Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.12.1986, Blaðsíða 25
Lækkandi söluverð Þvi var spáð síðastliðið vor að söluverð tölva, sem keppa við IBM PC færi niður i 1000 dollara nú i haust. Þetta hefur gengið eftir og raunar betur. Skráð verð tölva frá Hyundai er nú komið niður i 1000 dollara. Það jafngildir þvi hins vegar að unnt er að kaupa þær fyrir enn lægri fjárhæð. Þetta verð á augsýnilega eftir að lækka enn. Timaritið International Business Week heldur þvi fram i greinargóðri úttekt i sumar að einstaklingar, sem kunna til verka geti sett saman tölvu, sem er hliðstæð IBM PC fyrir liðlega 300 dollara. Allir hlutar i hana séu auk þess fáanlegir á almennum markaði. í mars var skráð verð IBM á þessari tölvu um 1600 dollarar og frændur hennar frá Asiu voru seldir fyrir 1300 dollara. í ágúst settu Formósumenn tölvu á markaðinn, sem keppa á við IBM PC/AT. Verð hennar er tæplega 1700 dollarar. í raun átti hún að vera dýrari, en sökum vaxandi samkeppni var hún lækkuð um 15%. Þessi lágu verð hafa skilað árangri. Sem dæmi um vaxandi markaðshlutdeild má nefna að bandariska fyrirtækið Leading Edge Products, sem selur tölvur frá Daewoo i Kóreu, ræður nú 5% af markaði fyrir IBM PC tölvur i Bandarikjunum. Erfiðir tímar hjá IBM Áform IBM um sölu einmenningstölva árið 1986 hafa augljóslega kollvarpast við þessa sókn Asiubú- anna. Fyrirtækið mun tapa markaðshlutdeild og beinlinis hafa minni tekjur af sölu einmennings- tölva á þessu ári en i fyrra. Enn er ekki sjáanlegt að blái risinn eigi svar við þeim breyttu aðstæðum, sem hafa skapast. Þá hlýtur það að vekja áhyggjur hjá forsvars- mönnum fyrirtækisins að Asiubúarnir hafi áform um að snúa sér næst að hinum öflugri gerðum einmenn- ingstölvanna. Ef svo fer að þeim verður álika vel ágengt á þeim markaði og þegar um kraftmeiri tölvurnar er að ræða, fer mjög að hitna undir SYSTEM/36 gerðinni. 21

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.