Tölvumál - 01.12.1987, Side 10

Tölvumál - 01.12.1987, Side 10
Við þurfum hins vegar að gefa þeim þáttum, sem hafa áhrif á árangur tölvuvæðingar, betur gaum en verið hefur. Tölvu- væðing hefur núorðið ósköp lítið með forritun að gera. Flest nauðsynleg forrit má kaupa tilbúin út úr búð. Tilbúnum forritxam má beita á fleiri en einn veg og laga þau þannig að viðfangsefnum og vinnuhefðum. Það er mesti misskilningur að hvert fyrirtæki sé svo allt öðru visi en önnur að það krefjist stórkostlegrar aðlögunar á forritum. "Við og okkar sérstöku þarfir" sem margir stjórnendur fyrirtækja bera oft fyrir sig er ekkert annað en tregða til að breyta úreltum og stöðnuðum vinnuaðferðum." Oftrú á tækninni "Tölvufræðingar eru mjög vel menntaðir i tækninni en þekkja alltof litið til viðfangsefnanna sem unnin eru á skrifstof- um. Þeir eru þvi ekki vel i stakk búnir til að takast almennilega á við að koma á sjálfvirkni á skrifstofum. Við þurfum þvi að mennta tölvufræðinga með meiri þekkingu á viðfangsefninu. Sú leið sem Verslunarskólinn ætlar að fara i tölvumenntun er rétt þótt deila megi um nafnið. Hins vegar hefur alltof miklu púðri verið eitt i deilur um nafnið. Það er inntak menntunarinnar sem skiptir máli. Ég sé mikla þörf í atvinnulifinu fyrir menn með þá menntun sem Verslunarskólinn ætlar að veita og vona að þeim takist vel til. Það er ekki nóg að senda starfsfólkið á námskeið og búast siðan við að sjálfvirknin komi af sjálfu sér. Það er alltof algengt að starfsmenn, gjarnan ritarar, eru sendir á tölvunámskeið þar sem þeir þurfa að innbyrða mikla þekkingu á skömmxim tima. Þeim tekst sjaldan að vinna úr þvi magni upplýsinga sem þeir hafa fengið. Og loks þegar þeir koma á skrifstofuna aftur biða þeirra svo mörg verkefni að þeir hafa ekki tima til þess að nýta það sem þeir hafa lært. Forsvarsmenn verða að móta stefnuna um sjálfvirkni og ganga á undan með góðu fordæmi og hagnýta sér hana. Það er lika nauðsynlegt að tölvuáhugamenn finnist meðal starfsmanna sem hafa elju og nennu til að læra á tæknina og miðla sam- starfsmönnum sinum af kunnáttu sinni. En hvatning verður að koma ofan frá. Hér þarf að ganga skipulegar til verks. Það þarf að endurskipuleggja vinnuganginn á skrifstofum með tilliti til tölvuvæðingarinnar. Að öðrum kosti verður tölvan og vinnan i kringum hana meira eða minna viðbót við allt það sem 10

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.