Vísir - 02.04.1962, Page 4

Vísir - 02.04.1962, Page 4
4 VISIR Mánudagurmn 2. Úr erlendri verðskrá Danska fornbóka- verzlunin Rosenkilde og Bagger senda frá sér í sumar all umfangsmikla verSskrá yfir gamlar bækur undir heildarheit- inu „Dejlige Böger“. í verðskrá þessari er sér- stakur flokkur helgaður ís- landi, þ. e. bækur ýmist eft- ir íslendinga eða þá bækur, sem á einn eða annan hátt fjalla um ísland. Engin bók þar þó falboðin, sem er ís- prentuð hefur verið í lenzkri prentsmiðju. Verðið sem gefið er upp er í dönskum krónum, en það verðum við að marg- falda með 6.24 eða þó öllu heldur gott betur, því þá er eftir að bætast við burð- argjald, ábyrgð, banka- kostnaður og söluskattur. Hér koma svo bókaheitin: Schedae eða íslendinga- bók Ara Þorgilssonar, útgef- in af Andrea Bussæo í Khöfn 1733. Með henni eru bundniy einhverjir pésar um norræn efni, sem varða ís- land sérstaklega. Verð 750 krónur. Kristinréttur Árna bisk- ups (hinn nýi). Gefin út í Khöfn 1777 af Grími Jóns- syni Thorkelin. Verð 200 kr. Recueil de Vogages an nord í útgáfu Jean Frederic Bernhard. Þetta er alþekkt ferðasögusafn um norður- höf, gefin út í 4 bindum í Amsterdam 1717—19 og í því ■ er m. a. hin kunna en PRIMUS GAS-ÁHÖLD \ / NAUÐSYNLEG VETUR OG SUMAR Seld í verzlunum um allt land AB BAHCO, STOCKHOLM Umboð: Þórður Sveinsson & Co. h.f. i 'í fágæta ferðasaga La Peg- rére’s „Relation de l’Islande. Verð 450 kr. Snorra-Edda, hin mjög eftirsótta frumútgáfa, kennd við Johannes Resen, gefin út í Khöfn 1665. Að þeirri út- gáfu unnu m. a. tveir kunn- ir íslendingar, þeir Stefán skáld í Vallanesi og Guð- mundur Andrésson. Bók þessi er tvímælalaust í röð torgætari fornritaútgáfna okkar. Verð kr. 1500. íslenzk ævintýri I—II í útgáfu þýzka norrænufræð- ingsins Hugo Gering. Þetta eru miðalda helgisagnir skrifaðar á íslenzku, en gefnar út í Halle á árunum 1882—84. Vegna nafn bók- arinnar hafa ýmsir flokkað hana undir þjóðsagnir, sem er þó rangt. Verð 125 kr. Edda^ kennd við Johan Gör ansson og gefin út í Uppsöl- um 1746, og með henni er bundin „De yfvedborna Atlingars eller Sviogöth- ars ok Nordmanners patri- arkaliska lára, gefin út 1750. Verð 500 kr. Hervarar saga, svokölluð Vereli-útgáfa og um leið frumútgáfan á íslenzka textanum, Uppsölum 1672. Verð kr. 575.00. The Natural History of Iceland eftir N. Horrebow. Þetta er enska þýðingin á hinu merka varnarriti þessa höfundar fyrir ísland og ís- leiídinga og svar hans gegn níðskrifum Andersons’s o. fl. höfunda. Verð kr. 400. Illustration of Northern Antiquities. Þýðingar á ensku úr íslenzkum og nor- rænum fornkvæðum. Gefið út í Edinborg 1914. Verð 375 krónur. Specimen Islandiæ histor- icum eftir Arngrím (lærða) Jónsson. Bækur Arngríms eru allar torgætar orðnar, en þó þessi hvað sízt og m. a. hafa nokkur eintök af henni verið seld hér heima síðustu árin. Verð 1450. Konungsskuggsjá — Spe- culum regale — frumútgáfa í útgáfu Hálfdáns Einars- sonar skólameistara, Sórey 1768. Verð kr. 500. — Laxdæla saga ( Árna Magnússonar útgáfan) prent- uð í Khöfn 1826. Sú útgáfa er næsta algeng hér heima og hefur ekki verið seld dýru verði. Rosenhilde hefur tvö eintök á boðstólnum, annað bundið fyrir 175 krónur, hitt óbundið á 150 krónur. Northern