Vísir - 25.04.1962, Síða 8

Vísir - 25.04.1962, Síða 8
Otgetandi Blaðaútggtan VlSIK Ritstjórar- Hersteinn Pðlsson. Gunnar G Schram. Aðstoðarritstión AxeJ Phorstemsson Fréttastjóri: Þorsteinn Ö Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur: Lauga-'eg: 178 Auglýsingr rg afgreiðsla: ' ugólfsstræti 3 Áskriftrrgjald et 45 krónui ? mánuði í lausasf’u 3 kr ’int Slmi 11660 f5 llnur). Prentsmiðja /isis — Edd a h.t ------------------------------ j Vöruskiptin við útlönd Hagstofan hefir birt bráðabirgðaskýrslu um vöru- skiptajöfnuðinn við útlönd á fyrsta fjórðungi ársins, og er hann hagstæður, svo að nemur 192 milljónum króna á þessum þrem mánuðum. Það er úr sögunni, að íslendingar eyði meiri erlendum gjaldeyri en þeir afla með útflutningi á framleiðslu sinni, og nú er þjóð- in í óða önn að safna gjaldeyrissjóðum, jafnframt því sem hún greiðir þær gjaldeyrisskuldir, sem söfnuðust fyrir á uúdanförnum árum, þegar allt var látið reka á reiðanum. Óhætt mun að segja, að fyrir nokkrum árum hefir almenning vart grunað eða þorað að spá því, að innan skamms” mundu íslendingar flytja mun meiri varning út en þyrfti til kaupa á erlendum nauðsynjum. Svo vanir voru menn orðnir því, að þjóðin lifði um efni fram, keypti meira frá útlöndum en hún hafði fé til að greiða úr eigin sjóðum, að margir munu hafa talið þá búskaparhætti eðlilega í alla staði og að aðrir kæmu í rauninni ekki til greina. En þannig var vitanlega ekki hægt að halda áfram um alla eilífð. Fyrr en varir kemur að skuldadögun- um - ef þjóðin sættir sig ekki við að lifa af ölmusum - og þegar vinstri stjórnin var að renna skeið sitt til enda, var íslendingum farið að skiljast, að þeir urðu að breyta lífsvenjum sínum. Ella hefði þjóðin lent í stórkostlegri vandræðum og erfiðleikum en nokkru sinni fyrr á þessari öld, ef ekki á enn lengri tímabili. Það var líka þjóðin, sem tók loks í taumana í kosningunum 1959, þegar Hermann Jónasson og vinstri stjóm hans hafði svikið öll gefin heit og marg- faldað vandann, sem hún hafði lofað að leysa. í kosn- ingunum 1959 sýndi þjóðin, að hún heimtaði nýjar leiðir í efnahagsmálunum, og þær eru nú farnar að bera árangur eins og fjölmargar opinberar skýrslur, sem komið hafa fram á síðustu vikum og mánuðum, hafa leitt ótvírætt í ljós. Hin síðasta þeirra er vöruskiptaskýrsla Hagstof- unnar, sem getið er hér að framan. En fleira mætti íelja, svo sem skýrslu Seðlabankans um þróun pen- ingamálanna á síðasta ári .Þar ber allt að sama bmnni — þjóðin safnar sjóðum á öllum sviðum, hún er ekki að eyða fé, sem hún á í rauninni ekki til, og stofna þar með fjárhagslegu sjálfstæði sínu í voða. Þetta er sú mynd, sem til hefir orðið fyrir viturlega og einarða íorustu ríkisstjórnarinnar. En menn verða að muna, að kommúnistar og bandamenn þeirra vilja eyðileggja þessa mynd. Þeir vilja skapa vandræði, og til þess reyna þeir nú að æsa til verkfalla. Hver maður, sem telur að vel hafi verið stjórnað að undanförnu, verður að berjast gegn verk- Mlsbrölti beirra. -- VI S I R ■—- ... Miðvikudagur 25. apríl 1962. Salan bíður dóms í Santé-fangelsinu Hershöfðingjarnir fjórir, sem | ur að halda andspyrnunni áfram. voru forsprakkar í byltingunni, I í gær gekk í gildi ný reglu- hafa þannig allir verið handteknir. j gerð fyrir öryggisliðið. Núna mega Fréttaritarar segja, að þeim hafi ' hermenn og lögreglumenn skjóta Raoul Salan Raoul Salan fyrrv. hershöfö- ingi var handtekinn á föstudag- inn Ianga f Algeirsborg og flutt- ur handjámaður loftleiðis til Parísarborgar og hefur siðan verið fangi í hinum ramlega vig- girta og varðaða Santé-fangelsi þar. — Hann var svikinn i hend- ur Frökkum af fyrrverandi sam- herja. Kona hans Lucienne og dóttir þeirra voru einnig hand- teknar. Salan fór til Algeirsborgar með leynd til þess að dveljast með fjöl- skyldu sinni um páskana. Var hann handtekinn í