Vísir - 03.04.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 03.04.1962, Blaðsíða 9
Þriðjudagurinn 3. apríl 1962. \r$iR Allir kristnir mcínn kannast við atburðinn, þegar menn í þjónustu myrkravaldanna smánuðu og hræktu á friðar- höfðingjann sjálfan — meist- ara og drottin kristinna manna. Árið 1960 birtust nokkrar blaðagreinar í ísl. dagblöðun- um um MRA hreyfinguna og dr. Frank Buchman. Ég hef lengi ætlað mér að minnast örfáum orðum á sumar þess- ara greina, en það hefur dreg- izt. Nýlega kom svo upp í hendur mínar lítið enskt blað, sem minnist á MRA — siðferðisviðreisnina í Kongó. Þar er það stjórnarforustan, sem lætur hafa eftir sér þann vitnisburð. Eftir að um vikutíma háfði staðið mjög hörð rimma í Kongóþingi um Katanga og fleira, kölluðu forsetar beggja deilda þingsins saman allan þingheim til þess að horfa á Afríku-kvikmyndina Frelsi. Þar mælti forseti efrideildar, M. Koumorika, á þessa leið. „Tilgangurinn er sá, að þessi dagur geti orðið öllum þingheimi dagur þess ásetn- ings, sem megnar að um- breyta Kongó. Eftir þetta kvöld skulum við varpa eig- ingirni okkar og syndum ann- arra í Kongófljótið, að það beri slíkt sem lengst burt.“ Nokkru áður hafði verið sýnd önnur MRA-kvikmynd, aðallega embættismönnum hersins. Hún sýndi, hversu skaðræðisöfl geta með ýmsu móti veikt og brotið niður sið ferðisþrek hermanna, og hvert rétta svarið sé við slíkri skemmdarstarfsemi. Forseti öldungardeildarinn- ar, Koumoriko, sagði enn fremur, að brátt myndi verða endurtekinn slíkur sameigin- legur þingfundur til þess að kynna kvikmyndina The Crowning Experience, sem á íslenzku var kölluð Hámark lífsins, en væri réttara að nefna, Dásamlegasta lífs- reynslan. Þetta eru aðeins síðustu sporin, segir í frá- sögninni, sem leiðtogar Kongó hafa stigið síðustu tvö árin til þess að kynna þjóð- inni starfsemi siðferðisvið- reisnarinnar — MRA, svo að áhrifa hennar yrði vart í lífi þjóðarjnnar. í maí 1960, mán- uði áður en Kongó hlaut sjálf stæði sitt, var starfssveit MRA-manna boðið til Kongó og tók hún þátt i sjálfstæðis- hátíðarhaldinu. Við þetta tækifæri þakkaði forsætis- ráðherrann MRA-mönnum op inberlega fyrir það, að „hafa hafið Afríku tit vegs í áliti heimsins." Sendiherra Bandaríkjanna sagði einnig, að í öllum erf- iðleikunum mánuðina eftir sjálfstæðistökuna hefðu þess- ir menn unnið uppbyggilegt og þarft verk til lausnar vandræðanna. Upplýsinga- og landvarnaráðherrann, Jean Bolikango, sagði: „Hefðu á- hrif þessara manna ekki kom ið til, hefði ástandið í land- inu orðið miklu skelfilegra.“ Siðastliðið sumar sendi Kasavubu forseti forseta- frúna og elzta son sinn til Caux í Sviss, skyldu þau vera þar fulltrúar hans á alþjóða- þingi siðferðisviðreisnarinn- arar, og iJlobutu hershöfð- Frank Buchman ingi sendi einnig þangað nokkra af þeim mönnum sín- um, sem hann treysti bezt. Á þessu þingi mælti forseta- frúin á þessa leið: „Traust okkar grundvallast mjög á starfsemi ykkai MRA- manna." Þannig er vitnisburðurinn frá Kongó, allmjög annar en hann var í sumum islenzku blaðagreinunum, sem nú skal vikið lítilsháttar