Vísir - 02.04.1962, Síða 15
Mánudagurinn 2. apríl 1962.
VfS IR
CECIL SAINT-LAURENT
& &
KAROLIN
(CAROLINE CHÉRIE)
hafði hún neyðst til að taka að
sér kennslustarf hjá frú de Pi-
evré, sem aldrei hafði látið sér
annt um hana, en komið fram
við hana af þeirri tillitssemi,
sem hún átti kröfu til vegna
þess að hún var aðalsættar.
Kennslukonan vissi mæta vel
hvern hug markgreifafrúin bar
í brjósti til hannar og taldi sig
ekki standa í neinni þakkar-
skuld við hana. Vissi kennslu-
konan mæta vel, að þegar leiðir
þeirra skildu mundi markgreifa-
grúin ekki verða sein á sér að
lýsa yfir þeirri skoðun sinni, að
það væri uppspuni frá rótum,
að hún væri aðalsættar. En báð-
ar voru konurnar metnaðarrík-
ar. Markgreifafrúin taldi þó
heppilegt, að viðurkenna hinn
eðla uppruna kennslukonunnar.
Og kennslukonan vissi, að með
því að upphefja virðuleik fjöl-
skyldunnar, sem hún starfaði
hjá, jók það álit annarra á henni
sjálfri. Og þannig uxu börnin
upp í skjóli þessara tveggja
kvenna, sem komu fram af mik-
illi virðingu hvor gagnvart hinni
vegna þess, að þær voru aðals-
ættar — og vegna þess, að lífs-
kjör þeirra voru ekki á borð
við kjör efnaðra borgara, fyrir-
litu þær allt, sem ekki mátti til
aðals rekja, enn innilegar en
ella myndi.
Uppeldisáhrifin frá þessum
tveimur konum höfðu haft mest
áhrif á Louise af börnunum.
Hún var móttækilegri fyrir þau
en hin. Var hún tveimur árum
eldri en Henri og þremur árum
eldri en Karolína. — Hugarfar
Henri og Karólínu var um margt
svipað — og þó um margt ólíkt.
Henri mundi aldrei láta mark-
greifatitil sinn hvað sem í boði
væri, en hann taldi sér enga
minnkun að því að leika sér
með börnunum í þorpinu. Hann
bjó yfir fjörugu ímyndunarafli
og átti í því sammerkt með
Karolínu systur sinni. Raunveru
leikinn fékk á sig skáldlegan
blæ í huga hans. Hann skóp sér
konungsríki og tók sér konungs
stöðu og konungs réttindi, og lét
alla nákomna sér njóta hárra
titla, en stofnaði í eigin hags-
muna skyni annan aðal, þar sem
synir — handiðnaðarmanna,
skógarverðir pg ráðsmenn og
smiðir voru hertogar og greifar.
Lifði hann svo langa hríð í þess-
um draumheimi, en fór svo að
þreytast á honum, og hlakkaði
loks mjög til að fá að fara til j
Parisar og eiga þar heima, því
að þar mundi hann verða kynfur
Hreinsum allan fatnað
Hreinsum vel \
Hreinsum fljótt
Sækjum — Sendum
Efnolaugin LENDl m.
Hafnarstræti 18 Skúlagötu 51
Sími 18820. Sími 18825.
v.v.v.
I
við hirðina og hitta fyrir jafn-
ingja sína. Og honum þótti gott
til framtíðarinnar að hugsa og
þess heiðurs, sem/hann mundi
verða aðnjótandi.
Og nú sat fjölskyldan að mat-
borði. Það voru ekki nema fáar
klukkustundir liðnar frá því hún
settist að í þessu húsi, og svo
sem að líkum lætur var enginn
sem gat fellt sig við — enn
sem komið var — þetta einkenni
lega hús, sem de Fondanges
greifi hafði leigt handa þeim.
