Tölvumál - 01.09.1986, Page 17

Tölvumál - 01.09.1986, Page 17
framleiðslu, sölumálum og öðrum þáttum, sem máli skipta i rekstrinum. Þetta jafngildir þvi að nú er unnt að fækka yfirmönnum frá þvi sem verið hefur. Enn hefur þó orðið óverulegur árangur hvað það varðar að draga úr yfirbyggingu fyrirtækja á vesturlöndum. Sérfræðingar telja, að 20%-30% af stjórnendum bandariskra fyrirtækja sé ofaukið. Máli sinu til stuðnings vitna þeir til japanskra fyrirtækja, en þau hafa mun færri stjórnendur en gerist i Bandarikjunum. Ekkert bendir til þess að hér á landi hafi orðið betri árangur en i Bandarikjunum hvað það varðar að einfalda stjórnfyrirkomulag fyrirtækja með tölvunotkun. Þá skapar tölvutæknin fyrirtækjum möguleika á þvi að byg<?ja UPP liprara stjórnfyrirkomulag en gerist nú. Endurskipulagning fyrirtækja getur orðið mun auðveldari en verið hefur. í þessu sambandi má benda á að risafyrirtækið IBM hefur á undanförnum árum gert gagngerar skipulags- breytingar. Svo virðist sem fyrirtækið hafi farið auðveldlega og átakalitið i gegn um breytingar, sem minna tæknivæddum fyrirtækjum hefði reyst ofviða. Stjórnendur hægfara Þrátt fyrir að afrakstur tölvuvæðingarinnar hafi hingað til reynst rýrari en menn dreymdi um fyrir einum til tveimur áratungum eru til mýmörg dæmi um snjallar og áhrifarikar lausnir. Þegar róttækar tæknibreytingar ganga yfir heiminn krefjast þær oft þess, að grundvallarbreytingar verði á lifsviðhorfum og sjónarmiðum fólks áður en hin raunverulega þyðing þeirra kemur i ljós. Þær upplýsingar sem könnun Stephen Roach hefur leitt í ljós um ávinning tölvuvæðingarinnar syna okkur ef til vill helst hversu langan tima við þurfum til að fella tölvutæknina inn i tilveru okkar og ná fram kostum hennar. Þegar Jóhann Gutenberg hafði komið fram með hina byltingarkenndu prenttækni sina, sem markaði upphaf að mestu uppiysingabyltingu allra tima, liðu áratugir þar til hið prentaða mál varð að hversdagslegum 17

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.