Tölvumál - 01.03.1988, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.03.1988, Blaðsíða 6
FRÉTTAPISTILL Marglitur tölvukostur Stöð 2 vekur athygli fyrir margra hluta sakir. Það sem tölvumönnum þykir athyglisvert er marglitur tölvukostur stöðvarinnar, sem samanstendur af HP 9000 tölvu, MicroVAX II og 20 Wang PC vélum sem tengdar eru saman með Novel netkerfi. Að auki má nefna að í VAX-tölvum Verzlunarbankans eru áskriftarreikningar stöðvarinnar unnir. Alþingi kaupir WANG Rétt þykir að vekja athygli á sölu Heimilistækja á Wang 7010 tölvu til Alþingis, þrátt fyrir að fréttir af þeirri sölu hafi birst í dag- blöðum. Ástæðan er sú, að í þessum pistli hefur áður verið sagt frá því þegar Menntamálaráðuneytið og Húsnæðisstofnun, sem bæði notuðu Wang búnað, ákváðu kaup á IBM 9370 í stað þess að skipta áfram við Heimilistæki. Vegna þessa m.a. voru ýmsir ekki sérlega bjartsýnir á að Alþingi myndi áfram halda sig við Wang. Þetta dæmi minnir okkur á að oft er erfitt að spá fyrir um það sem gerist í tölvuheiminum. Betri þjónusta Póstur og sími hefur nú ákveðið að veita notendum gagnaflutnings- netsins bætta þjónustu með því að stofna sérstaka gagnaflutnings- deild. Forstöðumaður þessarar nýju deildar verður Karl Bender verkfræðingur. Skammvinn sæla Sælan virðist hafa verið skammvinn í hjónasæng fyrirtækjanna Rökvers og Hjarna. Eftir sameininguna töldu aðstandendur Hjarna sig hafa vanmetið framlag sitt til búsins og vildu endurmeta og breyta eignahlutaskiptingu í hinu nýja fyrirtæki. Á þetta vildu Rökversmenn ekki fallast og gengu út. - 6 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.