Ekki var neitt hægt að setja
út á legu hússins. Það var í
nágrenni hallar de Broglie-ætt-
arinnar «g næstum gegnt húsi
Bourbon-Busset fjölskyldunnar.
Froissy, sem átti húsið, var far-
inn til sveitarseturs síns í
Languedoc, til þess að taka við
jarðeignum, sem hann hafði erft.
Hafði hann fallist á að leigja
markgreifanum húsið fyrir 4000
franka á ári, og var það í raun-
inni fjárhag fjölskyldunnar of-
viða að greiða þá leigu. Og
þegar loks kom orð yfir varir
markgreifans var það um þetta
efni:
— Mér virðist leigan allt of
há. Málningin hefur flagnað af
veggjunum. Húsið er mikillar
viðgerðar þurfi. Á fyrstu og
annari hæð hefur vart verið
búið seinustu fimmtíu árin. Hér
er saggi, — ég gæti bezt trúað —
— Þú berð, held ég, lítið skyn
á þetta, greip markgreifafrúin
fram í fyrir honum. Salirnir á
grunnhæðinni líta ágætlega út
og það er aðalatriðið. Þótt að
ýmsu megi finna hér á efri hæð-
unum kemur það ekki að sök,
því að við bjóðum ekki gestun-
um hingað, — kynnist þeir að
eins sölunum dæma þeir allt
húsið eftir þeim. ' ■
Þar, næ^Uvar farið að ræða
'hversu sKipa skyldi í herbergi.
Markgreifafrúin knúði í gegn,
að þjónustufólkið — tvær mann-
eskjur fengju heila hæð til um-
ráða, því að þá hefði fjölskyldan
hæð út af fyrir sig, og kom hún
sér þvl fyrir á hinni, þótt þröngt
væri fyrir hana. Stærsta og
fallegasta herbergið skyldi vera
setustofa, hið næststærsta svefn
herbergi hjónanna, en tvö lítil
og dimm herbergi sem vissu út
að húsagarði voru ætluð kennslu
konunni og börnunum, Henri
annað, kennslukonunni og systr-
unum hitt.
— Skyldi það rætast, hugsaði
Karólína, er hún hallaði höfði
að svæflinum í lokrekkjunni þá
um kvöldið, að ég eigi eftir að
.■AV.WWAV.V.V.V.V.W.
ferðast og ferðast, eins og hjart-
að lystir?
En brátt seig henni blundur
á brá í hinu nýja og lítt vinsam-
lega umhverfi.
II. kapituli.
Grímudansleikurinn.
Mademoiselle de Tourville
fór síðdegi hvert með börnin í
dansskóla roskinna hjóna, sem
nutu mikils álits. Þar kynntust
þau börnum á sínu reki, m. a.
dóttur de Fondanges greifa, er
frá upphafi sýndi hún Karolínu
vinahót og samúð. En þó var
það svo, að þegar fyrsta daginn
varð Karolína hrifnari af annari
stúlku, Karlottu Berthier, sem
var mjög andlitsfríð, augun stór
og skær, tillit þeirra dálítið kank
víslegt, en munnsvipurinn alvar
legur.
Kennslukonunni var ekki um
það, að þær urðu vinstúlkur
Karolína og Karlotta. Hún sagði
við Karolínu, að það væri fyrir
neðan virðingu hennar að stofna
til vinskapar við stúlku borgara-
legrar stéttar, og ungar aðals-
stúlkur myndu líta niður á hana
fyrir vikið. Louise fór að ráðum
hennar, er hún valdi sér vin-
stúlkur, en Karolína mátti ekki
til þess hugsa, að slíta vinskapn-
um við Karlottu og tók hana
sér til fyrirmyndar. Karlotta end
urgalt tilfinningar hennar og
bauð henni til tedrykkju á heim-
ili foreldra sinna.
