Tölvumál - 01.01.1988, Page 11

Tölvumál - 01.01.1988, Page 11
Vilhjálmur Sigurjónsson: Tölvuorðasöfn Ekki er langt síðan íslensk málnefnd gaf út aðra útgáfu Tölvuorðasafnsins sem Orðanefnd Skýrslutæknifélagsins tók saman. Þetta er endurskoðuð útgáfa safnsins sem Bókmennta- félagið gaf út 1983. Varla er þó hægt að segja annað en þetta sé nýtt safn, slíkar eru breyt- ingarnar á umfangi og frágangi, eldra safnið var með um 700 flettiorðum, nýja útgáfan hefur um 2600. Tölvuorðasafnið er íðorðasafn og er því bæði með þeim göllum og kostum sem slíku safni fylgja. íðorðasöfn eru um margt ólík venjulegum orðabókum1. Eins og orðið sjálft ber með sér er orðaforðinn takmarkaður við eitthvert fag eða sérgrein (íð- er skylt orðunum iðn og iðja, sbr. handíð). Þar að auki er annað sjónarmið ráðandi við gerð íðorðasafna en við venjulega orðabókargerð. Þegar íðorðasafn er gert er fyrsta skrefið það að sviðið sem safnið á að ná til er skilgreint. Höfundurinn (orðanefndin) kappkostar síðan að ná fullri yfirsýn yfir öll þau hugtök sem sviðinu tilheyra, skilgreina yfirhugtök og undirhugtök þeirra í heildarsamhengi. Að því loknu er hverju hugtaki fengið nafn. (M.ö.o. fyrst er safnið dregið í dilka og síðan markað.) Meginsjónarmið íðorðasafns er það sem kalla má aðgreiningarsiónarmið. Engin hugtök mega skarast og ekki má nota sama orðið yfir tvö eða fleiri hugtök. Hér er hið faglega sjónarmið ráðandi, ef orð er nefnt á ekki að vera minnsti vafi á því um hvað er verið að tala. Tölvuorðasafnið fylgir staðli um slíka orðalista (ISO 2382), þar sem hvert orð á sér nákvæma samsvörun í öðrum málum. Venjulegar orðabækur hafa hins vegar það hlutverk að geyma þau orð sem eru til (ritstjórar venjulegra orðabóka sitja ekki við að búa orðin til, þeir safna) og segja hvernig þau eru notuð, hvað þau merkja og stundum hvernig þau eru sköpuð. JMeð orðunum veniuleg orðabók er hér átt við eins máls orðabók. 11

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.