Vísir - 25.04.1962, Side 1

Vísir - 25.04.1962, Side 1
VISIR 52. árg. — Miðvikudagur 25. apríl 1962. — 92. tbl. Kennedy ákveðinn að hefja sprengingnr Kennedy Bandaríkjaforseti hefur heimilað Kjamorkuráði Dæmafátt spellvirkií G.A. Um páskana var unnið hræðilegt spellvirki á Gagn- fræðaskóla Austurbæjar í Skólavörðuholti. Einhverjir ókunnugir menn réðust 'á rúð urnar í leikfimishúsi skólans og mölbrutu þær með grjót- kasti. Rúðumar voru vír- bundnar og hefur þurft mikið átak til að brjóta þær. Alls voru brotnar hvorki meira né minna en 40 stórar rúður. Vísir átti tal við húsvörð skólans Tryggva Marteinsson og sagði hann að aðkoman í leikfimissalinn á Páskadags- morgun hafi verið hræðileg. — Hafið þið nokkra hug- mynd um, hver framdi verk- ið? — Nei, en það hljóta að hafa verið drukknir menn, því ótrúlegt er að allsgáðir menn hegði sér svo svívirðilega. — Ekki vissi húsvörðurinn hve mikið tjónið myndi nema í krónum, en það skipti á- byggilega mörgum þúsund- um, ef ekki tugþúsundum. Það er nú verið að vinna að því að setja nýjar rúður í og tók ljósmyndari Vísis hjá- liggjandi mynd af tveimur smiðum að verki. Annar held- ur á grjóthnullungi, sem not- aður var við spellvirkið. Það er einna verst, sagði húsvörðurinn, hvernig allt leikfimishúsið er útsóðað f glerbrotum, bæði salurinn, gangar og búningsklefar. Það verður að hreinsa það vel til áður en unglingar geta farið að ganga berfættir um gólfin. Grjótinu var líka kastað svo fast að olli skemmdum á gólfi og veggjum í húsinu. Bandaríkjanna, að hefja til- raunir með kjamorkuvopn á Kyrrahafi u^dir eins og við verður komið, og er nú talið víst, að þær hefjist undir eins og veðurskilyrði eru hagstæð — ef til vill innan sólarhrings. Samtímis berast fréttir, sem benda til að fundur æðstu manna kunni að verða haldinn innan tíðar. Mikill viðbúnaður hefur átt sér stað að undanförnu og fjölda mörg herskip hafa að undanfömu verið að safnast saman suður og vestur af Hawaii vegna hinna fyrirhug- uðu tilrauna og eru á skipa- flota þessum 12.000 menn. Að- altilraunirnar fara fram á Jóla- eynni (Christmas Island) og þar í grennd. Reynd verða kjamorkuvopn, sem aldrei hafa verið reynd (sprengd) fyrr með kjarnaoddum, svo sem Polaris- skeytin, en tiiraunir hafa ver- ið gerðar með slík skeyti ó- kjarnaeydd. Einnig verða gerð- ar slikar tilraunir með Mini- teman-skeytin og vafalaust kjarnorkuvopn, sem öllu hefur verið haldið leynd um. Þetta er í fyrsta skipti í nærfellt 4 árjt sem Banda- ríkin sprengja í lofti, og er gert ráð fyrir, að alls verði um 25 kjarnorkusprenging- ar eða tilraunir að ræða í þessum þætti tilraunanna. Talsmaður Kjarnorkuráðs sagði, eftir að Kennedy hafði veitt heimildina, að fyrsta til- raunin kynni að verða gerð innan sólarhrings, en þó færi það eftir veðri, en ekki mundu margir sólarhringar líða, þar til fyrsta tilraunin yrði gerð. Tilkynnt er i London, að brezkir kjarnorkuvisindamenn verði viðstaddir tilraunimar, en þeir verði þar sem athug- endur, en ekki sem þátttakend- ur, og engin brezk kjamorku- vopn verði reynd. fíanbogi Rútur ekki í framboSi Á fundi, sem kommúnistar í Kópavogi héldu í gær var ákveðinn framboðslisti þeirra I og kom það þar í ljós, að Finnbogi Rútur Valdimars- j son, sem hefur verið aðai- foringi kommúnista þar var ekki á Iistanum og styður hann ekki einu sinni. Var hvorki