Vísir


Vísir - 25.04.1962, Qupperneq 9

Vísir - 25.04.1962, Qupperneq 9
Miðvikudagur 25. apríl 1962 9 VíSIR Hvað gera heilbrigðisyfirvöldin? Alvarlegasta vandamálið er reykingar unglinga 1 3 w gíðan það varð ljóst fyrir nokkrum árum að náið sam- band var milli sígarettureyk- inga og lungnakrabba hafa heilbrigðisyfirvöld í ýmsum löndum farið að grípa til sér- stakra ráðstafana til að reyna að draga úr reykingum. Málið er þó ekki auðvelt við- ureignar. Sígarettur eru nú lang vinsælasta og útbreiddasta nautnalyf heimsins. Þær eru al- mennt reyktar í hverju einasta landi heims og neyzla þeirra hefur stöðugt verið að aukast. Þýðing þeirra er mikil í félags- lífi og skemmtanalífi manna. En þeir sem eitt sinn hefja neyzlu á sígarettum eiga mjög erfitt meo að venja sig af þeim. Eitt hið alvarlegasta við síga- rettureykingar síðari tíma er það að menn eru almennt farnir að hefja sígarettureykingar miklu fyrr en áður tíðkaðist. Aldursmörkin færast æ neðar. Fyrir tveimur áratugum var það sjaldgæft að menn færu að yekja sígárettur fyrr en yfir tví- tugt. Nú hefur orðið gerbreyt- ing á þessu. Rannsóknir á reyk- ingavenjum skólabarna sýna að það er nú orðið all algengt að unglingar hefji sígarettureyk- ingar um 15 ára aldur. þessi breyting er þegar málið er nánar athugað mjög ai- varleg. Það er staðreynd, að krabbamein í lungum kemur ekki að jafnaði fram fyrr en mörgum áratugum eftir að menn hefja reykingar. Svo virðist sem meðgöngutími sjúk- dómsins sé um það bil 30 ár eftir að menn hófu reykingar. Þess vegna væri það eitt mikil úrbót ef hægt væri að breyta reykingaháttum þannig að menn færu minnsta kosti ekki að reykja fyrr en 25 ára. Kæmist sá siður á mætti vænta þess, að verulega tæki að draga úr sjúk- dómnum, þegar áhrifanna af þeirri breytingu færi að gæta. Það má nú telja víst, að öll- um sé kunnugt orðið um hin skaðværilegu áhrif tóbaksreyk- inga. Og samt halda menn á- fram að reykja sígaretturnar og nýir sígarettureykendur bætast enn í hópinn. Vissulega er mjög erifitt að fást við þetta vanda- mál. Nautnalyfið vekar þannig, að menn eiga mjög erfitt með að venja sig af sígarettunum og svo kemur hitt til ,að þó menn viti nú hver hætta stafar frá sígarettunum er hún svo fjarlæg, að hún hefur ekki mikil áhrif á menn. Menn hugsa ör- yggisráðstafanir ekki 30 ár fram í tímann. Menn svíkjast oft um og trassa að gera við öryggistæki á bifreiðum sínum og setja sig þannig í beina lífshættu. Hvers- vegna ættu menn þá að vera svo forsjálir að fara að verjast gegn sjúkdómi sem þeir eiga á hættu að fá eftir 30 ár. Og enn- fremur er fjarri þyí að allir reykingamenn fái krabbamein i lungu. Það er eins og hjól örlag- anna eða happdrætti sem dreg- ið verður i eftir 30 ár, hvort maður sleppur eða ekki. I^n þegar litið er á mann- dauðaskýrslurnar þá sést að hættan af lungnakrabbanum er enginn hégómi. Þúsundir og hundruð þúsund manna látast nú orðið úr lungnakrabba í hverju landi. Aukning sjúk- dómsins er mjög mikil nú um þessar mundir og er það bein afieiðing af aukningu sígarettu- reykinga