Tölvumál - 01.12.1988, Qupperneq 4

Tölvumál - 01.12.1988, Qupperneq 4
NOKKUR KVEÐJUORÐ Þegar undirritaður var að grafa í gömlum gögnum fyrir skömmu rakst hann á minnisatriði sem verðandi ritnefnd hafði sent til stjórnar Skýrslutæknifélagsins haustið 1985. Hugmyndirnar voru samþykktar. Að því loknu var samið um að ritnefndin tæki alla ábyrgð á útgáfu blaðsins. Hún mótaði til dæmis ritstjórnarstefnuna. Á þennan hátt hafa Tölvumál verið gefin út undanfarin 4 ár. f ársbyrjun 1986 breytti blaðið um svip. Af hálfu ritnefndar var sú breyting hugsuð sem skref í átt til bættrar útgáfu. Ef vel tækist til var hugmyndin að unnt væri að auka og bæta útgáfuna. Tölvumál hafa komið út í 13 ár. Nú hafa komið út 4 árgangar samkvæmt samningnum sem áður var nefndur. Alls hafa komið út 35 tölublöð með rúmlega 1100 blaðsíðum. Blaðið hefur alltaf komið út á réttum tíma ef frá eru talin síðustu tvö tölublöð. Má leiða að því líkum að Tölvumál hafi gagnast félaginu vel á þessum tíma. í minniatriðum til stjórnarinnar, 1985, segir verðandi ritnefnd: "TÖLVUMÁLUM verði unninn fastur sess á þann hátt að næsta vetur (1986) verði lögð áhersla á að halda núverandi útliti (broti) blaðsins og senda það til félagsmanna eins og fyrr en efnistökum breytt og því komið á framfæri við fjölmiðla með það fyrir augum að festa það í sessi. Takist þetta er næsta skref að breyta útliti og rekstrarformi í þá átt að selja megi blaðið til annarra aðila." í minnisatriðunum var ritstjórnarstefnan kynnt þannig: "TÖLVUMÁL eru gefin út af helstu félagasamtökum um upplýsinga- tækni á landinu. Hlutverk blaðsins er því fyrst og fremst að vinna að framgangi á stefnu SÍ. Sérstaklega ber að leggja áherslu á séríslensk atriði. íslensku máli séu fengnir fastir þættir í samræmi við starf SÍ að útgáfu tölvuorðasafns. Blaðið leggi sig fram um að vekja athygli á málum sem varða hagsmuni tölvunotenda á þann hátt að eftir verði tekið." í leiðara októberblaðs 1985 lýsti formaður ritnefndar því hvaða marki nefndin stefndi að með útgáfunni. "Við viljum reyna að skapa léttan upplýsingamiðil með stuttum fréttum og greinum. Fréttabréfsformið er handhægt, ódýrt og fljótunnið. Það hentar því vel fyrir lifandi fréttir og skilaboð. Lesendur Tölvumála hafa undanfarin ár fengið það í hendur mánaðarlega yfir vetrar- 4 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.