Tölvumál - 01.03.1988, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.03.1988, Blaðsíða 17
starfsaðferðum áður en ný tæki eða vinnslukerfi eru tekin í notkun. Reynsla margra framleiðslufyrirtækja bendir í sömu átt. Bandarísku Ford bifreiðaverksmiðjurnar hafa bætt mjög rekstur sinn undanfarin misseri. Margir hafa talið að árangur Ford mætti rekja til aukinnar sjálfvirkni og notkunar tölvustýrða véla, sem nefndar hafa verið því óheppilega heiti vélmenni á íslensku. í viðtali við tímaritið Business Week fyrr á þessu ári hélt stjórnarformaður og aðalforstjóri Ford, D.E. Peterson, því hins vegar fram, að 80% árang- ursins væri til kominn vegna skipulagsbreytinga. Þær hefðu síðan gert mögulegt að ná fram hinum 20% með að beita sjálfvirkni og tölvu- notkun. Ýmsir íslenskir rekstrarráðgjafar, sem ritað hafa um tölvunotkun og tölvuvæðingu, hafa undirstrikað nauðsyn þess, að fyrirtæki láti gera rekstrarúttekt á fyrirtækinu öllu eða að minnsta kosti því verkefni, sem leysa á með tölvum áður en tölvuvæðing á sér stað. Þessum ábend- ingum hafa forráðamenn fyrirtækja hér á landi ekki fylgt svo að orð sé á gerandi. Fækkun yfirmanna Tölvuvæðingin skapar möguleika á því að breyta stjórnskipulagi fyrir- tækja. Með því að nota tölvutækni má stytta boðleiðir. Einnig má bæta möguleika stjórnenda á því að fylgjast með fjármálum, framleiðslu, sölumálum og öðrum þáttum, sem máli skipta í rekstrinum. Þetta jafngildir því að nú er unnt að fækka yfirmönnum frá því sem verið hefur. Enn hefur þó orðið óverulegur árangur hvað það varðar að draga úr yfirbyggingu fyrirtækja á vesturlöndum. Sérfræðingar telja, að 20%- 30% af stjórnendum bandarískra fyrirtækja sé ofaukið. Máli sínu til stuðnings vitna þeir til japanskra fyrirtækja, en þau hafa mun færri stjórnendur en gerist í Bandaríkjunum. Ekkert bendir til þess að hér á landi hafi orðið betri árangur en í Bandaríkjunum hvað það varðar að einfalda stjórnfyrirkomulag fyrirtækja með tölvunotkun. Þá skapar tölvutæknin fyrirtækjum möguleika á því að byggja upp liprara stjórnfyrirkomulag en gerist nú. Endurskipulagning fyrirtækja getur orðið mun auðveldari en verið hefur. 17 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.