Og það var boðið í þessa te-
drykkju, sem leiddi til fyrstu
umgengnis-vandræða eftir kom-
una til Parísar — og ekki hinna
síðustu. Karlotta hafði beðið
móður sína að fara sjálf og
bjóða til tedrykkjunnar. Þegar
svo frú Berthier dag nokkurn
kom og sótti Karolínu, spurði
hún de Tourville kennslukonu,
hvort hún vildi koma með þeim
Louise og Karolínu í dálítið boð
næstkomandi miðvikudag, kom
hrokinn upp í kennslukonunni,
sem sagði við frú Berthier að
það væri frekjuskapur af henni
að bjóða ungum aðalsdætrum á
heimili sitt, væri það einvörð-
ungu vegna þess, að gamlir,
hefðbundnir siðir væru ekki
lengur í heiðri haldnir, að Kar-
lotta hefði kynnst þeim. Slíkt og
þvílíkt hefði verið alveg óhugs-
andi fyrir 30 árum. Og um
kvöldið sagði hún markgreifa-
frúnni frá borðinu og hvað mót-
tökur frú Berthier hefði fengið
hjá sér. Hún bætti því við,, að
Barnasagan Kalli kaftpinn
★ KALLI OG HAFSÍAIM
Tommi kíkti
út um glugg-
ann til að
ganga úr
skugga um að
prófessorinn
væri ekki ð
leiðinni til ká-
etu sinnar á
ný. Síðan fór
hann að rannsaka tilraunastot-
una vandlega. öll þessi furðu-
legu verkfæri, sem ýmist suðu
sða tikkuðu, komu hugmynda-
flugi hans í gang. „En sniðugar
v$ask‘uíaifsg£i Ænas sér'
„þær standa áreiðanlega í sam
bandi við hafsíuna, en gaman
væri að vita...“ Svo kom hann
auga á stóra skífu með vfsi,
sem titraði til og frá. Drengur-
inn klifraði upp til að vita hvers
konar tæki það væri, en þá
heyrði hann allt í einu fótatak
á þilfarinu. Hann stökk niður
til þess að sleppa burt, en hras
aði og um leið greip hann ó-
vart í handfang, sem augsýni-
lega setti einhverja vél 1 gang,
því að allt í eihu sat Tommi
fastur á káetuólfinu og gat sig
hvergi hreyft.
_________________w
ef hún gæti átt von á því, a6
slíkur frekjuskapur sem þessi
bitnaði á sér á ný, væri bezt að
hún hætti að fara með börnun-
um á dansæfingarnar, og væri
þá kannske rétt að fela Jeanne
að gera það.
De Biévre markgreifi, sem
enn frekar en áður eftir að til
Parisar kom lét allt afskipta-
laust, lét sér nægja að hrista höf
uðið, en markgreifafrúin ávítaði
Karolínu fyrir tillitsleysi gagn-
vart kennslukonunni, þar sem
kunningsskapurinn við Karlottu
hafði leitt til óþæginda fyrir
hana. Bannaði hún svo Karolínu
að hafa nokkuð saman við Kar-
lottu að sælda og kvað hana
líkjast „búðartelpum“.
— Það er alls ekki satt, sagði
Karolína, hún er ekkert lík búð-
arstelpum, hún er alveg yndis-
Fyrst þú þarft endilega að fá þér
miðdagslúr, geturðu þá ekki lagzt
þar sem svefnherbergið á að vera?
Og f staðinn fyrir þetta, þá hjálp
ar konan mér við að búa um.
v^.+(afpór 0uÐMvmm
/71 'ííæo ..<Su7ii 2597o
tMNHEIMTA
LÖOFRÆQI&TÖKP
PÁLL S. PÁLSSON
hæstaréttarlögmaður
Bergsstaðastrætr 14
Sími 24200.
EINAR SIGURÐSSON, hdl.
Málflutningur . Fasteignasala
Ingólfsstræti 4 . Sími 16767
MAGNÚS THORLACIUS
Málaflutningsskrifstofa
Aðalstræti 9 . Sími 1-1875