Vísir - 25.04.1962, Síða 7

Vísir - 25.04.1962, Síða 7
Miðvikudagur 25. apríl 1962. V -SÍR æskunnar Skíðaskáli Vals í Sleggjubeinsdal skammt frá Kolviðarhól. Valsskálanum Um þrjátíu Valsmenn gistu okíðaskála sinn í Sleggjubeins dal um páskana. Þegar okkur bar að garði síðdegis á laugar- dag, voru flestir uppi 1 Hamra- gili á skíðum, eða höfðu farið í gönguferð í veðurblíðunni. Þau fáu sem heima voru eyddu tím- anum yfir tafli og spilum, auk skálakórsins, sem æfði uppi á Fyrsta atriði kvöldvökunnar var mælsku-keppni, og voru þeir látnir þreyta með sér keppni sem lengst höfðu talað á næturna, og var umræðuefn- ið skálalíf. En þegar á hólminn var komið stóðu „kapparnir“ orðlabsir og vandræðalegir á gólfinu og í „viðurkenningar- skyni“ fengu þeir hálfa sítrónu, Aðalþáttur kvöldvökunnar var leikritið „Lilly verður slank, án þess að fara f duftið“, eftir hið heimsóþekkta smáskáld J. L. Alkan, staðsett fyrir Vals- skálann af Sigmundi Rasmus. Þetta var gleðileikur í tveim þáttum með stolnum forleik úr þjóðsögunum og „þungaðri" alvöru, fyrsti þáttur gerist um haustnótt, en annar þáttur níu mánuðum síðar fyrir utan og innan „Léttistofuna Snót h.fi“, opið endrum og eins, milli sex og sex. Fram komu hinar furðu- legustu persónur svo sem Dr. Takaoff Þungal, sem leikinn var af Jóni Ormssyni, einnig kom fram maður sem festir upþ skilti án svipbrigða, þunguð eig- inkona, siökkvitæki, skíðastaf- ur, skrúfjárn og hamar. Leikritið vakti mikla kátínu enda vel leikið og bráðskemmti- legt. Auk fyrrgreindra atriða voru lesnar sögur, farið í Ieiki, spilað bingó og dansað. Kiukkari’ rúmlega tólf lauk svo kvöldvökbnni og skálabúar fóru að týnast í pokana, enda margir þreyttir og harðsperrurn ar sumstaðar farnar að segja til sín. Frá varðeldi í Þrymheimum. Páskavika á Hellisheiði Um páskana skruppum við upp á Hellisheiði, en þar dvaldi í skíðaskálum ýmissa félaga og samtaka stór hópur fólks á öll- Um aldri, þó mest á aldrinum sextán til átján ára, sér til skemmtunar og hressingar. Á heiðinni eru tíu skálar og voru flestir þétt skipaðir dval- argestum. Veðrið var sæmilegt, og vel notað til skíöaiðkunnar og gönguferða. Við lögðum leið okkar í tvo Frá kvöldvöku í Valsskálanum. lofti, og var söngskráin mjög fjölbreytt, allt frá gömlum og grónum fettjarðarlögum til nýj- ustu twistiaganna. Er líða tók að kvöldverðartíma fóru skálabúar að týnast heim, skíðamennirnir rjóðir og sælleg- ir eftir allar magalendingarnar og göngugarparnir móðir og sveittir. Ekki leið á löngu þar til matseljurnar slógu í pott- hlemma, og aliir tóku hraustlega til matar. Þegar fólk hafði mat- azt og jafnað sig hófst kvöld- vakan, einri stærsti þáttur skála lífsins undir stjórn Jóns Orms- sonar, aðal háðfugls þeirra Valsmanna. og var ætlazt til að þær væru ekki borðaðar fyrr en fólk gengi til náða. Eftir mælskukeppnina háðu eiginmenn og verðandi eigin- menn með sér harða keppni í matartilbúningi, og í dómnefnd voru þrir fulltrúar kvenþjóðar- innar. Matarréttirnir voru ekki mjög erfiðir, t .d. hafragrautur, bacon og egg, bjúgu og uppstúf. Flestum gekk vel við þetta, að undanskildum smá mistökum, svo cem gleymdu að sjóða kar- töflurnar og setja pottinn á vél- ma. Að keppninni lokinni fengu keppendur bókina „Lærið að matbúa'1. Skátaskálinn Þrymheimar við rætur Skarðsmýrarfjalls. skála, skátaskálann Þrymheim og Valsskálann, og birtum grein arkorn frá hvorum þeirra og nokkrar myndir. Á varðeldi hjá skátum. Á sunnudagskvöld brugðum við okkur upp í skátaskálann Þrymheima, sem stendur við rætur Skarðsmýrarfjalls upp á Hellisheiði. Það var tekið að rökkva enda klukkan rúmlega níu þegar við komum. Varðeldurinn var að byrja svo við flýttum okkur inn í setustofu skálans, sem var troðfull af ungu fólki, setið var á hverjum bekk og stól, uppi í hverri koju, og uppi á borðum. Á miðju gólfinu stóð varðelda- stjórinn Atli Már íngvason, sveipaður blárri skikkju og við hliðina á honum stóð harmo- nikkuspilarinn. Varðeldurinn hófst með því að sungið var hið þekkta skáta- lag „Kveikjum eld“, og síðan rak hvert lagið annað. Það snarkaði i eldinum í arninum, sem varpaði daufri birtu um herbergið, og það ríkti sú stemning sem skátarnir að- eins þekkja. Öðru hvoru hvíldu þeir sig á söngnum og sýndu þá smá þætti, í mörgum tilfellum skrýtlur sem snúnar höfðu verið í leikform. Að loknu hverju at- riði fengu Ieikararnir kröftugt skátahróp. Einnig voru sýnd leikrit og sungnar gamanvísur, Framh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.