Tölvumál - 01.09.1988, Síða 15

Tölvumál - 01.09.1988, Síða 15
Einn tölvusali nefndi að tölvutegund sem ný gerð Ieysti af hólmi fyrir tveimur árum væri nú seld fyrir 35% af verði nýju tölvunnar. Þetta er í góðu samræmi við það sem gerist í Bandaríkjunum. Eins og fyrr segir er ekki um raunverulegan endursölumarkað að ræða fyrir notaðar tölvur hér á landi. Tölvusölum bar þó saman um að algengast sé að notaðar ET tölvur séu auglýstar í smáauglýsingadálkum DV. Lausleg athugun gaf til kynna að daglega væru til jafnaðar 3,25 tölvur auglýstar til sölu. Samkvæmt því eru nálægt 1000 ET tölvur aug- lýstar til sölu í DV á ári. Þegar tekið er tillit til þess að oft þarf að auglýsa hverja tölvu oftar en einu sinni má reikna með að á "DV markaðinum" fyrir notaðar ET tölvur séu seldar 500 til 600 vélar á ári. Við það bætast notuð tæki sem einstaklingar og fyrirtæki selja milliliðalaust. Einnig þekkist að fyrirtæki og rikisstofnanir sem kaupa nýjar tölvugerðir í stað eldri selji starfsmönnum sínum gömlu tækin á afskrifuðu verði. Þegar allir þessir aðilar eru taldir saman má ætla að 600 - 800 notaðar ET tölvur séu seldar árlega. Áætlað söluverð þeirra er 30 til 40 milljónir króna. Af þeim veltir DV bróðurpartinum eða 25 til 35 milljónum króna. Endurbætur á tækjum Það færist í vöxt að gamlar einmenningstölvur séu endurbættar á ýmsan hátt. Algengt er að keyptir séu harðir diskar fyrir tölvur sem seldar voru með einu eða tveimur disklingadrifum. Þá er segulminni stækkað og hraðvirkari örgjörvar settir í tölvurnar. Einnig er skipt á svart-hvítum skjám og litaskjám. Að sögn aðila sem þekkja til má ætla að 100 til 200 gamlar tölvur séu "gerðar upp" á ári fyrir 5 til 7 milljónir króna. Mikið af hugbúnaði er fáanlegur fyrir tölvur af IBM PC gerð. Gamlar tölvur halda því gildi sínu á meðan þær ráða við þau forrit sem fáanleg eru. Gamlar einmenningstölvur hafa oft ekki nema tvö disklingadrif. Til þess að unnt sé að varðveita nægilega mikið magn upplýsinga þarf meira geymslurými. Eigandi tölvu getur með litlum fyrirvara keypt 20 - 30 milljón stafa seguldisk og látið setja hann í tölvuna fyrir lítið verð. Stærð segulminnis setur notendum nokkrar skorður. Elstu gerðir tölvanna hafa lítið minni. Til þess að unnt sé að nota nýjustu og bestu útgáfur af stöðluðum hugbúnaði þarf að stækka segulminnið. Það er ekki mikið flóknari aðgerð en að bæta við seguldiski. Ef auka þarf vinnsluhraða ET tölvu er unnt að skipta um örgjörva. Segja má að gamla sagan um ættargripinn eigi við um einmenningstölvur. Afi gamli átti öxi sem hann hafði fengið í arf frá föður sínum. Gamli maðurinn skipti um skaft á öxinni áður en hann afhenti syni sínum ættargripinn. Sonurinn setti á hana nýtt blað. Þriðji ættliðurinn tók síðan við ættargripnum. Svipaða sögu má ef til TÖLVUMÁL 15

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.