Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 7
Að einu leiti verður undirritaður þó að lýsa vonbrigðum sinum. Þegar kemur að hinu faglegu og fagpólitisku hlið tölvumálanna hefur ekki mikið áunnist. Að visu hafa TÖLVUMÁL fegnið aðsendar þrjár ágætar greinar um upplýsingamál og tæknileg mál, en um almenna umræðu er ekki að ræða. i þessu blaði birtist til dæmis hin siðasta i röð þriggja greina, sem undirritaður skrifaði um upplýsingamál i ljósi nýrrar tækni. Greinarnar eru langt i frá að vera lofsöngur um vinnubrögð manna i þessum málaflokki hér á landi. Þrátt fyrir það hafa þær ekki kallað á andsvör eða umræðu. Ef til vill hafa menn verið önnum kafnir við störf sin og ekki haft tima til ritstarfa. Upplýsingar um að i fyrra hafi verið fluttur inn tölvubúnaður fyrir einn miljarð króna benda til þess að margt sé að gerast i tölvumálunum. Þvi hefur verið haldið fram að fjöldi þeirra íslendinga, sem vinna við framleiðslu hugbúnaðar sé ekki undir 500 manns. Þá eru ótaldir þeir sem sjá um að keyra tölvurnar, gera við þær, og selja tæki til notenda og halda við kerfum hjá notendum. Ekki má heldur gleyma öllum þeim rekstrarvörum, sem tölvurnar nota. Seguldiskl- ingar, segulbönd, borð, stólar, litabönd i prentara og skápar, að ógleymdum hundruðum tonna af pappir. Þá er ekki allt talið. Enginn veit hversu margir islendingar vinna við þessi tæki. Við tölvubúnað SKÝRR einan eru tengdir 800 - 900 skjáir. Þegar bankakerfið, opinberir aðilar með sértölvur, stór einka- fyrirtæki og smá eru talin með eru tæplega færri en 6 þúsund manns sem sitja við þessi tæki á degi hverjum. Svona má lengi telja. Endingartimi tölvutækja er svo skammur að vafasamt er að lita á kaup tölvubúnaðar sem fjárfestingu. Þau ber i alflestum tilfellum að flokka sem kostnað. Sá sem þessa grein ritar telur varlegt að áætla að kostnaður við rekstur og viðhald tölvukerfa okkar íslendinga sé lægri en 3 miljarðir króna á ári. 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.