Tölvumál - 01.09.1986, Síða 19
Umræða um tölvur, tölvutækni og upplýsingar hefur
verið afar einhliða. Hún hefur einskorðast við
lofsöng uin hina nýju tækni og þá ótæmandi möguleika,
sem menn telja blasa við okkur á þessu sviði.
Það er löngu timabært að breyta umræðunni og horfast
i augu við raunveruleikann. Ástæða er til að ætla,
að fjárfesting okkar i tölvum hafi ekki skilað meiri
árangri en gerst hefur í Bandarikjunum og hér hefur
verið lýst.
Á síðustu misserum
orðið gjaldþrota.
sæmilega tölvuvædd
hafa lent i hinum
hafa mörg fyrirtæki hér á landi
Flest þeirra hafa þó verið
á okkar mælikvarða. Mörg önnur
mestu erfiðleikum með að laga
rekstur sinn að breyttum efnahagsforsendum.
Hröð og góð uppiysingamiðlun, stuttar boðleiðir og
sveigjanleg stjórnun eru kostir tölvutækninngar eins
og fyrr segir. Þeir hefðu átt að auðvelda
fyrirtækjunum þá aðlögun, sem var nauðsynleg, þegar
rekstrarforsendur breyttust. Einhver misbrestur
hefur þó orðið á því.
Allur dyrðaróður um dásemdir tölvutækninnar hefur því
falskan tón, þar til menn hafa lært að nota hana á
réttan hátt. Tölvan er i raun oft einungis notuð eins
og um nýmóðins leikfang sé að ræða, sem forráðamenn
fyrirtækja stilla upp á skrifstofum sínum, meira til
skrauts en gagns. -si.
19