Tölvumál - 01.03.1988, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.03.1988, Blaðsíða 5
enn í brennidepli hér í Tölvumálum. f þessu blaði birtist grein eftir formann Skýrslutæknifélagsins, Pál Jensson. Páll hefur nýverið tekið við prófessorsstöðu í vélaverkfræði en veitti áður forystu Reikni- stofnun Háskólans. í grein Páls er fjallað um tölvumál Háskólans og ávinning okkar af tölvuvæðingunni. Vitnar hann þar til greinar eftir Stefán Ingólfsson sem birtist hér í blaðinu haustið 1986. Til fróðleiks fyrir lesendur er sú grein endurbirt í þessu tölublaði. Stofnun sérstakrar "upplýsingatæknistofnunar" hefur einnig verið til umræðu innan Háskólans. Menn eru ekki á einu máli um ágæti hennar. Við höfum fengið innlegg í þá umræðu sem birtast mun í næsta blaði. Undirtektir stóru fjölmiðlanna við greinum í Tölvumálum hafa verið góðar. Það er ljóst að margir fréttamenn þekkja blaðið okkar og lesa það reglulega. Af þeim sökum eru þeir sem senda okkur greinar ekki einungis að höfða til félaga í Skýrslutæknifélaginu. Ef efnið á erindi til almennings eru líkur á því að stóru fjölmiðlarnir komi því til skila. Stefán Ingólfsson

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.