum tölvutækninnar. Ýmsir hagfræðingar benda á fyrirbæri, sem þeir nefna x-óvirkni (x-inefficiency). Harvey Liebenstein hagfræðingur skilgreinir x-óvirkni sem þann skort á virkni (efficiency), sem kemur fram þegar fyrirtækjum tekst ekki að nyta sér að gagni þau tæki og mannskap, sem þau hafa til rekstrarins. X-óvirkni gætir að einhverju marki i flestum fyrirtækjum. Þegar stjórnendur eru ekki nægilega virkir hefur það oftast einnig áhrif á undirmenn þeirra. Þá gætir x-óvirkni um allt fyrirtækið. Enn einn þáttur, sem dregur úr afrakstri tölvu- væðingar er léleg nyting tölvanna sjálfra. Mjög margar einmenningstölvur standa til dæmis ónotaðar mestan hluta vinnudagsins. Kannanir benda til að þessi tæki séu til jafnaðar i notkun hálfan annan 14

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.