Vísir - 25.04.1962, Page 15

Vísir - 25.04.1962, Page 15
Miðvikudagur 25. apríl 1962. CECIL SAINl-LAUREN7 (CAROLINE CHERIE) Uran konungur ávítaði son sinn. Þú veizt að við viljum enga ókunn- uga menn í ríki okkar. En faðir minn, þetta eru vinir mínir. Þeir björguðu Iífi mínu. Jæja, hrópaði konungurinn hinn illilegasti á svip. Ég skal gefa þeim Barnasagan IALLI hcsfsÉan ,Nú hrapar skipið að minnsta kosti 20 metra á sekúndu," sagði prófessorinn, hugsandi. „Það er í rauninni talsvert hraðar en ég hafði haldið.“ Orka hafsíunnar hlýtur að miklu leyti að vera þorr- in, og þá gætir pyngdarlögmálsins á ný.“ „Eigið þér við?“ spurði Kalli ..að nú sé það KRÁIÍ ,sem dragi “ ’i i'inn vðar niður, sem sagt við munum óhjákvæmilega brotna í spón“. „Er það ekki það, sem ég hef alltaf sagt?“ sagði Mangi. „Það er tækniiega ómögulegt fyrir KRÁK að haga sér á þennan hátt.“ „Hafið þið engar fallhlífar um borð?“ spurði prófessorinn, ergi- legur. „Eruð þið ekki við öllu bún- ir? Hversu óvísindalegt.“ „Við skul um ekki rífast seinustu andartök lífs okkar. Það er nógu slæmt \ samt,“ sagði Stebbi. „Rólegir, ró-' legir,“ sagði Sifter prófessor. „Allt getur átt sér stað núna. Má vera, að hafsían mín safni orku, þegar hún hrapar svona hratt, og þá mun hún geta haldið okkur á lofti. En herrar mínir, það er skylda mfn að segja ykkur sannleikann. Ég þori ekki að fullyrða, að hún muni sera það.“ „Þorið ekki að fullyrða?" stamaði Kalli. „Þá ...“ Hann end- aði ekki setninguna, lieldur hljóp út úr káetunni. Kalli barðist móti vindinum út að borðstokknum. Langt fyrir neðan sá hann hafið. „Guði sé lof,“ andvarpaði hann. „Ef við eigurn að deyja, fáum við þá, sem sjómenn, frið í djúpi hafs- ins.“ GÚSTAF ÓLAFSSQN tiæstaréttarlögmaður Austurstræti 17 . Sími 13354 SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarlögmaður Málflutuingsskrifstofa Austurstr. 10A Sími 11043 tækifæri til að bjarga lífi sínu, ef þeir sigra á leikvanginum. stund þótt kalt væri í herberg- inu. Karolína gat ekki stillt sig um að horfa á hana og vakti það hrifni í huga hennar hve fagur- lega vaxin hún var. Inez fór nú í náttkjólinn og slökkti. Ekkert heyrðist nema suðið í trjáliminu. Svo sló klukk an tíu högg og að eyrum barst einnig veikur hljómur klukkn- anna í París, sem nú var í vetrar hjúpi. Svefn var nú í þann veginn að síga á brár Karlottu, en þegar hún var í þann veginn að festa blund fanst henni sem hvislað væri. Hún lagði við hlustirnar. —- Sefurðp?, spurði Inez þágt. Karolína skildi ekkert í sjálfri sér. í stað þess að svara reyndi hún að draga andann rólega, en beið þess með óþreyju, að Inez segði eitthvað frekar ,en Inez sagði ekkert frekar. Hún sneri sér ýmist á þessa hliðina eða hina næstu tíu mínújtur og virti svo falla í svefn. Og lá Karolína þarna andvaka, hamingjusamari en svo yfir áhuga Inezar, að hún sæi eftir að hafa elcki svar Hreinsum allan fatnað Hreinsum vel Hreinsum fljött Sækjum - Sendum Ifnolmigin LBNDIN m. Hafnarstræti 18 Skúlagötu 51 Sími 18820. / Simi 18825. að henni. Næstu vikur beið hún þess á- rangurslaust, að Inez sýndi henni einhvern vott áhuga og trausts, en hún var nú eins í framkomu við hana og hún hafði áður verið. Þær skiptust aðeins á fáum orðum endrum og eins, við matborðið, eða í herberginu á kvöldin. Að eins eitt skref hafði verið tekið í áttina.til vin- áttutengsl. Þær þúuðust. Kulda- leg framkoma hafði ekki þau áhrif á Karolínu, að hennar til- finningár kólnuðu, heldur hið gagnstæða. í jólaleyfinu var Karólína heima hjá foreldrum sínum og Henri bróðir hennar. Hann var í Louis-Grand skólanum og var líka heima í leyfi. Hann hafði þroskazt mikið frá því er þau skildu, hafði hækkað og var að , verða karlmannlegur fríðleiks- piltur. Hugur hans var heift- þrunginn í garð byltingarsinna. i Eitt sinn hafði hann getið sér | orð fyrir djarflega