Tölvumál - 01.03.1988, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.03.1988, Blaðsíða 19
Frá því eru þó að sjálfsögðu undantekningar og nokkur fyrirtæki standa mjög faglega að verki. Menntun tölvumanna er almennt lélegri hér en í Bandaríkjunum. Þar í landi hafa meira en 80% þeirra starfsmanna, sem vinna við tölvur háskólamenntun. Verðlagning ýmissa hugbúnaðarfyrirtækja hér á landi, sem selja vinnu forritara með fárra ára starfsreynslu og litla sem enga sérmenntun er oft með ólíkindum. Mörg þeirra krefjast þóknunar fyrir selda forritunarvinnu, sem er mun hærri en greitt er fyrir þjón- ustu verkfræðinga með sex ára háskólanám og áratuga starfsreynslu. Setja verður spurningarmerki við hæfni þeirra stjórnenda, sem koma sér í þá aðstöðu að þurfa að kaupa þessa þjónustu fyrir svo hátt verð. Ekki ástæða til sjálfumgleði Á undanförnum árum hefur tölvuvæðing hér á landi gengið yfir eins og um tískufyrirbæri væri að ræða. Umræða um tölvur, tölvutækni og upplýsingar hefur verið afar einhliða. Hún hefur einskorðast við lofsöng um hina nýju tækni og þá ótæmandi möguleika, sem menn telja blasa við okkur á þessu sviði. Það er löngu tímabært að breyta umræðunni og horfast í augu við raunveruleikann. Ástæða er til að ætla, að fjárfesting okkar í tölvum hafi ekki skilað meiri árangri en gerst hefur í Bandaríkjunum og hér hefur verið lýst. Á síðustu misserum hafa mörg fyrirtæki hér á landi orðið gjaldþrota. Flest þeirra hafa þó verið sæmilega tölvuvædd á okkar mælikvarða. Mörg önnur hafa lent í hinum mestu erfiðleikum með að laga rekstur sinn að breyttum efnahagsforsendum. Hröð og góð upplýsingamiðlun, stuttar boðleiðir og sveigjanleg stjórnun eru kostir tölvutækninnar eins og fyrr segir. Þeir hefðu átt að auðvelda fyrirtækjunum þá aðlögun, sem var nauðsynleg, þegar rekstrarforsendur breyttust. Einhver misbrestur hefur þó orðið á því. Allur dýrðaróður um dásemdir tölvutækninnar hefur því falskan tón, þar til menn hafa lært að nota hana á réttan hátt. Tölvan er í raun oft einungis notuð eins og um nýmóðins leikfang sé að ræða, sem forráðamenn fyrirtækja stilla upp á skrifstofum sínum, meira til skrauts en gagns. 19 - Stefán Ingólfsson

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.