Tölvumál - 01.09.1988, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.09.1988, Blaðsíða 20
TÖLVUR Á TÆKNIÁRI 21. - 25. SEPTEMBER Tolvunarfræðinemar innan Háskóla íslands hafa á undanförnum árum staðið að tölvusýningum fyrir almenning. Að þessu sinni verður sýningin haldin í Laugardalshöll dagana 21.-25. september og ber yfirskriftina: TÖLVUR Á TÆKNI- ÁRI. Sýningin er ætluð atvinnumönnum á tölvusviðinu sem og leikmönnum. Verður þar margt athyglisvert til skoðunar og skemmtunar. RÁÐSTEFNA Á HOLIDAY INN Á opnunardegi sýningarinnar 21. september standa tölvunarfræðinemar fyrir ráðstefnu um strikamerki og strikamerkingar, í samvinnu við íslensku EAN-nefndina. EAN-alþjóðasamtökin (International Article Numbering Association), voru stofnuð af 12 ríkjum í Evrópu 1974 í þeim tilgangi að koma á samræmdu evrópsku vörunúmerakerfi. Þessi númerakerfi (Bar code) hafa rutt sér mjög til rúms á síðustu árum. EAN-nefndin á íslandi var stofnuð 1984. Dagskrá: 13.00 Ráðstefnan sett 13.15 Hagræðing í rekstri með sjálfvirkri skráningu: Arne Rask forstjóri danska ráðgjafafyrirtcekisins Logisys. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku. 14.15 Hvað er að gerast á íslandi varðandi strikamerkingar: Haukur Alfreðsson. 20 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.