að. Því mið- ur er það jafnan svo, að það sem er einum kært, hatar annar. Ekki er vandskilið hvers vegna sumir hatast við siðferðisviðreisnina. Það hef- ur löngum verið svo, að heimshyggjan og valdasjúkir menn hafa hrækt á þá, sem leitazt hafa við að efla guðs- ríki á jörðu. Á síðastliðnu ári rakst ég af tilviljun sem gestur á heim ili á greinarstúf í Frjálsri þjóð. Mér blöskraði sá ó- þverri. Orðbragðið kom illa upp um höfundinn, að mál- staður hans var vondur. Ö- þverrinn og sóðaskapurinn i greinarkorninu var vissulega hverjum siðuðum manni til skammar. Þar var verið að hrækja að dr. Buchman. Við hverju öðru er að búast? Menn hræktu á Krist, skyldu þá ekki lærisveinar hans hljóta eitthvað svipað, ef eitt- hvað er í þá spunnið? Ekki dettur mér í hug, að dr. Buch- man hafi verið gallalaus mað- ur, en hitt efa ég ekki, að það 11 SL hefur verið hans æðsta þrá að þjóna Guði og efla ríki hans á meðal manna. Þegar kvikmyndin Hámark lífsins var sýnd hér, þá birti Tíminn dóm um hana og var það bæði ósanngjarnt og ó- merkilegt spjall. Þar var skop ast að hugarfarsbetrun manna, sagt að í myndinni væru vandamálin leyst með „nokkrum væmnum orðum og titrandi tárum“, og að „svartur og hvítur brosi þar og gráti hver framan í aðra og allt sé , þá klappað og klárt“. Þannig er hægt að halda á málum þegar góð- vild og sanngirni skortir. — Löngu síðar kom í Tímanum falleg grein, sem hét: Þvær 'burt ryk af hjörtum okkar“ Þá voru tárin góð, þar þurfti ekki að draga dár að þeim. Öðru máli var um hinn mál- staðinn, því að hann þurfti að ófrægja. Ég fór tvisvar að sjá mynd- ina og er sammála þeim mörgu ágætu mönnum víða um lönd, sem lokið hafa miklu lofsorði á hana. Hún túlkar á einfaldan hátt og laust við allan reyfarabrag hið mikilvægasta sem gerist í lífi einstaklinga og sambúð manna, og á slíku höfum við allir þörf, einnig íslenzkir . . * '+"'rr tvíjo^ blaðamenn. Andstyggileg grein, þýðing úr Dagens Nyheder, birtist svo í Tímanum 17. -ágúst. 1961. Þar skreytir rembingur- inn sig með orðunum „fjölda- sefjun, sauðfrómar sálir, þriðjaflokks rithöfundar". — Þessir menn eru ekki í mikl- um vandræðum með að kasta mannssálunum í hin réttu hólf. Sauðfrómir, eða asnar með öðrum orðum, eru þeir, sem ekki eru á sömu línu og dómendurnir og þriðjaflokks rithöfundar, þeir sem ekki skrifa samkvæmt henni. Orða valið í greininni kemur alls staðar upp um illviljann á bak við. Enn var í Tímanum, í janú- ar 1962 vikið að MRA-hreyf- ingunni í Svíþjóð á fremur lubbalegan hátt, og 6. ágúst 1961 spurði blaðið: „Hvaðan fær siðvæðingarhreyfingin peninga?“ —r Mætti ekki allt eins vel spyrja, hvaðan fá pólitískir flokkar peninga til rándýrrar kosningasmölunar? Þarf nokkurn mann að undra, þótt margur maðurinn kunni að halda svo tryggð við and- legan menningararf feðra sinna, að vilja kosta til þess nokkrum skildingum að tefja fyrir algerri afkristnun skyld- menna sinna og jafnvel þjóð- arinnar í heild. Margur mun þrá að sjá eitthvað skemmti- legra gerast og er þá fús til að fórna nokkru af fátækt sinni eða ríkidæmi til slíkrar starfsemi. Það afla víst