Finnbogi né kona hans , Hulda Jakobsdóttir bæjar- j stjóri á listanum. Það kom ennfremur fram að Finnbogi væri óánægður með listann, en efstu tveir menn á honum eru Þormóður Pálsson og \ Ólafur Jónsson. Með því að Finnbogi Rútur hverfur nú úr forustuliði kommúnista í Kópavogi er al- mennt álitið að pólitískum ferli hans sé að ljúka. Hann hefur löngum þótt harður f hom að taka sem stjómmála- maður en nú mun klofningur og deilur í hópi kommúnista valda því að hann hættir af- skiptum af bæjarmálum. T emplarsaf ramboð Vísir hefur fengið þær fréttir hjá Templurum, að listi bindindis- manna við borgarstjórnarkosning- arnar verði lagður fram í dag. Efstu menn bindindislistans eru: Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Elli- heimilisins, Benedikt Bjarklind full trúi borgarfógeta, Sigþrúður Péturs dóttir frú, Loftur Guðmundsson blaðamaður, Indriði Indriðason á skattstofunni og Sveinbjörn Jóns- son forstjóri Ofnasmiðjunnar. Síldveiðin orðin milljón tunnur Þátfaskil með árvissum síldveiðum við Suður- og Vesturland Þau merkilegu tíðindi hafa nú gerzt á vetrarsíldveiðunum við Suður- og Vesturland, að allinn er kominn upp fyrir milljón upp mældar tunnur. Útgerðarmenn, sem Vísir talaði við f morgun sögðu að með þessum vetrarsíld veiðum væru mörkuð tfmamót, þannig að þær muni verða ár- vissar héðan í frá. Um leið ber- ast fréttir af því að sumargots- síldin sé að koma í Faxaflóa ut- an af hafi, og hafa bátar fengið góðan afla, jafnvel tvíhlaðið í Flóanum. REYKJAVÍK HÆST Aflinn skiptist þannig milli veiðistöðvanna, að mest hefur komið á land i Reykjavík, en Akranes kemur næst, skiptist það þannig: . Reykjavík 313 þús. tunnur. Akranes 170 þús. tunnur. Keflavík 155 þús. tunnur. Hafnarfjörður 121 þús. tunnur Vestmannaeyjar 115 þús. tn. AFLAHÆSTU SKIPIN Alls tóku 108 skip þátt í veið- unum til áramóta, en fór síðan fækkandi þegar línu og netja- vertíð hófst. Aflahæstu skipin eru. Víðir II Garði 40,039 Höfrungur II Akranesi 34,758 Guðm. Þórðarss. Rvík 29,603 Bjarnarey, Vopnafirði 24,304 Jón Trausti, Raufarh. 23,734 Bergvík, Keflavík 23,145 Haraldur, Akranesi 23,057 Eldborg, Hafnarfirði 20,940 SÍLDIN HEFUR ALLTAF VERIÐ t FLÓANUM Vísir átti í morgun stutt sam- tal við Sturlaug Böðvarsson á Akranesi. — Síldin hefur alltaf Verið hér í Flóanum, sagði Sturlaug- ur. Hún hefur alltaf veiðzt hér 1 reknet. Ég man eftir því, er ég var ungur kringum 1920 að faðir minn saltaði þá síld hér fram í júnímánuð. Það var mokveiði í reknetin, en þá voru ekki til tæki til að leita að henni og veiða hana í stórum stíl í herpi- nætur. Það eru nýju tækin, kraft- blökkin og leitartækin, sem hafa skapað þessa síldarvertíð, sem er árviss. Nú eru erfiðleikarnir mestir á að nýta síldina og koma henni í gott verð. Við erum að frysta hana, en viðskiptin hafa minnkað við Tékka og Austur- Þjóðverja, sem keypt hafa mest af frystri síld. Sturlaugur skýrði frá því að tveir af bátum þeirra feðga, Haraldur og Höfrungur væru enn á síldveiðum. Aflahluturinn væri betri þar en á öðrum bát- um m.a. vegna þess að netja- veiðin hefði verið treg. En það er ekki heppilegt að alltof marg- ir bátar séu á síldveiðunum. BÁTAR HVERFA FRÁ NETJAVEIÐUM Vísir átti einnig tal við Björn Guðmundsson útgerðarmann í Vestmannaeyjum og sagði hann m.a.: Framhald á bls. 5.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.