Tölvumál - 01.01.1988, Síða 12

Tölvumál - 01.01.1988, Síða 12
Orðanefnd Skýrslutæknifélagsins hóf störf árið 1968. Á þeim tíma voru tölvur á landinu ekki fleiri en svo að þær mátti telja á fingrum annarrar handar. Notendur þessara tækja voru fyrir vikið fáir og tæknin ekki í höndum annarra en sérfræðinga. Þannig var raunin næsta áratuginn. Þótt tölvum hafi fjölgað verulega undir lok áttunda áratugarins voru þær enn verkfæri sérfræðinganna. Það er því eðlilegt að mest áhersla hafi verið lögð á gerð íðorðasafns fyrir þetta svið í upphafi. Það má vera ljóst að starf nefndarinnar hefur verið meira bundið nýsmíði orða en ef sviðið væri gamalgróið og hefð myndast um málnotkun innan þess. Þetta hlýtur að hafa verið bæði kostur og ókostur við gerð safnsins. Kostur vegna þess að auðveldara er að meta hvaða hugtaki á að fá eitthvert tiltekið heiti þegar lítil sem engin hefð er komin á notkunina og svigrúmið því mikið (íðorðasmiðir lenda oft í þeirri aðstöðu að orð sem þeir vildu gjarna nota yfir eitthvert svið er þegar notað yfir eitthvað annað og því "upptekið"). Ókostur vegna hinnar miklu vinnu sem svo ómarkað svið hlýtur að krefjast t. d. við nýsmíði. Annar augljós ókostur við aðstöðu orðanefndarinnar er að almenn- ingur þekkir einatt ekki orðin sem smíðuð eru eða nýmerkingar sem þekkt orð fá. Þetta er því meiri ókostur sem almenn tölvuvæðing er hraðari, en það er einmitt það sem nú hefur gerst. Á undanförnum tveimur árum hefur tölvuvæðing almennings jaðrað við byltingu. Nú er varla til það heimili að ekki sé til á því tölva af einhverju tagi sem "heimilisleikfang", jafnvel svo ríkulega búin að enginn hefði litið á hana nema sem skrifstofuáhald ætlað til vinnu, þjónandi mörgum mönnum, fyrir örfáum árum. Hér er augljóslega nokkur málfarslegur vandi á ferðum. Ef orðin sem eru í tölvuorðasafninu eiga að festa rætur verða þau að berast almenningi í hendur. Nú þýðir ekki að beina orðum sínum að hinum þrönga sérfræðingahópi til þess að koma nýju orði á framfæri (nema festa eigi sérstakt sérfræðingamál í sessi) heldur verður að ávarpa alla þjóðina. Það þýðir ekki að benda á Tölvuorðasafnið í þeim efnum og segja við almenning: "lesið þetta". Eitt einkenna íðorðasafna er það að ætlast er til að sá sem flettir upp í því viti þegar hvað orðið merkir, a. m. k. í grófum dráttum. Þetta sést m. a. á því að orðin eru einatt skýrð með öðrum íðorðum, skýringar ganga kerfisins vegna í hring og íðorðasöfn eru fyrir vikið ónothæf til þess að fá almennar skýringar á einstökum orðum. Sem dæmi má nefna orðin skjár 12 -

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.