marg- ir peninga á óheiðarlegri hátt en MRA-menn. Sem betur fer hafa sum dag blöðin birt ágætar greinar um siðferðisviðreisnina, og eru sumir höfundar þeirra þjóð- kunnir sæmdarmenn, en beztu vitni hreyfingarinnar verða þó verkin, sem hún hefur unnið og vinnur víðs vegar um heim. Skyldi okkur hér í landi veita af siðferði- legri endurreisn? Hvað sagði Alþýðublaðið 21. marz s. 1. samkvæmt endurprentun í Morgunblaðinu 22. marz. Orð blaðsins voru á þessa leið: „í áratugi hafa veigamiklir Aðalstöðvar MRA í Evrópu err í Caux í Svisslandi. Myndin er af einu húsi hreyfingarinnar þar. þættir íslenzkrar löggjafar verið sniðgengnir af fjölda landsmanna, en ríkisvaldið hefur ekki haft vilja eða getu til að framfylgja lögunum. Þannig hefur verið með skattalög, áfengislög, gjald- eyrislög og smygl. Enginn hef ur verið talinn verri maður, þótt vitað væri, að hann bryti af sér á þessum sviðum. Hef- ur þvert á móti verið brosað að þeim sérvitringum, sem gáfu rétt upp til skatts, skil- uðu erlendum gjaldeyri til bankanna og smygluðu ekki þegar tækifæri gafst“. Ritstjórnargreininni lýkur síðan á þessum orðum: „Enda þótt glæpamenn aki ekki um göturnar með vél- byssur og grófasta spilling, sem þekkist erlendis virðist ekki tíðkast hér, er íslenzkt þjóðfélag rotið af fjárhags- legri spillingu, sem fram kem ur í öllu því, sem að ofan var nefnt. Þegar ungir menn, sem hafa alizt upp við hugsunar- hátt þess ástands ætla að reyna íslenzka „sjálfsbjargar- viðleitni" í öðrum löndum, eru þeir skyndilega orðnir sakamenn. Lækningin verður að byrja hér heima hjá okkur sjálf- um“. Varðandi þetta reyna menn nú eins og oft að kenna hver öðrum um, en sannheiðar- legir menn afsaka sig aldrei með neinu ástandi. „Lækningin verður að byrja hér heima hjá okkur“, segir blaðið réttilega, en hver ætlar að framkvæma lækning una? Hvort sem það verður að þakka áhrifum frá kirkju landsins eða meðfram frá öðr um andlegum hreyfingum og siðabótarstarfsemi, er von- andi að allir gerum við okk- ur það ljóst, að til þess að hér geti orðið „gróandi þjóð- líf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis braut“, þarf meira en að játa krist- indóm. Það þarf einnig að iðka dyggðir hans, þar á með al heiðarleikann. MRA- hreyf ingin er aðallega hvatning til okkar allra, að snúa við frá óheiðarleik og siðferðislosi til iðkunar hinna kristilegu dyggða: heiðarleika, hrein- leika, óeigingimi og kærleika. Þessi kenning er engin ný- mæli, en ef við vanrækjum þessar dyggðir svo að til þjóð arvoða horfi, verður einhver að taka að sér hið erfiða hlut- verk, ög oft vanþakkaða, að brýna okkur til að vakna upp af dáðlausum nafnkristin- dómi til þess siðgæðis, sem er raunhæfur og sannur kristin- dómur í sál hvers manns og hverju þjóðfélagi. Sómasam- legra er að styðja slíka starf semi en að kasta að henni, jafnvel þótt eitthvað megi að henni finna. Þegar Frank Buchman dó, skrifaði Carl J. Hambro, fyrrv. Stórþingsforseti Norð- manna, í Oslóblaðið Aften- posten: „Mesti maður vorra daga er dáinn". Pétur Sigurðsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.