fyrir 30 árum, upp úr 1930. Það má heita að línurit þessara tveggja þátta með 30 ára millibili fylgist að. Lungnakrabbi er þegar orð- inn einn skæðasti sjúklómur- inn í flestum löndum þar sem sígarettureykingar voru orðnar algengar upp úr 1930, En hver verða áhrifin af stórauknum reykingum unglinga á síðustu árum. Hver verða t. d. áhrifin af því að unglingar eru nú farnir að reykja um 15 ára ald- ur? Það er eftir afleiðingum af þessu, sem menn bíða með ugg og ofvæni. Það er hugsanlegt að meðgöngutími sjúkdómsins styttist jafnvei niður i 20 ár, þegar unglingar byrja mjög ung ir að reykja. Ef svo heldur áfram sem nú horfir er útlit fyrir það að á næstu tveim áratugum skelli vöxtur lungakrabbans yfir okk- ur eins og holskefla og sjúkdóm urinn verði innan skamms orð- inn mesta böl mannkynsins. yið siíkar framtíðarhorfur er svo komið, að heilbrigðis- yfirvöld landanna geta ekki lengur horft aðgerðarlaus á. Ástandið er nú að verða þannig og útlitið svo uggvænlegt, að það verður að teljast eitt brýn- asta viðfangsefni heilbrigðisyf- irvaldanna í hverju landi, að fara að hamla á móti sígarettu- reykingunum. 1 nokkrum lönd- um eru aðgerðir þegar hafnar, í sumum eru þær að hefjast fyrir hvatningu frá vísindamönn um og læknum sem skilja bezt þá hættu sem yfir vofir. Það tekur þó langan tíma að koma þessu á stað, því að viðfangs- efþið',e!r"-Va!naasamt. í skýrslu '"hirtnar dönsku læknanefndar um samband sígarettureykinga og lungna- krabba er það nokkuð rakið, í hvaða löndum sé farið að hefja aðgerðir gegn sígarettureyking- unum. Skal hér nú gefið stutt ■yfirlit yfir það: J Ástralíu hafa heilbrigðisráð hinna einstöku fylkja hafið útbreiðsluherferð gegn tóbaks- reykingum með auglýsingum, bæklingur.i og beinni kennslu í skólum. Sérstök áherzla er lögð á að forða ungu fólki frá því að byrja reykingar. Rannsókn- arstofnur. alþýðutrygginga Ástralíu hefur gefið út skýrslu um sambandið milli sígarettu- reykinga og lungnakrabba og krafizt þess, að dregið verði úr og eftirlit haft með sígarettu- auglýsingum í sjónvarpi, út- varpi og blöðum. ★ Mikið starf hefur verið unn- ið af opinberum aðiljum i Kan- ada á síðustu árum til að vara við hættunni frá sígarettum. Heilbrigðismálaráðuneyti Kan- ada hefur vakið athygli þjóðar- innar á sambandinu milli síga- rettureykinga og lungnakrabba og beitt sér fyrir rannsóknum á þessu sviði. Læknum í ýmsum fylkjum Kanada hafa verið sendar ákveðnar tilkynningar um þessi vandamál. f júní 1960 hóf kanadíska krabbameinsfé- lagið víðtæka upplýsingastarf- semi i gagnfræðaskólum lands- ins bæði með kvikmyndum, fyr- irlestrum og greinum. Félagið hefur einnig gefið út bæklinga um málið, sem dreift hefur ver- ið í skóla. ^ ★ Austur á eynni Ceylon í Ind- landshafi hafa yfirvöldin gert ýmsar ráðstafanir til að draga úr reykingum. Meðal þeirra má nefna að banna reykingar í kvikmyndahúsum og öðrum op- inberum stöðum. Rannsóknir hafa farið fram á reykingum meðal skólafólks. ★ í Tékkóslóvakíu hefur vís- indaráð landsins látið fram- kvæma rannsóknir á skaðsemi