Vísir - 03.04.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 03.04.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagurinn 3. apríl 1962. VISIR 5 ór um allt landið Snjókoma var í morgun um allt Vesturland og snjóaði býsna mikið, hér í Reykjavík til dæm- is 4 millimetra á 3 klst. og er það mikil úrkoma af snjó að vera, sagði Páll Bergþórsson Vísi í morgun, er hann spurði hann frétta af snjókomunni. — Kvað hann snjókomuna mundu færast austur yfir landið, en smá-eyðast. Vísir hefur haft af því spurn- ir, að á ýmsum bæjum út um sveitir, vestur um Mýrar og sums staðar austan fjalls, hafi vatnsskortur verið orðinn til mikils baga á mörgum bæjum, og orðið að sækja vatn að, sums staðar langar leiðir, í straum- vötn og á aðra staði, þar sem vatn er að finna. Er þetta mik- ið og erfitt verk, og má geta nærri hver óhemjuvinna er við það bundin, eins og dæmi eru til, er sækja verður vatn að dag- Frímerkjadagur o * • Framh. af 16. síðu. að frímerkjasöfnun lýtur. Margir frímerkjasafnarar safna ekki einungis frímerkjum, held- ur líka póststimplum. Eiga sum- ir þeirra mjög stór stimplasöfn. Með vaxandi áhuga á frímerkja- söfnun hefur póstþjónustan auk ið þjónustu við safnarana með því að stimpla með sérstimpl- um. Þessir eru helztu sérstimplar á síðustu árum. Stimpill í sam- bandi við „Frimex“ frímerkja- sýninguna 27. sept. 1958, stimp- ill í sambandi við frímerkjasýn- ingu Æskulýðsráðs Reykjavíkur 7. apríl 1960. Þá var dagur frí- merkisins í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur 11. apríl 1961 og var þá notaður sérstimpill. í dag er svo annar dagur frímerkisins. iÍBfidÍBidRSBtienn •. • Framh. af 1. síðu. kosningunni og síðan sæti á listanum, en Freymóður taldi annars líklegt, að Gísli Sigur- björnsson yrði í efsta sæti Mun ekki verða hætt við bessi á- form, nema tryggð verði tvö ör- ugg sæti á listum flokkanna, sagði Freymóður að lokum Fjandskapur við AA og Bláa bandið. Vísir hefir frétt þa'~' »f>:r öðrum leiðum, að bindindis- menn hafi leitað eftir þvi við Jónas Guðmundsson, hinn ötula forvígismann AA-samtakanna og Bláa bandsins. að hann tæRi efsta sæti á lista þeirra, en hann hafnaði, þar sem templar ar hafa jafnan verið fjandsam- legir því ágæta starfi, sem þessi samtök hafa unnið. Má segja að það er mikið áfall fyrir þl að Jónas skuli hafa reynzf ó- fáanlegur til framboðsins þvi að fáum mun þykja Gisli sigur stranglegur. Er raunar erfitt að sjá hvaða menn þessir „iistamenn" gets fengið til liðs við sig, en bó. er helzt talið, að eitthvað ar ó- ánægðum Framsóknarmórinum mundu kasta atkvæði sínu á þenna lista. lega til heimilisnota og handa tugum nautgripa og annars bú- penings. Á tamningastöð einni austan fjalls hefur orðið að fara með allan hópinn, yfir 20 hesta, langa leið hverju sinni til brynn- ingar, og mætti fleiri slík dæmi nefna. Ekki er það óalgengt á ýmsum bæjum, þar sem brunnar þverra í langvarandi úrkomu- leysi á vetrum, að menn bjarga Slasaðist í skipi 1 gærkveldi slasaðist maður við vinnu í skipi inn við Gufunes- bryggju. M.s. Arnarfell lá þar við bryggju og var að athafna sig, er einj verkamanna, Rúnar Finnbogason. Óðinsgötu 25, varð milli lestarops og vörulyftu. Hve mikið Rúnar slasaðist veit blaðið ekki, að öðru leyti en því að Iæknir sem skoðaði hann sfeömmu eftir að slysið varð kvaðst vona að það væri ekki al- varlegs eðlis. Þjóðréttarfræðingur - Framh af 16. síðu. kunnasti þjóðréttarfræðingur Breta og mikilsvirtur kennari í fræði- grein sinni. Hann kemur hingað samkvæmt sérstökum samniogi milli British Council og Háskóla íslands um gagnkvæm skipti á fyr- irlestrum. sér með því að bræða snjó handa skepnum og til matar- gerðar, en nú hefur lengi verið snjólaust í fjölda mörgum byggð um, svo að ekki hefur orðið til þess ráðs gripið. Mun núverandi snjókoma allvíða vera fagnað í sveitum í von um, að veður- breytingin leiði til þess að úr vatnsskortinum bætist. Víða hefur vart komið úrkoma, að minnsta kosti ekki rignt að heit- ið geti, frá því um miðjan febrú- ar, og hafi verið lítils háttar úr- koma hefur hún ekki komið að haldi, þar sem hún hefur ekki komizt niður vegna frosta, en verið hafa langvarandi frost- Gísli Halldórsson. Heiðrar Gísla Fyrir skömmu sæmdi stjórn Danska íþróttasambandsins Gísla Halldórsson, formann ÍBR, gullmerki sambandsins fyrir störf hans