Tölvumál - 01.09.1988, Síða 12

Tölvumál - 01.09.1988, Síða 12
ooo ooo N Á M S K E I Ð Verulegum fjármunum hefur verið varið til hugbúnaðargerðar og virðist hafa farið vaxandi á síðustu árum. Með því að beita nýjustu aðferðum við kerfisgerð má ná fram mun betri stjórn á hugbúnaðargerð, auk þess sem viðhald og endurnýjun kerfa verður mun einfaldara og ódýrara. Skýrslutæknifélag íslands heldur námskeið í HUGBÚNAÐARGERÐ 26. - 30. september 1988 á Holiday Inn Námskeiðið var áður haldið í nóvember s.l. og þótti takast mjög vel. Það er einkum œtlað þeim, sem þurfa að skipuleggja og stjórna stórum hugbúnaðarverkefnum, s.s. kerfisfrœðingum, ráðgjófum, tölvunarfrœðingum og verkfrœðingum. Kjarni námskeiðsins er fyrirlestrar, jafnframt því sem þátttakendur fást við verkefni tengd efni þeirra. Þátttakendur kynnast nýjustu aðferðum við kerfisgerð og beitingu þeirra. M.a. verður fjallað um kröfugreiningu, kerfisgreiningu, kerfishönnun, gangsetningu tölvu- kerfa, hjálpartæki, s.s. forritunarmál af fjórðu kynslóð, frumgerðir ("prototypes"), hugbúnaðarverkfræði, prófanir tölvukerfa, verkefnis- stjórnun, gæðamat og gæðaeftirlit, mat á stærð hugbúnaðarverkefna, hagkvæmnisathuganir á rekstri tölvukerfa, staðla, útboðslýsingar og tilboðsgerð. Kennarar: Dr. Oddur Benediktsson, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla íslands. Bjarni Júlíusson, framkvæmdastjóri TölvuMynda h.f. og kennari í kerfisgreiningu og kerfishönnun við Háskóla íslands. 12 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.