Vísir - 03.04.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 03.04.1962, Blaðsíða 4
4 VISIR Þriðjwdagitrinn - 3. ■;:V. ■ SS.SK! .. Laust fyrir sJ. helgi átti ég viðtal við brezkan orgelstnið sem kom hingað til lands til þess að skoða íslenzkar kirkjur. Hann er sonur stofnanda kunnrar orgelverksmiðiu í Northampton á Englandi. Org- elsmiður þessi er Jack Eric Davies, fulltrúi Alfred E. Davies and Son Ltd. í Northampton. Hjá honum var staddur, er ég talaði við hann Bjarni Pálm- arsson, ísólfssonar, en þá feðga og starf þarf vart að kynna fyrir lesendum Vísis. Svöruðu þeir ýmsum fyrirspurnum mín- um Mr. Davies og Bjarni. — Ég kom hingað til þess að kynna mér skilyrði hér, sagði Mr. Davies, og hefi ég skoðað kirkjur í Keflavík, Stokkseyri, Borgarnesi, í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd og Bessastöðum. Verksmiðjan okkarhefur selt og selur orgel til landa við hin ó- líkustu loftslagsskilyrði og það er mjög mikilvægt, að hafa kynnt sér slík skilyrði áður en orgelsmíði er hafin, hljóðburð- arskilyrði o. s. frv. — Við höf- LesLtm qg lærum — rtý Þetta er mynd af 70 radda orgeimu, smiöaö i verksmiöju Alfred JJavies and son 1020.1 Brezkur orgelsmiður skoð-i ar íslenzkar kirkjur um selt mikið af orgelum til Afríkulanda, þar sem mjög heitt er og rakasamt. Höfuðmark okkar er að framleiða þau org- el sem hverjum henta og við sem sanngjörnustu verði. Orgel verksmiðja okkar er ekki í röð hinna stærri. Hún var stofnuð af föður mínum 1930. Hann er nú 76 ára en starfsfjörið óbilað. Hann hefur ferðast með I þágu verksmiðjunnar. Hjá okkur er ekki fjöldaframleiðsla. Starfs- lið okkar er um 30 manns. — Hvernig leizt yður á ís- lenzku kirkjurnar? — Mér fannst til um þær, einkum kirkjuna í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, og tel hinar ekki standast samanburð við hana frá húsagerðarsjónarmiði, en Bessastaðakirkja er sérstæð í sinni röð. — Mér skilst að smíði kirkju orgela sé sérgrein ykkar? — Já, það eru kirkjuorgel sem við höfum selt svo tugum skipti til Afríkulanda, Þýzka- lands og svo heima á Bret- landi. Ég minntist á mismun andi skilyrði — en kröfur eru vitanlega mjög mismunandi, o% kemur þar margt til greina ann að en loftslagsskilyrði. — Það er til dæmis mikið bil á milli þess sem menn gera kröfur til eða óska eftir í þessum efnum á Frakklandi og í Þýzkalandi, jafnvel þótt um menn sömu trúar sé að ræða — kröfurnar hjá okkur Bretum og óskirnar eru þarna einhversstaðar mitt á milli. Viðhald ekki sem skyldi. Það kom fram í viðtalinu við þá Mr. Davies 'og Bjarna hve viðhald orgela er mikilvægt — og'að það er ekki eins og vera ætti í kirkjum hér. Einkun ræddu þeir ofhitun kirkna og mishitun, sem gæti haft háska- legar afleiðingar. 70 radda orgel. — Hvert er annars stærsta orgel, sem þið hafið smíðað, Mr. Davies? — Það er 70 radda orgel, sem hér er mynd af. Það er í húsi, sem er í einstaklingseign á Bretlandi. Bjarni skaut því inn í, til samanburðar, að á Akureyri staðakirkju, Háskólakapellunni og Eyrarbakkakirkju, sögðu þeir mér, öll frá Walker í Lon- dþn. Þeir óska að leiðrétta þann misskilning, að Mr. Davies hafi verið boðinn að koma hingað til viðgerðar £ nýja pípuorgel- inu ' Akraneskirkju, sem er þýzkt. Bjarni fór til athugunar á orgelinu, en Davies var með honum í þeirri ferð og skoðaði kirkjuna í Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd og í Borgarnesi í ferð; Northampton. 1 iok viðtalsins spurði ég Mr. Pálmarssyni ánægjulega sam- verustund. A. Th. O b i'S rs j Hjá forlagi Ríkisútgáfu _ náms- bóka er nýkomin út kennsíub'ók í lestri, sem nefnd er Lesum og.Jær- um. Höfundar eru þeir Ásgeir’Guð- mundsson yfirkennari og Páll Guðmundsson skólastjóri. Bók þessi er ætluð 7 og 8 ára börnum. Lesum og lærum er prýdd fjölda mynda, sem næstum allar eru lit- prentaðar en teikningar gerðar af Halldóri Péturssyni listmálara. Samtímis lestrarbókinni kemut út vinnubók. Hefur ekki áður ver- £ ið gefin út slík vinnubók með les- bókum útgáfunnar. í formáisorð- um bókarinnar segja höfundar m. a. um þessa vinnubók: \ „Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að gefa út vinnubók samhliða lestrarbókinni. Tilgangur er m.a. að fá börnin til að vinna úr lestrar verkefninu og auðvelda kennaran- um að fylgjast með þvi, hvort börn in hafa skilið það. Einnig fá börnin mikla æfingu í skrift og meðferð lita, enda er ætlazt til ,að þau liti allar myndir bókarinnar.“ Lestrarbókin ásamt vinnubók er 96 bls. að stærð með 60 litmyndum auk fjölda annarra mynda. Setningu bókanna annaðist A1J þýðuprentsmiðjan h.f. en prentun Offsetprentsmiðjan Litbrá h.f. væri stærsta orgel landsins, 45 radda. Stærsta orgel heims. Ég skaut þá að þeim spurn- ingu um hvert væri stærsta orgel heims, og fékk þau svör að það væri í Atlantic City — en í því eru 33.700 pípur, 7 nótnaborð og fótspil, og er þetta 520 radda orgel með 1500 registertökkum. Ensk orgel í ísl. kirkjum. Ensk orgel eru hér í Bessa- Davies nokkurra spurninga um heimabæ hans. — Það er ekki svo mikið að segja, þetta er enskur iðnaðar- bær, aðallega smáiðnaður ým- iskonar, og leðurvöruiðnaður sérlega mikill. Borgin er nokkru stærri en Reykjavík, íbúar um 100.000. — Northampton er nokkru fyrir sunnan Coventry, sem varð hart úti f loftárásun- um 1 síðari heimsstyrjöld. En Northampton slapp við þær að mestu, sagði hann. Ég þakka honum og Bjarna Pípumar í orgelinu í dómkirkjunni í Lagos í Nigeriu. Á myndinni er Davis eldri og Siduamie prins frá Nigeriu. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.