Vísir - 03.04.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 03.04.1962, Blaðsíða 16
VÍSIft Þr|ðjuid§gurinn 3. apríl 1962. Sérstimpill póststofunnar á degi frímerkisins. Dagur frímerki- sins í dag er „dagur frímerkisins“ og verður notaður sérstakur stimpill á póststofunni í Reykja- vík og geta menn stimplað með i honum öll íslenzk frímerki, sem eru í gildi. Félag frímerkjasafn- ara hefur og gefið út sérstakt umslag í tilefni dagsins. í til- efni dagsins er efnt til ritgerðar- samkeppni í 12 ára bekkjum um verkefnið: „Hvað getum við j lært á því að safna frímerkj- um?“ Enn fremur verða glugga- sýningar á nokkrum stöðum í bænum og þar sýnd frímerkja- söfn og ýmislegt annað, sem Framhald á bls. 5. < y ICnaicspymuIeikurinn úti i Glasgow um helgina þykir tíðundum sæta, bæði fyrir sig ur St. Mirrens, sem kom mjög á óvart, og enn fremur fyrir það skrílsæði, sem greip áhorfendur, er þeir ruddust fram á leikvanginn, ógnuðu leikmönnum og hatrömm á- flog hófust á vellinum. Glasgow til skammar. Þessi frétt er á forsíðu allra skozku blaðanna og mikið úr henni gert. Blöðin segja að fram koma áhorfendanna hafi verið algert hneyksli. „Áhorfendur ætluðu að beita leikmenn of- beldi“ segir eitt. Annað blaðið slær upp stórri fyrirsögn: — „Þetta má aldrei koma fyrir aft ur“. „Atburðurinn var Glasgow- búum til skammar“. Hughes í Celtic skoraði annað markið fyrir sitt lið. Ægileg fagnaðarlæti brutust út, en skyndilega köfnuðu fagnaðar- lætin í hálsi mannfjöldans, þeg ar dómarinn dæmdi Johnny rangstæðan og markið ógilt. Bjórflöskum og allskyns hlut um fór fyrst að rigna yfir völl- inn, síðan ruddist fólkið hundr- uðum saman út á völlinn. Það urðu slagsmál og varð að flytja 30 manns á sjúkrahús. Borgarstjórinn í Glasgow Je- an Roberts gaf út yfirlýsingu í sambandi við atburðinn: „Ég vona að fólk í öðrum héruðum líti ekki svo á, að framkoma Glasgow-búa sé almennt með þessum hætti. Hér var eingöngu ao verki fámennur skríll, sem er hverjum þeim stað til ama sem þeir búa f. Það verður að grípa til róttækra ráðstafana til að hindra að slíkt endurtaki sig. íþróttafélagið sem styður Celtic-knattspyrnuliðið lét í ljós sár vonbrigði yfir að það skyldu hafa verið áhorfendur fylgjandi Celtic sem þannig hegðúðu sér. Foringi þess Hugh Delaney seg- ir: „Fólk sem getur ekki þolað að félag þeirra tapi, ætti ekki að mæta á knattspyrnuleikjum." © Fagnaður — síðan reiði. Skozku blöðin segja að róst- urnar hafi byrjað, þegar Johnny Alþýðubandalagsþing: » Skreytti sig með stolnum fjöðrum Þingi Alþýðusambandsins lauk á sunnudaginn og var það ó- venju hnípinn og fámennur fé- lagsskapur. Baráttukjarkurinn og sóknarviljinn hafði gleymzt heima og Hannibal og Einar OI- geirsson fluttu sömu ræðuna og þeir hafa flutt s.l. fimm árin. t morgun birtir Þjóðviljinn stefnuskrána og ber hún ljósan vott þess að bandalagið er nú að gliðna og veit að það hefir misst traust vinstri manna í stórum stíl. Það furðulega skeð ur að helztu baráttumál banda- lagsins samkvæmt stefnu- skránni hafa þegar verið fram- kvæmd af núverandi ríkisstjórn eða eru á skrá hennar! Hér skulu nokkur atriði nefnd í þessari furðulegu stefnu skrá: 1) Full atvinna verði tryggð (Allir nema Alþýðubandalags- menn vita að í landinu er ekk- ert atvinnuleysi og hefir ekki verið í aldarfjórðung/) 2) Verkalýðnum verði tryggð réttlát hlutdeild í þjóðarfram- leiðslunni. (Ríkisstjórnin hefir margsinnis lýst sig fylgjandi því að laun hækkuðu sam- kvæmt aukinni þjóðarfram- lciðslu). 3) Þjóðarframleiðslan sé efld. (Hver skyldi vera á móti því?) 4) Fjárfestingin sé skipulögð samkvæmt fyrirframgerðum á- ætlunum (Þeir Alþýðubandalags menn hafa greinilega hér haft Framkvæmdaáætlunina í huga) 5) Alhliða nýting erlendra markaða sé tryggð (Það var cinmitt gert undanfarin ár með því að leita fleiri vestrænna markaða en einblína ekld á aust urmarkaðinn). Þessi fimm atriði verða látin nægja til þess að sýna hver er stefnufesta og hugsjónagleði þeirra Alþýðubandalagsmanna. En kæru vinir, hvíl' sleppið þið ekki þeirri fyrirhöfn að sam þykkja það, sem þegar er búið að gera og kjósið bara stjórnar fiokkana? Kunnur þjóðréttar- ýrœöingur í heimsókn Prófessor Robert Y. Jenr.ings frá Cambridge-háskóla flytur fyrir- lestur f boði laga- og viðskipta- deildar Háskóla íslands míðviku- dag 4. apríl kl. 5.30 e. h. í i. kennslustofu Háskólans. Fyrirlest- urinn verður fluttur á ensku og fjallar um aðiljaskipti að réttmd- um og skyldum samkvæmt milli- ríkjasamningum. Þá flytur prófes- sor Jennings annan fyrirlestur á sama stað föstudag 6. apríl kl. 5.30 e. h. á vegum Lögfræðingaféiags íslands. Fjallar sá fyrirlestur ur.i mikilvægi alþjóðalaga nú á dög- um. Prófessor Jennings er einn Framh. á 5. síðu. \ i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.