Tölvumál - 01.03.1988, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.03.1988, Blaðsíða 4
OPIN UMRÆÐA í TÖLVUMÁLUM í síðasta tölublaði birtist grein um tölvuráðgjöf eftir Halldór Kristjánsson verkfræðing. Greinin hefur vakið mikla athygli. Sama máli gegnir um erindi Halldórs um sama efni sem hann flutti á félagsfundi í lok janúar. Mörg atriði sem koma fram í greininni hafa vakið athygli fjölmiðla. Hefur af þeim sökum skapast nokkur umræða um þá ráðgjöf sem fáanleg er í tölvumálum hér á landi. Þessi umræða er af hinu góða. Fyrirtæki og stofnanir sem hyggja á tölvuvæðingu eru farin að huga betur að vali á ráðgjöfum en áður. Því fer fjarri að allir séu ánægðir með að málefni tölvumanna séu rædd með þeim hætti sem áður er nefnt. Hinir fjölmörgu stjórnendur fyrirtækja og stofnana sem þurfa að leita sér ráðgjafar hafa hins vegar þegar upplifað þann vanda sem Halldór gerði að umtalsefni. Grein hans hefur staðfest ýmsar af grunsemdum þeirra. Undanfarna mánuði hefur komið í ljós að lesendur Tölvumála og aðrir áhugamenn um nútíma upplýsingatækni kunna að meta gagnrýna umfjöllun um tölvumál. Sá tími er liðinn að notendur tækninnar líti á hana sem einkamál sérfræðinga. Til þess að standast hina miklu samkeppni í nútímaþjóð- félagi verða fyrirtæki að halda rekstrarkostnaði í lágmarki. Mönnum hefur verið talin trú um að besta leiðin til að fylgjast með tímanum felist í tölvuvæðingu. Nú hefur sá sannleikur runnið upp fyrir þeim að meira þarf að koma til en skjáir, seguldiskar og tölvur með tilheyr- andi leiðslum og prenturum. Mistök í tölvuvæðingu fyrirtækja eru ekki óalgengari hér á landi en erlendis. Flestir þekkja orðið af eigin raun dæmi um kostnaðarsama misheppnaða tölvuvæðingu. Kostnaðar- áætlanir hafa farið úr skorðum, kerfin hafa verið lengi að komast í notkun og þau hafa ekki leyst þau verkefni sem þeim var ætlað. Margir stjórnendur hafa staðið hjálparvana gagnvart vandamálum sem þessum. Tölvumál vilja leggja sitt af mörkum til að koma faglegri umfjöllun um allar hliðar upplýsingatækninnar á framfæri. Greinar um alla þætti upplýsingamála eru velkomnar. Tölvumál munu sjá til þess að allir sitji við sama borð. Lesendur þurfa ekki að óttast að við stingum undir stól gagnrýni á blaðið sjálft og Skýrslutæknifélagið. Greinar um málefni sem áður hefur verið vakið máls á eru sérstaklega velkomnar. Þær verða að sjálfsögðu birtar án allra athugasemda. í síðasta blaði birtist grein eftir ábyrgðarmann blaðsins með gagnrýni á tölvustefnu Háskólans. Hún vakti allnokkra gagnrýni. Voru ekki allir sammála sjónarmiðum greinarhöfundar. Tölvumál Háskólans verða - 4 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.