Tölvumál - 01.12.1988, Qupperneq 5

Tölvumál - 01.12.1988, Qupperneq 5
tímann. Þessi útgáfutíðni er mun meiri en þunglamaleg tímarit, sem prentuð eru í mörgum litum og yfirhlaðin auglýsingum geta haft. Jafnframt viljum við leggja aukna áherslu á að vekja athygli á stefnumiðum félagsins og öðrum atriðum, sem varða upplýsingatækni." Hvað sem segja má um stefnu blaðsins hefur því markmiði verið náð að halda niðri útgáfukostnaðinum. Hvert blað komið í hendur lesenda kostar nú um 70 krónur. Af þeirri fjárhæð er meira en helmingur fjármagnaður með auglýsingum. Tölvumál hafa náð þeim tilgangi sínum að vekja athygli á málefnum tölvumanna. Samanborið við mörg önnur félagsblöð eru áhrif Tölvu- mála ótrúlega mikil. Til jafnaðar birta dagblöð efni úr öðru hverju tölublaði. Oft hefur tekist að hefja umræðu sem haft hefur áhrif á tölvumálin í landinu. Athyglisverðasta innleggið er líklega grein Halldórs Kristjánssonar verkfræðings um tölvuráðgjöf. Eftir að hún birtist varð mikil umræða um tölvuráðgjöf og flestöll dagblöðin fjölluðu um efnið. í kjölfar umræðunnar hafa margir aðilar endur- skoðað samskipti sín við ráðgjafa. Ýmis fleiri mál hafa einnig vakið athygli. Okkur hefur orðið furðu vel til fanga með efni frá lesendum. Lætur nærri að í öðru hverju blaði hafi birst frumsamin grein aðsend frá lesendum. Þær hafa fjallað um hin fjölbreyttustu efni. Einnig hafa móttökur lesenda verið með ágætum. Menn hafa ekki verið á einu máli um allt sem ritað hefur verið í blaðið en margir hafa tekið því sem sínu málgagni og talið eðlilegt að öll sjónarmið ættu þar aðgang. Tölvumál hafa frá 1985 alltaf komið út á réttum tíma ef frá eru talin síðustu tvö tölublöð. Lengi var að því stefnt að blaðið kæmi út milli 10. og 15. hvers mánaðar. Það var of strangt markmið og var slakað á því. Það hefur hins vegar komið í ljós að örugg útgáfutíðni er eitthvert mikilvægasta markmið blaðsins. Fámenn ritnefnd getur hins vegar ekki staðið við ströng skilyrði um útkomudaga. Nú er komið að tímamótum í útgáfu Tölvumála. Sá háttur sem verið hefur á útgáfunni undanfarin ár þarf endurskoðunar við. Nauðsynlegt er að endurskoða brot, uppsetningu, störf ritnefndar, fjármál útgáf- unnar og útgáfutíðni svo nokkrir þættir sem skipta máli séu nefndir. Undirritaður hefur ekki dregið dul á þá skoðun sína að skipulag Skýrslutæknifélagsins sé úrelt og henti ekki starfi þess. Því ber að breyta svo félagið nái til sem flestra áhugamanna um upplýsinga- TÖLVUMÁL5

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.