Vísir - 02.04.1962, Síða 16

Vísir - 02.04.1962, Síða 16
BBÐ FURDUM OKKUR Á Mtoudagurinn 2. april 1962. Aprílgabb Margir munu hafa orðið þess var ir að nokkrum erfiðleikum var bundið að fá leigubíla, þegar leið á daginn í gær. Voru bílastöðvarn ar orðnar tortryggnar, vegna sí- endurtekins aprílgabbs. Meðal ann ars voru tíu bílar, frá ýmsum stöðv um, sendir að skóla ísaks Jónsson- ar við Bólstaðarhlíð. Enginn þurfti þó é bíl að halda þar. Tóku stöðv- arnar upp þann sið að senda einn bíl tibað athuga málið, þegar pant aðir voru meira en tveir bílar. Er talið að hér hafi aðallega verið um börn og unglinga að ræða. LENIKR! BLAÐAMENNSKU — segja Goðafossmenn Þjófurinn náðisf í gærmorgun kom maður inn í verzlun eina hér í bænum og bað um afgreiðslu. Á meðan stúlkan fór inn í bak- herbergi að sækja það sem um var beðið, greip viðskiptavinurinn tækifærið, teygði sig yfir búðar-1 borðið og gómaði þar fjóra vind-1 lingakveikjara. Afgreiðslustúlkan mun fljótt hafa komizt að raun um það sem skeð hafði og kærði þjófnaðinn til j lögreglunnar. Það leið heldur ekki á löngu unz hún hafði handtekið manninn og fyrir hann þýddi ekki að þræta því þýfið fannst á hon- um. Þegar Goðafoss kom til Reykja víkur í gær, talaði fréttamaður Vísis við einn þeirra þriggja, sem nú verða að fara af skipinu. Hann sagði, að þeir á Goða- fossi væru furðu lostnir og sár- ir yfir því, hve íslenzk blöð hefðu gert mikið úr málinu úti í New York. Sagði hann að úti í New York hefði mál þetta þótt ómerkilegt, enda væru happ drættismiðarnir sjálfir verðlaus- ir og fjarstæða að tala um það eins og íslenzk blöð hefðu gert að þarna væri um milljónavirði að ræða. Við mættum fyllstu kurteisi hjá þeim yfirvöldum, sem við j ræddum við, en það voru aðal- lega tollgæzlumenn. Til dæmis um það að þeir töldu þetta ekki vera stórmál, mátti geta þess, að þeir spurðu hvort aðrir af áhöfninni vissu að þeir þrír hefðu játað. Þremenningamir kváðust halda það, því að þetta væri aðalefnið í íslenzku blöð- unum. Létu tollgæzlumennimir í ljós undran yfir því. Taldi maðurinn, sem Vísir tal- aði við, að það hefði verið rangt og ósanngjamt hjá íslenzku blöðunum að blása þetta svo mikið út. Væri hægt að ímynda sér, hvemig fjölskyldum mann- anna hefði liðið, er þær lásu þessar rosafréttir dag eftir dag í blöðunum. * Teknir í áfengislett Lögreglan handsamaði þrjá unga pilta s.l. laugardagskvöld þar sem þeir voru að leita að áfengi / bif- reiðum óviðkomandi manna 12ísex manna bíl X —fjórir slösuðust Aðfaranótt sunnudagsins var lögreglunni i Reykjavík tilkynnt um bifreiðarslys gegnt Korpúlfs- stöðum 'í Mosfellssveit. Þar hafði fimm farþega Chev- rolet-fólksbifreið farið út af veg- inum.oltið heila veltu, en stað- næmdist á hjólunum aftur. í bif- reiðinni voru 11 farþegar, auk öku- manns — sem reyndar var kven- maður. Slasaðist bifreiðarstjórinn og þrír farþeganna og voru fiuttir í Slysavarðstofuna til aðgerðar. Stúlkan sem ók bifretðinni kváðst ekki geta gert sér neina grein fyrir ástæðunni að óhapp- inu, bíllinn hafi einhvernveginn runnið út af veginum og við það fór hann heila veltu en staðnæmd- ist síðan á hjólunum Var þá bifreiðin að öðru leyti illa farin og hægra framhjól farið undan og mikið skemmt. Annað verulegt umferðaróhapp vildi til á gatnamótum Réttarholts Framhald á bls. 5. Þetta skeði á bílastæðinu fyrir utan Háskólabíóið og notuðu pilt- arnir tækifærið á meðan bíUeig- endurnir voru að horfa á kvik myndina að leita í bílum þeirra á meðan. Að þessu sinni höfðu þeir ekk- ert upp úr krafsinu, a m. k. hand- tók lögreglan þá áður en þeir höfðu nokkuð fundið. Við yfir- heyrslu hjá lögreglunni viður- kenndu piltarnir að hafa leikið þetta tvívegis áður, höfðu þá lar- ið inn í tvær bifreiðir og fundið sína flöskuna í hvorri. Þessir þrír piltar voru allir inn- an við tvitugt, á aldrinum 16 — 18 ára, og virtust talsvert þyrstir. Þess skal getið að þeir brutu ekki bílana upp, heldur fóru aðeins inn í þá sem ólæstir voru. Mætti þetta vera nokkur aðvörun og á- bending þeim bifreiðaeigendum sem skilja farartæki sín eftir ó- læst, að með því bjóða þeir þjóf- unum heimi Hér sést Goðafoss, þar sem hann er að síga upp að hafnar- bakkanum í gær eftir hina sögulegu ferð til Dublin og New York. Myndina tók ljósmyndari Vísis í gær um 7 leytið, þeg- ar skipið kom. FrfrLos Angeles til Grænlands í gær flugu flugmenn frá Flugfélagi íslands Skymaster- flugvél mörg þúsund km. leið frá Los Angeles á Kyrrahafs- strönd Bandaríkjanna til Syðri St.raumfjarðar á Grænlandi. — Tókst ferðin í alla staði vel og var komið við til að taka benzín Kann er heldur illa Ieikinn þessi I bíll, sem fór út af veginum fyrir of- an Korpúlfsstaði á 5. tímanum í fyrrinótt. Fólk í bílnum meidd- ist. Slysið vildi þannig til, að hægra framhjól brotnaði undan bílnum, sem stakkst þá þegar út af veginum og valt nokkrum sinnum. (Ljósm. G. J. T.). í New York. Flugstjóri í þessari löngu ferð var Jón Jónsson, en aðstoðarflugmaður Jón Ragnar Steindórsson. Þeir voru að flytja hina nýju leiguflugvél Flugfélagsins heim á leið. í nótt hvíldu þeir sig í Syðra Straumfirði. Þar ætla þeir að skilja nýju flugvélina eftir, en eru væntanlegir hingað til Reykjavikur í kvöld með hinni leiguflugvélinni, sem hef- ur verið notuð í Grænlandi og kólluð Nýfaxi. Er hún að koma hingað til eftirlits og viðgerðar. Nýja flugvélin verður nú not- uð næsta hálfa mánuðinn í Grænlandi, 1 en kemur síðan beim til íslands til að taka þátt í hinni miklu páska „traffík". i Formaour áfram Á fundi sínum, 30. marz 1962, ákvað bankastjóm Seðla- bankans að endurkjósa Jón G. Maríasson formann bankastjórn- arinnar og er kjörtímabil hans til 31.. marz 1964. (Seðlabanki íslands).

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.