Vísir - 03.04.1962, Blaðsíða 6
6
V'SIR
Þriðjudagurinn 3. apríl 1962.
Athugasemd við athugasemd
Svavar Pálsson dósent tekur
hugpiynd mína um aðstöðugjald
1 fórmi vinnsluvirðisgjalds til með-
ferðar í stuttri athugasemd í Morg
unblaðinu, laugardaginn 31. marz.
Þar slær hann tvær flugur i einu
höggí, því að jafnframt svarar
hann mjög samhljóða grein eftir
Hauk Eggertsson, framkvæmda-
stjóra.
Raunar er það merkileg tilviljun,
að við Haukur skulum sama dag-
inn koma fram með sömu hug-
mynd um lausn þessa máls, studda
sömu rökum og sams konar dæm-
um. Fleiri en ég munu áreiðan-
lega telja það staðfestingu þess,
að eitthvað sé í þessa hugmynd
varið.
Vitaskuld geri ég mér grein fyr-
ir því, að ákvæðin eru hámarks-
ákvæði. Lögin taka það skýrt
fram, og er það skýrt nánar í
greinargerð. Þetta skiptir bara ekki
máli í þessu sambandi. Lögin tak-
marka frjálsræði sveitarfélaganna
í þessum efnum, bæði þeim til leið-
beiningar um, hver sé hinn rétti
álagningargrundvöllur, og þó eink
um til þess að tryggja menn gegn
réttleysi handahófskenndrar álagn
ingar og persónulegrar mismunun-
ar. Hámarksákvæði verða því jafnt
og bindandi ákvæði að miðast við
réttan álagningargrundvöll að
dómi löggjafans.
Svavar ber alls ekki á móti því,
að vinnsluvirðið sé hinn réttmæti
grunavöllur aðstöðugjaldsins. —
Þvert á móti virðist hann mæla
með framkvæmd þess með þeim
l.ætti, að gjaldprósentan sé gerð
mjög breytileg, eftir þvl hvert hlut-
fall sé milli veltu og vinnsluvirð-
is í hverri grein, jafnvel hjá hverju
fyrirtæki. Þar höfum við það. Al-
þingi a að setja lög um álagningu
á veitu, eh síðan á framkvæmda-
valdið, skattstofur og niðurjöfnun-
arnefndir að bauka svo við fram-
kvæmd laganna, að úr verði álagn-
ing á vinnsluvirði, og það auðvitað
án þess að mega lýsa því yfir,
hvað verið sé að gera. Ég ber svo
rótgróna virðingu fyrir Alþingi
sem stofnun, að ég er ekki til
viðtals um þess háttar bollalegg-
ingar. Við höfum þegar allt of
mikið af þess háttar bauki, sem
grefur undan trausti manna á stofn
unum hins opinbera og trúnaði
við þær. Reynslan hefur að vísu
fjölmörgum sinnum fært mér heim
sanninn um það, að embættismenn
irnir eru að jafnaði að reyna að
gera það, sem þeir vita réttast
og bezt til almannaheilla. En því
trúa ekki allir. Störf þeirra verða
þv£ að markast af meginreglum,
sem almenningur getur skilið, met-
ið og dæmt um.
tíjaldið á vinnsluvirði er held-
ur ekki svo auðveldlega framkvæm
anlegt eftir krókaleiðum. Gjald-
skráin verður að vera mjög marg-
brotm, jafnvel oft að miðast við
hin emstöku fyrirtæki. Hvernig er
þá hægt að semja hana, án þess að
ýmsar annarlegar afstöður til fyr-
irtækja og manna komi til greina?
Hvernig verður misferli fyrir-
byggt, og það svo að almenning-
ur megi því treysta? Þetta er auð-
veldara, sé lagt á rekstrardeildir
fyrirtækjanna út af fyrir sig (be-
driftsbasis), eins og álagning veltu
útsvarsins var farin að sveigjast að
í sumum grfeinum. En felst ekki
1 þessu uppgjöf viðmiðunar við
veltu? Menn hafa I rauninni verið
að leitast við að miða við vinnslu-
virði, en ekki vanizt því hugtaki
eða kynnt sér gildi þess. -Ivers
vegna eigum við ekki að taka skref
ið út og spara okkur miklar flækj-
ur og mikið ómak með því að
miða aðstöðugjaldið við vinnslu-
virði?