Antiquitates. Edduþýðingar o. fl. í útgáfu Paul Renri de Mallet, gefið út í tveim bindum í Edin- borg 1809. Verð kr. 125. Nordiske Fortids Sagaer I—III. Þýðing Rafns á Forn- aldarsögum Norðurlanda, Khöfn 1829—30. Verð 350. Islands Kortlægning eftir N. E. Nörlund, gefin út í Khöfn 1944. Verð kr. 750.00. Om Nordens gamle Digter- konst eftir Jón Ólafsson Svefneying. Verð kr. 275:00. Rúnarbók Magnúsar Ól- afssonar í Laufási — Speci- men Lexici Runici, gefið út í Khöfn um miðja 17. öld. Fleiri bækur um norræn fræði eru bundin með. Verð 950.00. Greinileg Vegleiðsla til Talnalistarinnar með fjórum höfuðgreinum hennar o. s. frv. eftir Ólaf Olavíus. Gef- in út í Khöfn 1780. Verð kr. 250. Oldnordiske Sagaer I— XII, þýðing Petersens og Rafns á Fornmannasögunum. Verð 250.00. En Sommer i Island, eftir Pajkull, Khöfn 1867. Verð kr. 35.00. Visit to Iceland eftir Ida Pfeiffer. London. Verð kr. 45.00. Bjólfskviða í útgáfu Gríms Jónssonar Thorkelin, Khöfn 1815. Verð kr. 350.00. Noregssaga — Historia rerum Norvegicarum — Þormóðs Torfasonar (Torf- æusar) í fjórum bindum, Khöfn 1711. Veigamesta rit þessa gagnmerka íslendings. Verð kr. 950.00. Auk framantalinna bóka voru í listanum nokkur rit sem fjalla um norræn efni og þ. á m. íslenzk, en ekki líklegt að þær veki athygli éða forvitni íslendinga al- mennt. Má þar t. d. neina Antiqvitatum Danicarum eftir Thomas Bartholin. Verð kr. 350.00. Indledning til de Yfwerborna Göters Gamla Háfder eftir Erik J. Björner. Verð kr. 325.00. — Secondia illustrata eftir J. Messenius. Verð kr. 2300.00. Ódýrasti sportbíllinn Mark II. Sprite Islendingar, sem annars eru fremur nýjungagjamt fólk, hafa verið seinir til að taka í notkun sportbíla. Sportbflar eru ákaf- lega skemmtileg verkfæri og að því leyti hentugir fyrir okkar staðhætti að þeir eru byggðir til að þola miklu verri meðferð en aðrir bílar. Flestir hafa þó þann stóra galla að vera mjög dýrir. Nokkrir hafa þó komið til landsins og gefist vel. Fyrir fjórum ámm síðan hóf British Motor Corporation (Austin, Morris, M. G.) fram- leiðslu á Austin-Healey Sprite sem ætlaður var þeim áhuga- mönnum, sem ckki væm ríkir. Varð hann þegar mjög vinsæll beggja vegna Atlantshafsins. Með nauðsynlegum endurbótum, sem slík notkun útheimtir, hafa þeir siðan unnið hvem kapp- aksturinn á fætur öðmm, í sín- um stærðarflokki, um allan heim. Sá galli þótti stærstur á þeim að þeir voru með afbrigðum ljótir. Nú er bfllinn kominn nýrri útgáfu og er hinn snyrti- legasti útlits, án þess að nokkru hafi verið fómað af hinum á- gætu eiginleikum i akstri. A beinum vegi getur hver venju- legur amerískur bíll keyrt hann af sér, en á beygjum er þessi bíll með afbrigðum stöðugur. Þar sem lítið er hér um beina vegi virðist því að stöðugleikinn ætti að vega upp á móti þvi að vélin er lítil. Nýja gerðin er með 50 hest- afla vél og er það algerlega fullnægjandi fyrir bíl sem að- eins vegur um 750 kíló. Há- markshraði er um 130 kílómetr- ar og bcnsíneyðsla mjög hófleg Bíllinn er tveggja manna en rúm er fyrir aftan sætið, sem ann- hvort má nota fyrir farangur eða tvö börn. Verð á þessum bflum er milli hundrað og fimmtíu og sextiu þúsund. Mark II Sprite. i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.