Tölvumál - 01.12.1988, Side 12
Vígvæðing UNIX manna í tvær
fylkingar mun draga úr mlkilvægi
þess á næsta ári, meðan notendur
gera upp við sig hvor fylkingin verður
ofan á. Líklegast er að samsteypa
IBM, Digital, HP og íleiri beri sigur úr
býtum.
Notendaskil UNIXverða að batna
og á árinu munum við sj á fleiri grafísk
notendaskil í ætt við Macintosh
umhverfið. OSF mun taka upp
myndræn notendaskil (UNIX) NexT
tölvu Steven Jobs.
Inntakstæki
Helsti þröskuldurinn í
gagnaúrvinnslu eru tæki til inntaks
á gögnum. Með tilkomu Neural neta
sem líkj a eftir hæfileika mannsins til
að læra af reynslunni verður
auðveldara að búa til tölvur sem geta
skilið mælt mál, þó hratt sé talað, og
greint myndrænar upplýsingar með
aðstoð rafeindaaugna. Sjáandi og
hlustandi tölvur verða þó varla
raunhæfar fyrr en á árinu 1990.
Prentarar
Hefðbundin prentaratækni mun
ekki þróast að mun. Á liðnum árum
höfum við séð miklar endurbætur á
nálar- og blekdæluprenturum. Þar
er nú náð ákveðinni fullkomnun sem
ekki verður slegin út á árinu.
Megináherslan verður lögð á að
auka afköst geilsprentaranna með
því að búa þá RISC örgjörvum til
hraðvirkari úrvinnslu á PostScript
skjölum. í dag er þetta helsti
þröskuldurinn í notkun þessarar
gerðar prentara.
Litaprentarar byggðir á
geislatækni munu koma fram en ekki
verða fáanlegir fyrr en undir lok 1989
eða 1990. Litaprentun mun, a.m.k.
1989, að mestu byggjast á
blekdæluprenturum.
Vistunartæki - geislamiðlar
Takmarkanir geisladiska felast í
tiltölulega löngum söknartíma og
lágum gagnaflutningshraða.
Framundan eru diskar með 20 - 40
ms aðgangstíma og
gagnaflutningshraða af
stærðargráðunni 10-15 Mb/s.
Þetta er nauðsynlegt vegna þeirrar
þróunar að nota geisladiska fremur
til vistunar myndrænna upplýsinga
en hreinna gagna. Geisladiskar
munu ekki verða notaðir sem
almennir geymslumiðlar fyrr enn upp
úr 1989.
Vistunartæki - segulmiðlar
Tilkynnt verður um 3.5"
seguldísklinga með allt að 20 MB
geymslurými og 3.5" fasta diska með
geymsluiými allt að 100 MB. Á sama
hátt munu koma fram í lok ársins,
eða í upphafi árs 1990, 5.25" fastir
diskarmeðalltað 1 GBgeymslurýmd.
Þetta byggir þó hvoru tveggj a á því
að segulhausamir verða að komast
nær miðlinum og líklegt að í þessu
skyni verði glerskifur notaðar í stað
álskífa.
Á árinu munu 2" og 2.5" tommu
disklingar og fastir diskar koma fram,
fyrst og fremst vegna kröfunnar um
léttari og öflugari fartölvur. Slíkir
diskar hafa verið til frá 1987 en
munu öðlast sess á árinu.
12 TÖLVUMÁL