Tölvumál - 01.03.1988, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.03.1988, Blaðsíða 7
PS-80 línan í fjölnotendaútgáfu Heyrst hefur að PS 80 línan frá IBM muni verða boðin í fjölnotenda- útgáfu upp úr 1990. Ástæðurnar fyrir því að þessi lausn er ekki boðin fyrr munu aðallega vera tvær, þ.e. að stýrikerfishönnun er ólokið og hræðsla við að þessi nýja lausn myndi ýta minnstu System- /36 út af markaðnum. Nýjar stöður Páll Jensson hefur verið skipaður prófessor í vélaverkfræði og hefur hann því látið af störfum sem forstöðumaður Reiknistofnunar Háskól- ans og Helgi Þórsson hefur tekið við þeirri stöðu. Þá hafa tveir helstu yfirmenn stofnunarinnar hætt á skömmum tíma því síðastliðið haust hætti Jóhann Gunnarsson þáverandi framkvæmdastjóri og flutti sig til Fjárlaga- og Hagsýslustofnunar. NordDATA 88 NordDATA ráðstefnan verður í ár haldin í Finnlandi, 13. - 16. júní, nánar tiltekið í "tæknibænum" Otnás við Helsinki. Ráðstefnan verður í hefðbundnu formi, 10 "dagskrár" samtímis í gangi og annað eftir því. "Ta alla med", segja Finnar í bæklingi sem okkur hefur borist. í undirbúningi er hópferð héðan á ráðstefnuna á vegum ferðaskrif- stofunnar ÚRVALS. Spástefna í tilefni af tuttugu ára afmæli Skýrslutæknifélagsins verður haldin spástefna 6. apríl n.k. Á spástefnunni munu nokkrir framsýnir gáfumenn reyna spádómsgáfu sína á upplýsingatækninni. TÖLVUMÁL vilja af því tilefni minna á hin fleygu ummæli danska háðfuglsins Storm Pedersen: "Það er alltaf erfitt að spá og einna verst um framtíðina". Guðríður Jóhannesdóttir - 7 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.