framgöngu. ] Byltingarsinnar voru í þann veg- ; inn að sprengja hliðið á skóla- ( garðinum til þess að ryðjast inn. | Þreif hann þá bryntröll og hugð- i ist verja þeim inngöngu, og komst út í garðinn, en var stöðv aður, og fór allt vel, því af inn- rás byltingarmanna varð ekki. Faðir hans sagði rólega, er hann heyrði frá þessu sagt, að á þeim tímum er nú væru, væri mikil- vægt að gæta stillingar, og lifa í trúnni á betri tíma, en móðir Henri og kennslukonan kynntu óspart undir eldra haturs hans á byltingarmönnum. Á sjálfri jólahátíðinni voru þau Karólína og Henri hjá Berthier-fj ölskyldunni. Foreldr- ar þeiira1 voru mjög fegin að geta látið þau fara þangað á- samt' kennslukonunni, því að sjálf voru þau boðin til Fond- anges greifa. En Karólínu var órótt. Nú var hún hálfsmeyk við 1 að hitta Gaston de kSalanches,! en allar líkur voru tfl, að hann i kæmi þar sem hann var í hópi í vina fjölskyldunnar. En hans | varð ekki vart. En þetta var hið ' ; ánægjulegasta jólakvöld, þótt ; kvíði ríkti undir í allra hugum. Georges var borðherra Karólínu ! og nú fyrst skildist henni hve ! mikinn áhuga þessi piltur hafði fyrir henni. Henni féll mæta vel við hann, fann hvorki til andúð- ar né samúðar að því er hann varðaði, og átti einkum vel við hana, að hann leit upp til henn- ar — og tókst það oft svo vel, j að hún þurfti ekki einu sinni að gefa honum í skyn hverjar þær! væru. En í vagninum á heimleið sár- gramdist henni skarplegar at- hugasemdir Henri um Georges fyrir að reyna að koma sér í mjúkinn hjá henni. Það lá við, að hún kallaði upp, að sér stæði á sama um hann, og eina mann- eskjan, sem henni þætti nokk- urs um vert, væri Inez, en hún stillti sig, og við nánari íhugun sá hún, að ekki gat komið til mála að segja neitt, er gæfi til kynna tilfinningum hennar í garð Inezar væri varið. Gleðin yfir að hitta Henri aft- ur hafði orðið til þess, að hún gerði sér glögga grein mikilvægi endurfundargleðinnar. Hún sá fyrir hugskotsaugum sínum lít- ið hús úti á landsbyggðinni. Hve unaðslegt mundi ekki vera að ei^a þar heima ásamt Henri og stúlkunni, sem hún vonaði að yrði vinkona sín. Annars hafði hún eitt sinn lesið bók eftir Rousseau, þar sem lýst var slíku húsi. Kannske var það minningin um hugsanir hennar, er hún las þá lýsingu, sem nú hafði skotið upp í huga hennar. þesari skrítlu verður að sleppa ItlNG UK.AN CHASTISEF HIS SON. 'YOU <NOW OUK. POLICY TOWAKF STKAMGEKS— // Á'EKV WELL/'SNEEKEF UK.AM. ''anf now i'll give theía a CHANCE TO SAVE THEIK. OWN LIVES— IF THEY AKE Georkes sem var ákaflega hrif- inn af „hinum nýju hugsjónum" hafði verið hrifinn af þessari lýsingu og vakið athygli hennar á bókinni. Og svo rann upp sá dagur, er Karlotta fór aftur í klaustrið. Hún kom seint og var gripin óþolinmæði eftir að sjá aftur andlit stúlkunnar, sem hún hafði þráð svo mjög. Þegar hún kom inn í herbergið var dimmt þar og hún varð að fálma sig áfram að rúminu sínu, en þá heyrði hún rödd Inezar: — Ert það þú, Karolína? Svar aðu ekki. Ég veit, að það ert þú. Ég þekki fótatakið þitt. Ég hefi beðið þín lengi. Komdu. Hún greip um hendur Karo- línu, er hún settist á rúmstokk- inn hjá henni. Inez sleppti ekki höndum hennar og hélt áfram: — Veiztu, að ég hef verið þér reið? Ég hefi saknað þín og ekki getað fyrirgefið þér, að þú hefir haft þau áhrif á mig, að ég hefi þráð þig. Láttu fara betur um þig, ég get næstum haldið, að þú værir hrædd. — Inez, Inez, mér þykir svo vænt urn, að vera kominn aftur til þín — ég hefi allt af verið hjá þér í huganum. Inez tók blíðlega utan um hana og dró hana til sín og hún veitti enga mótspyrnu og lagð- ist við hlið hennar. — Elskan mín, loksins ertu komin, sagði Inez, en þér er svo kalt. Karolína sagði skjálfandi og hvíslaði óttaslegnum rómi: — Antoinetta gæti heyrt til okkar....

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.