að íþróttamálum og íþróttasamskiptum danskra og íslenzkra íþróttamanna. — Var veiting merkisins ákveðin á fyrsta fundi sambandsstjórnar- innar eftir heimkomu dönsku gestanna á afmælishátíð ÍSÍ i vetur, en eins og kunnugt er var Gísli formaður undirbúnings nefndar hátíðahaldanna. | Yfir 350 brezkir blaðamenn hafa boðað verkfall eftir 4 vikur náist ekki samkomulag um kaup þeirra og kjör. — Lágmarkslaun eru nú 21 sterlingspund og 10 shillingar á viku. Salomonsdómur í togaramáli Alþjóðanefnd hefur skilað áliti i Haag að undangenginni rannsókn á atburði þeim sem varð við Fær- eyjar £ maímánuði í fyrrasumar, er danska varðskipið NIELS EBBE- SEN skaut á Aberdeen-togarann RED CRUSADER. í Haag var gef- ið í skyn— en ekki opinberlega — að upp hefði verið kveðinn Salomonsdómur. Báðir víttir. í áliti nefndarinnar eru báðir víttir: Sölling skipherra á Niels Ebb?sen og Wood skipstjóri á Red Crusader. Sölling fyrir að láta ögr- andi framkomu Woods hafa þau áhrif á sig, að hann lét skjóta kúluskoti á togarann — hann hafi með því farið yfir þau mörk, sem embættisskyldan bauð honum, og sett mannslíf í hættu, — en Wood fyrir að hlýðnast ekki fyrirmælum Söllings, að nema staðar — en fyrr þennan sama dag, 29. maí, hafði hann hlýðnast slíkum fyrir- mælum. Hugðist ræna mönnum. í þessum vítum á Wood inni- Frondizi Argentínuforseti leiddur í fangelsi á dögunum. Látlausar hríðar og frost hörkur norðanlands Akureyri, 2. apríl. Allt er komið á kaf í fönn á nýjan leik hér Norðanlands. Umd- anfarið hefur verið hríðarveð- ur dag eftir dag, nema i gær var gott veður, og færð hefur spillzt verulega á vegum úti. Snjórinn er það mikill orðinn, að ekki sér lengur á dökkan dil að heitið getur og meira að segja er víða örðugt fyrir fólksbíla að komast eftir götum Akureyrar. í moigun var hér 16 stiga frost. í gær varð að fresta skíðamóti sem halda átti við skíðahótelið í Hlíðarfjalli vegna þess, að þátt- takendurnif komust þangað ekki. Leiðin til Húsavíkur er orðin ó- fær bifreiðum á nýjan leik og ekki komast aðrir bílar en „trukk ar“ út í Höfðahverfi eða til Dal- vikur. Byrjað var í morgun að ryðja Dalvíkurleiðina. Öxnadalur- inn og Öxnadalsheiðin virðast eitthvað snjóléttari, því í gær kom bíll sunnan yfir heiði til Akureyr- ar. Kvað bílstjórinn leiðina ennþá færa, en mætti þó ekki versna að ráði úi þessu. ; Vegna hriðarveðurs gátu flug- . vélar ekki lent á Akureyrarflug- | velli, hvorki á laugardag né föstu- dag. felst, að hann hafi ætlað að ræna tveimur dönskum sjóliðsforingj- um. Bech lauinanti og Kropp korp- óráli, en þeir voru sendir frá Niels Ebbesen yfir í togarann. Wood ætlaði sér að komast undan með þá til Aberdeen. Þeim var sleppt eftir að tvö brezk herskip lcomu á vettvang, en þau fylgdu þvi næst Red Crusader heim. í brezku blaði er komist svo að orði um víturnar á Sölling, að nefndin hafi komist að þeirri nið- urstöðu, að hann hafi tvívegis gengið lengra £ valdbeitingu en löglegt er: 1. Hann hafi skotið kúiuskoti án aðvörunar, — og 2. „teflt mannslífum í hættu án þess sannað sé, að nauðsyn hafi knúið hann til þess“. I dönskum blöðum segir um nið- urstöður nefndarinnar, að hún hafi að sjálfsögðu viðurkennt full- an rétt danskra yfirvalda í fær- eyskri landhelgi — og hinn skozki skipstjóri verið víttur fyrir, að hafa verið með vörpuna á hlið innan landhelgi á nánara tilteknum tíma, en nefndin telur ekki sannað, að hann hafi verið að ólöglegum veiðum. Salómonsdómur. Nefndin, sem var skipuð mönn- um frá Frakklandi, Hollandi og Belgíu, hefur þannig kveðið upp dóm þar sem báðum aðilum er kennt um, og mjög reynt að þræða meðalveg, svo að málið verði ekki þrætumál lengur. Ríkisstjórnir Bretlands og Dan- merkur hafa nú álitið til athugun- ar og sennilega ekki annað eftir en semja um bætur fyrir þær skemmdir, sem Wood mun gera kröfur til, vegna skemmda af kúluskotinu. Var við Færeyjar. Eitt Hafnarblaðanna gróf það upp, að þegar dómurinn var felldur hafi Wood verið að fiska við Færeyjar, og hringdi til konu hans i Aberdeen, sem staðfesti, að hann væri að veið- um þar, — „rétt megin línunn- ar“, bætti hún við. í Aberdeen væru menn þeirrar skounar, sagði blaðið ennfremur eftir upphringinguna, að lífið — og fiskveiðarnar — yrðu að ganga sinn gang, hvað sem liði áliti Haagnefnda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.