Tölvumál - 01.09.1986, Síða 18

Tölvumál - 01.09.1986, Síða 18
veruleika. Ef til vill er svipað farið með tölvu- tæknina. Möguleikar hennar kunna að vera mun meiri en okkur hefur þrátt fyrir allt grunað og notkun hennar kann að gæta mest á sviðum, sem menn sáu ekki fyrir i upphafi. Stjórnendur fyrirtækja hafa að miklu leiti haft i hendi sér ákvarðanir um þróun tölvutækninnar og hagnytingu hennar. Reynslan bendir til þess að þessi hópur hafi enn ekki náð tökum á tækninni. Sérstaklega virðast þeim vera mislagðar hendur þegar kemur að lausn verkefna, sem standa þeim nærri. Ef til vill verður hin raunverulega tölvubylting i skrifstofutækni ekki fyrr en ný kynslóð stjórnenda hefur tekið við af þeim, sem nú fara með völdin. Litil ástæða er til að ætla að islenskir stjórnendur standi bandarískum stéttarbræðrum sínum framar. Þvert á móti er vitað að ákvarðanataka um tölvukaup hér á landi byggist oft á ófullkomnari vinnubrögðum en tiðkast vestanhafs. Ekki liggur fyrir samanburður á tölvukerfum, sem hönnuð eru hér á landi, og erlendum kerfum. Svo mörgum atriðum er þó augljóslega ábótavant hérlendis að likur benda til að gæði þeirra séu oft lítil. Frá þvi eru þó að sjálfsögðu undantekningar og nokkur fyrirtæki standa mjög faglega að verki. Menntun tölvumanna er almennt lélegri hér en í Bandarikjunum. Þar i landi hafa meira en 80% þeirra starfsmanna, sem vinna við tölvur háskólamenntun. Verðlagning ýmissa hugbúnaðarfyrirtækja hér á landi, sem selja vinnu forritara með fárra ára starfsreynslu og litla sem enga sérmenntun er oft með ólíkindum. Mörg þeirra krefjast þóknunnar fyrir selda forritunarvinnu, sem er mun hærri en greitt er fyrir þjónustu verkfræðinga með sex ára háskólanám og áratuga starfsreynslu. Setja verður spurningamerki við hæfni þeirra stjórnenda, sem koma sér i þá aðstöðu að þurfa að kaupa þessa þjónustu fyrir svo hátt verð. Ekki ástæða til sjálfumgleði Á undanförnum árum hefur tölvuvæðing hér á landi gengið yfir eins og um tiskufyrirbæri væri að ræða. 18

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.