tóbaksreykinga og eru aðgerð- ir hafnar á grundvelli þeirra rannsókna sem stefna að því að stöðva tóbaksauglýsingar, að hefja áróður gegn reyking- um með öllum útbreiðslutækj- um, að berjast sérstaklega gegn reykingum unglinga. Þá beitir heilbrigðismálaráðu- neytið sér sérstaklega fyrir námskeiðum fyrir lækna um skaðvæni tóbaks. ★ í Englandi hafa heilbrigðis- yfrivöldin fyrirskipað heilbrigð- isyfirvöldum hvers héraðs að kynna almenningi vandlega þá hættu sem felst i tóbaksreyk- ingum. Þegar enska læknafélagið birti ýtarlega skýrslu um hætt- una frá sfgarettureykingum urðu miklar umræður um þessi mál i þinginu o„ er nú búizt við að ekki líði á löngu áður en tollar verða hækkaðir á síga- rettum og eftirlit sett með síga- rettuauglýsingum. ★ í Hollandi var sérstök opin- ber nefnd skipuð árið 1954 til að rannsaka sambandið milli tóbaksreykinga og lungna- krabba. Hún hefur gefið út skýrslur þar sem svo er mælt að sambandið, milli sigarettu- reykirfga og lungnakrabba sé augljóst. önnur nefnd starfar nú að því að kanna hvaða að- gerðir eigi að framkvæma til að hamla gegn slgarettureykingum og sérstaklega hvernig eigi að koma á upplýsingastarfi meðal unglinga. Öllum herlækhum hafa verið gefin fyrirmæli um að ræða við hermenn og gera þeim ljósa hættuna af miklum reykingum. Almennum læknum hefur og verið séð fyrir hjálpargögnum og ætlast til að þeir taki þátt f upplýsingastarfinu. í Hollandi er þó ekki lögð áhe'PzIa á að hræða menn til að hætta að reykja, heldur að reyna að koma í veg fyrir að unglingar hefji reykingar. Þar er lögð sérstök áherzla á það að læknar skuli gefa mönnum fordæmi með því að reykja ekki sjálfir. ★ I írlandi gaf heilbrigðismála- ráðuneytið 1959 út tvo bækl- inga um hættuna af tóbaksreyk ingum. Anriar þeira var ætlaður fullorðnum, hinn fyrir unglinga og var honum dreift í skólum og æskulýðssamtökum um allt landið. ★ Heilbrigðismálaráðuneyti Nýja Sjálands fór þegar 1948 að hefja baráttu gegn tóbaksreykingum á grundvelli þeirra upplýsinga sem þá voru fengnar um sam- band tóbaksreykinga og lungna- krabba. Síðan hefur verið hald- ið uppi víðtækri upplýsingastarf semi í útvarpi, með auglýsing- um og bæklingum. Auglýsinga- spjöld hafa verið prentuð og sett upp. Síðustu ár hefur ■Heilbrigðis- málaráðuneytið lagt sérstaka á- herzlu á að koma í veg fyrir að unglingar hefji reykingar. Víðtækar rannsóknir eru hafnar á reykingavenjum unglinga í skólum og þegar niðurstaða er fengin á að hefja allsherjar her ferð gegn reykingum unglinga. ★ í Svisslandi hefur hættan frá sígarettureykingum verið rædd í þjóðþinginu en ekki hefur þó enn verið samþykkt nein lög- gjöf í málinu. Krabbameinsfé- lag iandsins og félög lækna og skólalækna hafa gefið út rit um skaðsemi sígarettureykinga. V í Sovétríkjunum hefur verið gripið til sérstakra ráðstafana vegna hættunnar af sígarettu- reykingum. Eru nú allar tóbaks- auglýsingar bannaðar þar og bannað að selja börnum tóbak. Mjög víða er bannað að reykja. Frh. á bls. 13 xsrcv i *

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.