Tölvumál - 01.09.1988, Page 13

Tölvumál - 01.09.1988, Page 13
Áætluð dagskrá: Mánudagur 26. september: Hugbúnaður sem framleiðsluvara, lífsferill hugbúnaðar, ýmsar skilgreiningar, áfangar ("milestones"), skipting í fasa og verkþætti. Upphaf tölvuvæðingar, tölvuvædd greining, hjálpartæki kerfisfræð- inga, forritunarmál af þriðju og fjórðu kynslóð, skjölun. Þriðjudagur 27. september: Mat á umfangi hugbúnaðarkerfa, COCOMO líkanið, skipting í fasa og verkþætti, hugbúnaður fyrir einmenningstölvur. Kerfisgreining, skilgreiningar, gagnaflæðirit, atriðisorðasöfn, gagnatengsl, prófanir. Hagkvæmnisathuganir, vélbúnaður, verk- skipting í hópvinnu við hugbúnaðargerð, verkefnisstjórnun. Miðvikudagur 28. september: 15 þættir í hugbúnaðargerð, næmnisathuganir, endurnotkun hug- búnaðar og mat á viðhaldi hugbúnaðarkerfa. Kerfishönnun, skilgreiningar, tengsl kerfisgreiningar og hönnunar, mótuð hönnun, gæðamat og bestun hönnunar. Fimmtudagur 29. september: Prófanir, einingaprófanir. Ábyrgð stjórnenda, notenda, hönnuða og forritara við prófanir. Hönnun, prófanir, kerfissmíð ("implementation"), ýmsar hönnunar- aðferðir kynntar, frumgerðir. Föstudagur 30. september: Kerfisprófanir, gangsetning tölvukerfa, gæðaeftirlit, viðhald. Staðlar, útboðslýsingar, tilboðsgerð, íslenskur hugbúnaðariðnaður, íslenskur hugbúnaðarmarkaður, hugbúnaður til útflutnings. BÆKUR: Software Engineering Economics: Boehm Software Engineering: A practitioners Approach: Pressman Námskeiðið er haldið á Holiday Inn og stendur yfir frá kl. 13.00 til 18.00 alla dagana. Samtals 25 tímar. Verð kr. 29.000,00. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig á skrifstofu Skýrslutæknifélagins í síma 27577 sem allra fyrst og eigi síðar en 20. september. SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS TÖLVUMÁL 13

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.