Tölvumál - 01.03.1988, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.03.1988, Blaðsíða 8
Á L I T A M Á L Páll Jensson: Fyrsta álitamál: METNAÐARLAUS HÁSKÓLI Sjá grein Stefán Ingólfssonar, ritstjóra, í síðasta hefti TÖLVUMÁLA. Hér get ég verið stuttorður, því ég er sammála Stefáni í öllum meginatriðum, einkum ef orðin "fullkomin og fjölbreytileg netþjón- usta" eru sett í stað orðanna "ein öflug reiknitölva". Jóhann Gunnarsson bendir á í Alþýðublaðinu 4. mars s.l. að "metnaðarleysið lýsi sér í þeirri stefnu að láta Reiknistofnunina standa undir eigin rekstri", sem átti vel við á sínum tíma en er úrelt nú við breyttar aðstæður. Undirrót þess að ekki er hægt að lifa á því að selja þjónustu til rannsóknaraðila hérlendis er reyndar sú að þeir eru fjársveltir og fátækir. Ég tel mig vera einn þeirra draumóramanna, sem Stefán ræðir um, sem trúa á það að íslendingar geti haslað sér völl á sviði upplýsinga- tækni á alþjóðavettvangi. En til þess þarf bæði góða aðstöðu og ekki síður sterkan stuðning við rannsóknir og þróunarstarf á þessu sviði. Hér þarf að gera stórt átak, en meira um það á öðrum vettvangi. Annað álitamál: FRAMLEIÐNI OG TÖLVUR. (sjá bls. 14) í septemberhefti TÖLVUMÁLA 1986 birtist athyglisverð grein eftir Stefán Ingólfsson, ritstjóra og hét hún "Framleiðni óbreytt í 20 ár". Greinin er um margt merkileg og verðskuldar miklu meiri umræðu en orðið hefur. Sigríður Á. Ásgrímsdóttir, verkfræðingur skrifaði einnig ágæta grein í TÖLVUMÁL í framhaldi af grein Stefáns en annað hef ég ekki séð í okkar ágæta blaði. Hins vegar heyrði ég að einhverjir þingmenn hefðu vitnað í skrif Stefáns, sem er í sjálfu sér vel, svo framarlega sem það leiðir til skynsamlegra ályktana. - 8 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.