Bjarni Bragi Jónsson.
Enginn
árangur
Viðræður hafa farið fram
milli aðila frá Útgerðarfélagi
Akureyringa og Sjómannafélags
ins á staðnum, en ekki orðið
árangur til þessa, enda ólíklegt
talið að norðlenzkir sjómenn
vilji skera sig úr hvað snertir
heildarsamninga.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
JÓHANN ÞORFINNSSON
frá Siglufirði,
er lézt að heimili sínu 26. marz s.l., verður jarðsung-
inn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 4. þ. m. kl. 10.30.
Jarðarförinni verður útvarpað.
Aðalbjörg Björnsdóttir,
Sigurlaug Jóhannsdóttir,
Þorfinnur Jóhannsson,
Bjöm Jóhannsson.
En með hliðsjón af því hefur
Útgerðarfélag Akureyringa sagt
upp öllum yfirmönnum á togur-
unum, hið sama er og búizt vSð
að gert verði við flesta starfs-
menn frystihússins.
Fjöldinn allur af togarasjó-
mönnum hefur nú leitað sér
atvinnu annarsstaðar, m. a. eru
ýmsir þeirra farnir í atvinnu til
Suðurnesja og munu ráða sig
þar fram á vorið.
Virðist allt benda til þess að
menn búist við löngu verkfalli.
Hefja sölu á Perk-
ins-Drá tta rvélu m
Einn stærsti og þekktasti fram-
leiðandi dieselvéla, Perkins Engin-
es Ltd. hefir falið Dráttarvélum hf.
umboð fyrir framleiðsluvörur sín-
ar hérlendis. Perkins Engines Ltd.
á sér tvö systurfyrirtæki, Perkins
Outboard Motors Ltd. og Perkins
Gasturbins Ltd. Öll eru fyrirtækin
staðsett í Peterbourgh á Englandi.
Þau framleiða léttbyggðar, hrað-
gengar dieselvélar til notkunar í
bílum, dráttarvélum og iðnaði, auk
margra tegunda utanborðsmótora
og gastúrbína.
Perkins Engines Ltd. er aðeins
29 ára gamalt. Það hóf starfsemi
sína litlu tilraunaverkstæði í
Peterbourgh. Á þessum 29 árum
hefir framleiðslan vaxið svo gífur
lega að árið 1961 framleiddu fyrir-
tækin samtals 250 þúsund diesel-
vélar og mun framleiðslan komin
upp i 1000 vélar hvern vinnudag.
Er nú svo komið, að enginn fram-
leiðandi dieselvéla 1 nefndum
stærðarflokkum framleiðir og sel-
ur fleiri vélar en Perkins. Þær er
að finna um allan heim við hin ó-
líkustu störf, enda eru verksmiðj-
urnar heimsþekktar einmitt fyrir
það að framleiða vélar fyrir hvers-
konar kringumstæður.
Dráttarvélar h.f. hafa undirbúið
þjónustu sína fyrir Perkins til hins
ítrasta og hafa kappkostað að
afla sér sem mestra gagna og upp-
lýsinga um framleiðsluvörur verk-
smiðjanna. Allur sá undirbúningur
hefur verið skipulagður með það
fyrir augum að geta veitt við-
skiptavinum sem beztar upplýsing-
ar og þjónustu. Liggja nú þegar
fyrir hjá umboðinu nákvæmir verð
listar yfir hinar ýmsu vélar og fá-
anlegan aukaútbúnað með þeim. —
JttRuOA,
BILHAPPDRÆTTI FUF
Nú era a&eins 7 daaar, þar
til dregib verBur um þennan
glæs’dega Ford Consul 315
De Luk árgerð 1962.
Kaupið miba úr bilnum i
Austurstræti.
Góðfúslega gerið skil i
Tjamargötu 26, simi 12942.
DREGIÐ 10. APRIL.
Aðeins 8000 miðar.
Allar upplýsingar um bilinn gefur Fordumboðið, KR. KRISTJÁNSSON, Suðurlandsbraut 2, — simi 3 53 00