Tölvumál - 01.12.1988, Síða 11

Tölvumál - 01.12.1988, Síða 11
hugmynd um það hvernig einkatölvan muni líta út að tíu árum liðnum! Tölvurnar Hraðvirkari örgjörvar munu líta dagsins ljós, en einnig mun tölvum sem byggja á 386S gjörvanum frá Intel fjölga og á þann hátt verður reiknikrafturinn ódýrari. Arið 1989 verður ár grafískra notendaslúla sem munu krefjast Öflugari örgjörva og meira vinnuminnis. Þá munu spjöld sem nýta kosti MC tengibrautar IBM loksins koma á markað, en á það hefur skort. EISA-tengibrautin mun ekki líta dagsins ljós fyrr en seint á árinu 1989, ef þá samningar takast ekki á milli IBM og EISA samsteypunnar. Apple mun setj a á markað fartölvu byggða á Macintosh SE tölvunni og enn öflugri Macintosh II tölvu (Macintosh III?). Boðin verður SE tölva með 68030 örgjörva. Sama þróun mun eiga sér stað hjá IBM og líklegast að sett verði á markað IBM PS/2-90 tölva sem verður öflugari en þær tölvur sem nú eru á markaði. Macintoshinn verður með diskdrifum sem geta lesið og ritað IBM form auk Macintosh forms og samskonar drif munu koma á IBM þó að síðar verði. Minnisstærðir OS/2 stýrikerfið og ný forrit á Macintosh og PC munu kreíjast aukins minnis. í dag er 1 MB algengast, en árið 1989 mun verða ár 2 MB vinnuminnis og í mörgum tilvikum stærra. Sömuleiðis mun diskiýmið aukast í 2 - 3 MB. Verð á minnisrásum mun lækka, þar sem markaðurinn er smám saman að jafna sig á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna gegn Japan. Þróunin i vél- og hugbúnaði mun ekki þola þá stöðnun sem áframhaldandi hátt verð á minnisrásum hefur í för með sér. Stýrikerfin Á árinu mun notkun OS/2 og útbreiðsla aukast. Það er þó háð því að verð á minni lækki svo og á stýrikerfinu sjálfu. Æ fleiri notendur munu kreíjast þess að hafa myndræn notendaskil. Stýrikerfi sem uppfylla það skilyrði munu því verða ofaná, íyrr en margur ætlar. Fjölnotendastýrikerfi á PS tölvumar verður ekki markaðsfært fyrr en 1991 eða 1992, þó að það sé líklega tilbúið í dag. MSDOS mun verða stórlega endurbætt sérstaklega vegna háværra krafna frá notendum slíkra véla og þeirrar staðreyndar að lítið hefur dregið úr eftirspum eftir DOS vélum, þrátt fyrir nýja strauma. Nýtt stýrikerfi fyrir Macintoshinn lítur dagsins ljós á næsta ári með bættum íjölverkaeiginleikum og enn fullkomnari notendaskilum. Spuming er hvort það verður gmnnurinn að íjölnotendastýrikerfi en það væri eðlileg þróun hjá Apple. TÖLVUMÁL 11

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.