Ibúð í nýtízku fjöl- býlishúsi f miðhluta boorgarinnar. Svo ugglaus var hann, að með honum voru aðeins tveir samstarfs- menn. Hann hafði litað hið hvíta hár sitt svart og var með efri- vararskegg. ÖIIu varðandi handtökuna var stjórnað beint frá París. Fylgzt var með ferðum hans eftir komuna til borgarinnar. Samherjinn fyrrver- andi hafði sagt hvert hann myndi fara, í tiltekna fbúð, sem er skammt frá Háskólanum. Til þess að vekja sem minnsta athygli fóru nokkrir lögreglumenn í aðeins einni bifreið til hússins, og er þang að kom beint upp í fbúðina. Auk fjölskyldunnar voru þar fyrir tveir menn aðrir, Jean Ferrandi aðstoð- armaður hans, og ofursti nokkur, báðir liðhlaupar, allir vel klæddir. Salan sat við skrifborð sitt. Hann neitaði hver hann væri, kvaðst vera Louis Carriéere, forstjóri frá París, en er hann var leiddur fyrir Charles Ailleret hershöfðingja, yf- irhershöfðingja í Alsír þar til fyrir nokkrum dögum, er Michel Four- quet tók við, var tilgangslaust að neita lengur. „Þér vitið hver ég er,“ sagði Ailleret, en Salan svar- aði engu, og hlustaði á hann fölur og fálegur, en án þess að mæla orð af vörum. Og nú bfður Salan, 62 ára, sæmdur 56 heiðursmerkjum, yfir- hershöfðingi f Alsfr og stjómar- fulltrúi, unz honum var vikið frá af De Gaulle ,sfðar leiðtogi f mis- heppnaðri byltingu, og leiðtogi OAS, nýs dóms í Santé-fangelsi. Hann var dæmdur til lffláts, en dómurinn var upp kveðinn að hon- um fjarverandi. Nú verður lögum samkvæmt að taka mál hans fyrir á ný. Handtaka Salans kann að seinka ákvörðun De Gaulle varð- andi náðun Jouhaud hershöfð- ingja, sem fyrir skemmstu var dæmdur til lífláts fyrir þátttöku sfna f byltingunni og samsæri gegn stjórn Iandsins. Hinir tveir hers- höfðingjarnir, sem þátt tóku i bylt- ingunni Challe og Zeller, fengu fangelsisdóm upp á 15 ár hvor sem kunnugt er. virzt Salan bugaður. Hann hafi verið búinn að sjá fram á tilgangs- leysi með að halda áfram barátt- unni. Kona hans, Lucienne, var f rauninni miklu harðari, og hvatti hann til andspyrnunnar. Sjálfur var Salan ekki vel liðinn meðal sam- herja siiina, sem kölluðu hann Kínverjann eða mandarinann. Hvað sem sagt verður um Salan er handtaka hans áfall fyrir OAS — mesta áfallið, sem samtökin hafa orðið fyrir, en vafalaust er talið, að reynt verði eitthvað leng- S.l. laugardag var opnuð heims- sýningin f Seattle á Kyrrahafs- strönd. Gerði það John F. Kennedy forseti Bandarfkjanna, með því að þrýsta á hnapp austur á Florida- skaga. Það hefur vakið alheims athygli, að valin hefur verið 600.000 íbúa borg þar sem var leirsvað í minni elztu manna, til fyrstu heimssýn- ingarinnar f Bandaríkjunum næst á eftir sýningunni 1939, sem hald- in var í New York, og sigraði Seattle nú í beinni keppni við New York, og hlaut 13 milljóna dollara ríkisframlag. Yfir 60 þjóð- ir sýna þarna. Tákn sýningarinnar á OAS-menn hvar sem til þeirra sést — á grunsamlegt fólk á húsa- þökum og á svölum. í nýju örygg- isliði, sem stofnað er til samkvæmt vopnahlénu, eru bæði Serkir og Frakkar, en Frakkar bera þó ábyrgðina, þar til Alsír fær sjálf- stæði. í gær var fyrsti dagur hinnar nýju reglugerðar og dró mjög úr hryðjuverkum. Aðeins 4 menn voru drepnir f Algeirsborg í gær — en að meðaltali 15 daglega undan- genginn hálfan mánuð. er yfir 200 metra hár trun, Geirn- nálin (Space needle) sem tákn framsóknar mannkyns til rann- sókna á himingeimnum, en sú framsókn er einkennandi fyrir nútímann. Geimnálin - . yggð af Seattle- borg, — er fyrir Seattle það sem Eiffelturninn var fyrir París á heimssýningunni þar 1899. Það er líka tímans tákn, að af þeim þjóðum, sem sýna í Seattle, eru 28 frá Afríku — en aðeins eitt kommúnistaland sýnir — Júgó- slavfa. Myndasíða frá sýningunni var fyrir nokkrt bir' hé- ' blaðin- Kennedy opnar heimssýninguna

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.