Tölvumál - 01.09.1988, Page 5

Tölvumál - 01.09.1988, Page 5
skipulagt rekstur sinn til að skera niður kostnað. Niðurskurður á kostnaði og samdráttur hefur nú hitt fyrir upplýsingadeildir íslenskra fyrirtækja svipað og gerðist vestanhafs. Fyrirtækin hafa frestað tölvukaupum og endurskoðað áform sín um að stækka búnað sem fyrir er. Það kemur verst niður á nýstofnuðum tölvufyrirtækjum. Gróin fyrirtæki búa oft betur. Þau hafa drjúgar tekjur af viðhaldi vélbún- aðar og endurnýjun tækja. Þá þætti er erfitt að skera niður. Lítil og fjárvana fyrirtæki eru viðkvæmari fyrir samdrættinum en hin efnaðri. Eins og gerðist í Bandaríkjunum er útlit fyrir að sam- drátturinn muni hitta fyrir framleiðendur hugbúnaðar ekki síður en innflytjendur. í þessari ungu atvinnugrein hefur verið mikil gróska. Mörg fyrirtæki hafa verið stofnuð og ekki verið hörgull á verkefnum. Það hefur breyst. Samkeppni hefur aukist og fyrirtæki lent í erfið- leikum vegna verkefnaskorts. Til skamms tíma höfum við ekki átt að venjast yfirtöku fyrirtækja í upplýsingaiðnaði. Á síðasta ári hafa hins vegar mörg fyrirtæki sameinast. Ekki er ósennilegt að sam- dráttar muni gæta í sölu vélbúnaðar fram á næsta ár. Þá er hætta á að samdráttur sem vart hefur orðið í framleiðslu hugbúnaðar sé upphaf að áframhaldandi erfiðleikum. Samdrátturinn markar viss tímamót fyrir íslenskan hugbúnaðariðnað. Undanfarin ár hafa mörg athyglisverð fyrirtæki verið sett á laggirnar. Þeim hefur flestum vegnað nokkuð vel. Nú mun reyna á hver eru lífvænleg. Þegar samdrætti linnir og markaðurinn tekur að vaxa af eðlilegum krafti verða færri fyrirtæki eftir. Ekki er ósennilegt að þau sem hafa sterka stöðu, trygg verkefni og sterka eiginfjárstöðu styrki stöðu sína. Hin veikari munu hætta starfsemi eða sameinast öðrum fyrirtækjum. Það er tímabært að taka framtíð upplýsingaiðnaðarins til athugunar. Skýrslutæknifélagið á að hafa frumkvæði að úttekt á stöðu hans og framtíðarsýn. Sú úttekt má ekki stjórnast af óskhyggju og dag- draumum. Undirritaður hefur bent á að gagnrýnislaus umfjöllun um upplýsingamarkaðinn, byggð á óskhyggju og góðum vonum sé ekki til góðs. Margir hafa talið umfjöllun hans hér í blaðinu vera neikvæða. Á það verður ekki fallist að fagleg gagnrýni sé af hinu illa þó hún sé ekki eintómur lofsöngur. Nú er tímabært að kanna stöðu upplýsinga- iðnaðarins. Hann hefur slitið barnsskónum. í framtíðinni mun hann ganga í gegnum tímabil velgengni og mótlætis eins og aðrar atvinnu- greinar. Það er nauðsynlegt að menn læri af reynslu erfiðleikaáranna til að geta betur tekist á við vandamálin síðar. Stefán Ingólfsson TÖLVUMÁL 5

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.